Glæpurinn í Geirfinnsmálinu

Í Geirfinnsmálinu var víst framinn hræðilegur glæpur sem á sér fáar, ef nokkrar, hliðstæður í íslenskri réttarsögu. En það var ekki dómsniðurstaðan í málinu – heldur lygarnar sem sakborningarnir, undir forustu Erlu Bolladóttur, beittu gegn saklausum mönnum, Klúbbmönnunum svokölluðu.

Nú er hún enn að segja sögur: var ég ekki að lesa einhvers staðar að hún héldi því nú fram að sér hefði verið nauðgað í gæsluvarðhaldsfangelsinu við Síðumúla? Aldrei í öllum málarekstrinum var á það minnst og voru þó gerðar athugasemdir við minni sakir en svo alvarlegt brot.

Ég er einn af þeim 2-3 íslenskum blaðamönnum sem fylgdust mest og best með þessu máli frá upphafi – gerði satt að segja fátt annað í nokkur ár. Það sakar ekki að rifja það upp nú að það flækti málið óendanlega á sínum tíma að sjaldan var að marka það sem Erla og félagar hennar sögðu. Á endanum tókst þó að berja saman atvikalýsingu sem hinir ákærðu gengust við og á þeim játningum byggðist dómsorðið.  

Hæstaréttardómurinn í Geirfinnsmálinu er svo sem ekki skemmtilesning – en hann væri holl lesning mörgum þeim sem nú tala um ofbeldismenn og hrotta sem ljóngáfaða öðlinga og kórdrengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þetta er rétt hjá þér. Hver svo sem ástæðan var hjá yngri fjórmenningunum, þá var það skítlegt af þeirra hálfu þegar þau sakbentu hina eldri fjórmenninga, þar sem einn var bróðir og "mágur" tveggja fyrrnefndu og hinir þrír vinir hans. Enn skítlegara var svo auðvitað að trúa þeim fyrrnefndu. Það þarf löggæslan að svara fyrir. Betra seint en aldrei.

Kolbrún Hilmars, 7.10.2011 kl. 17:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað finnst þér um pyntingarnar sem notaðar voru til að þvinga fram játningarnar Ómar? Og hvernig er það réttlætanlegt að pynta og nauðga fólki til að þvinga fram játningar? Ég spyr Kolbrúnu að því sama?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2011 kl. 20:33

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Varstekki fullur meira og minna á þessum tíma?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.10.2011 kl. 21:19

4 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Varð ekki almennilega fullur fyrir löngu seinna.

Ómar Valdimarsson, 7.10.2011 kl. 21:32

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er rennur manni mest til rifja.

Eru fjölmiðlamenn nútímans. 

Ekkert vitsmunalíf. 

Aðeins flott hárgreiðsla.

Hvíttaðar tennur. 

Og tönuð.

Og svo bara stórt núll.

Að Erla Bolladóttir vaði nú uppi í fjölmiðlun.

Sannar að viðkomandi fjölmiðlamenn. 

Hafa vitsmuni á við svifþörunga. 

Viggó Jörgensson, 7.10.2011 kl. 21:40

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Viggó og Ómar hafa enga afsökun, ekki eru þeir heimskir.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.10.2011 kl. 21:52

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og hér er ég að ræða um þekkingu. 

Fjölmiðlamanna á viðfangsefnum sínum. 

Eins og svifþörungar. 

Kynna sér aðeins yfirborðið. 

Viggó Jörgensson, 7.10.2011 kl. 22:00

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kristján Sigurður.

Um hvað ert þú að tala ljúflingur?

Viggó Jörgensson, 7.10.2011 kl. 22:00

9 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Varðandi drykkju eða ekki drykkju núlifandi vitna: 

Inni í Bústaðahverfi var Ómar Valdimarsson nemandi í skóla hjá Sr. Ólafi Skúlasyni, einhverjum vinsælasta presti í Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar.

Hvorki Ómar Valdimarsson né sá sem hér stýrir stílvopni hefðu getað gert sér í hugarlund að nokkuð það sem presturinn er sakaður um núna, hefði getað átt sér stað. Vorum við þó hvorugur meðvitundarlitlir fyrir drykkju sakir á þeim árum!

Báðir erum við slegnir yfir þeim frásögnum sem nú eru bornar fyrir alþýðu manna, enda var presturinn á okkar tímum hvers manns hugljúfi.

Þær fréttir sem nú spyrjast úr eru skelfilegar og engin ástæða til að tala af léttúð um þær.

Flosi Kristjánsson, 8.10.2011 kl. 00:05

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Varðandi ásakanir þær sem sakborningarnir báru á hina svokölluðu klúbbmenn, var því ekki stýrt og stjórnað af rannsakendum málsins eins og öðru í þessu máli?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2011 kl. 08:33

11 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Axel, lestu dóminn. Hæstaréttardómur 89/1980.

Ómar Valdimarsson, 8.10.2011 kl. 11:05

12 Smámynd: Hafþór Sævarsson

Hér er að finna hluta af greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar: http://www.mal214.com/ragnara/ugra.html

Hún er holl lesning fyrir þá sem notast við retórík til að sannfæra, í jafn alvarlegri umræðu, í stað raka til að upplýsa.

Dómurinn sjálfur er holl lesning fyrir þá sem vilja byrja að skoða málið. Málsgögnin öll og greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar; sem vitnar í málsgögnin, dagbækur síðumúlafangelsisins, dagbækur Hegningarhússins, lokaskýrslu Karl Schutz, skriflega skýrslu Hlyns Þórs Magnússonar fangavarðar og önnur mikilvæg gögn; eru þó fyrir lengra komna.

Til að benda á mjög áhugaverðan punkt sem Ragnar Aðalsteinsson hefur reifað er varðar aðeins dóminn sjálfan, er hægt að benda á að dómurinn gefur sér sjálfur forsendu. Þetta á sér enga hlistæðu í öðrum íslenskum sakamálum skv. Ragnari.

„Þótti verða að miða við að 18. nóvember 1974 hafi Sævar eða Guðjón aflað símanúmers Geirfinns og annar þeirra hringt til hans milli kl. 19 og 20 næsta dag til að mæla sér mót við hann í Keflavík kl. 21.30 til 22 þá um kvöldið.“ - II.3.K.

Retórík þessa bloggs er augljós og notuð til að draga umræðu Guðmundar- og Geirfinnsmálsins á annað lægra og gildishlaðnara svið. (Kórdrengir eða hrottar?) Það kemur málinu sjálfu ekkert við hvort við skilgreinum sakborningana sem „kórdrengi“ eða förum með einhverjar dylgjur um meintan hrottaskap þeirra. Þessi retórík er ekki ný af nálinni en Ragnar Hall missti einmitt eitt sinn út úr sér svipuð ummæli. Hann sagði sem svo að menn skyldu ekki ímynda sér að sakborningar í Guðmundar-og Geirfinnsmálum hefðu verið einhverjir sakleysingar- þeir „hefðu ekki verið neinir kórdrengir sem sóttir hefðu verið inn í fermingarveislu“, og áttu því í raun enga góða meðferð skylda; hvort eð er.

Svipaða sögu má segja með tilgangi þessarar bloggfærslu; augljóst retóríkst vopn til að ná fram ákveðinni ímynd eða auglýsa ákveðnar manneskjur með fyrrnefndum hætti í þeim tilgangi að almenningur skilji að þetta eru (hvort eð er) ekki góðir menn; engir „kórdrengir“, þar sem ýjað er að þetta séu í rauninni slæmir menn, sem eiga (hvort eð er) ekkert gott skilið. Og mögulega af einskærri tilviljun hefur pressan.is tekið að sér að birta þessa bloggfærslu, eins og hún væri liður í ímyndarherferð ( í stað raunverulegs fréttnæms efnis), sem frétt.

Málið, hins vegar, í dag snýr að hinu opinbera og um þann grunn sem allt GG málið er byggt á. Hvort alvarlegir glæpir hafi verið framdir gegn sakborningum og hvort þau „mistök“ (sem Gísli Guðmundsson heitinn, einn dómari sakadóms, sjálfur viðurkenndi) sem gerð voru í málinu voru það alvarleg að hægt sé að efast um niðurstöðu þess. Enda erum við að tala um mannhvarfsmál þar sem engin sönnunargörn voru notuð en ungmenni dæmd fyrir morð, aðeins vitnisburðir, sem fengdir voru við afar „frumstæðar aðstæður“ (Eins og Jón Steinar hæstaréttardómari komst að orði 1997), voru notaðir til að sanna morðin. Jón Steinar segir að „margt var athugavert við þessar játningar“ m.a.: „2. Í samhengi við þetta er nauðsynlegt að hafa hugfast að sakborningarnir voru í einangrun og þannig ofurseldir rannsóknarvaldi, þar sem dómstóll og lögregla var á þessum tíma undir sama hatti.

3. Af málinu öllu er ljóst að rannsóknin gekk fyrst og fremst út á að fá fram játningar. Við sakborningana var oft rætt án þess að gerðar væru lögregluskýrslur. Ljóst er að lögregla sem svona starfar gerir frekar skýrslu, þegar eitthvað kemur fram, sem henni er að skapi. Lögreglumenn báru upplýsingar á milli sakborninga, líklega fyrst og fremst með því að "bera undir" einn það sem annar hafði sagt. Í raun og veru er afar erfitt að greina hvaða hlutar af framburðarskýrslum sakborninga eru frá þeim sjálfum komnar og hvaða hlutar frá lögreglumönnum.

4. Hafa verður í huga að langur tími leið frá meintum afbrotum, þar til tekið var að yfirheyra sakborninga, nær tvö ár í "Guðmundarmáli" og um hálft annað ár í "Geirfinnsmáli". Eftir þann tíma var tekið að spyrja sakborninga um tímasetningar og atburði á tímaskeiði vímuefnaneyslu svo löngu fyrr. Við þessar aðstæður er svörum lítt treystandi.

5. Bent hefur verið á, að lögreglan hafi látið undir höfuð leggjast að rannsaka strax atriði sem sjálfsagt var að rannsaka, m.a. atriði sem hefðu getað horft til hagsbóta fyrir sakborninga. Nokkuð virðist vera til í þessu. T.d. hefði þurft að kanna miklu betur en gert var upplýsingar um ferð Sævars Marinós austur fyrir fjall um sama leyti og Guðmundur Einarsson“ http://www.mal214.com/logfr/nd2.html

Þú heldur fram að Erla Bolladóttir og aðrir hafi logið sök á aðra. Hvort sá „vitnisburður“ hafi í raun verið matreiddur af rannsóknaraðilum er alls ekki ómögulegt, en þú nefnir ekki þann möguleika, og í raun er það mun líklegri ástæða miðað við t.a.m. meðferð sakborninga og vinnubrögð rannsóknaraðila: „Niðurstaðan um að sökunautar hefðu borið rangar sakir á fjórmenningana og þeim hefði verið haldið í gæslu í 90-105 daga vegna frásagna skjólst.m. fær ekki staðist. Í gögnum málsins virðist koma fram, að lögreglan hafi spurt sökunauta um viðurvist margra annarra en fjórmenninganna í Dráttarbrautinni og sökunautar jafnan jánkað við nöfnum þeim sem um var spurt. Voru þeim sýndar myndir af 20 mönnum. Þetta er sama aðferðin og var notuð við Albert K. Skaftason þegar hann var spurður um kirkjugarða sem lík hefði verið grafið í að hann jánkaði öllum kirkjugörðum sem nefndir voru.“ – Ragnar Aðalsteinsson, greinargerð. http://www.mal214.com/ragnara/ra9.html

Varðandi „játningu“ Sævars um aðild hans í Guðmundarmálinu er vert að nefna að Sævar dregur hana til baka fyrst 11. Janúar 1976, aðeins nokkrum dögum eftir að svo kölluð „játning“ var gefin, en hann skrifaði ekki undir skýrslu þar sem sú „játning“ að aðild var fengin. Í þinghaldi 11. Janúar 76‘ ber Sævar að hann hafi verið þvingaður til þeirra játningu og vill draga hana til baka. Örn Höskudsson dómarafulltrúi sakadóms (sem var einnig sá sem stýrði rannsókn málsins) sagði hins vegar í bréfi til Gunnlaugs Briem sakadómara sem dagsett er 22. ágúst 1977. „Sævar Marinó reyndi í þinghaldi hinn 11. janúar að bera fyrir sig að hann hefði verið þvingaður til þess að játa á sig sakir í „Guðmundarmálinu". Ég tók ekkert mark á framburði hans þar sem ég vissi betur.“ Fyrrnefnt bréf var lagt fyrir Sakadóm en samt sem áður var dæmt og dæmdi Hæstiréttur á þeirri forsendu að það hafi ekki verið fyrr en í mars 1977 að Sævar hefði dregið játningu sína til baka, þó fyrr nefnt bréf liggi fyrir þar sem Örn Höskuldsson viðurkennir að hafa ekki skráð að Sævar hafi dregið játningu sína til baka í janúar 1976, nokkrum dögum eftir að „játningin“ að aðild hans var fengin.

Um meðferð Sævars: “Hann var hafður í hámarkseinangrun í tvö ár. Ljós var látið loga í klefanum allan sólarhringinn, vikum saman. Haldið var vöku fyrir honum með háreysti og ryskingum. Honum var meinað um útivist og sviptur tóbaki, lesefni og skriffærum mánuðum saman. Tvívegis var hann hafður í fótjárnum í sex vikur alls og í níu mánuði þurfti hann að vera án sængurfatnaðar. Hann var hafður á sterkum lyfjum, þunglyndis- og vöðvaslakandi án þess að gangast undir læknisskoðun sérfræðings. Þegar hann losnaði úr einangruninni var hann því sem næst mállaus sökum fásinnis. Það tók hann mörg ár að venjast því að vera innan um margmenni. ” -http://www.gamli.sigurfreyr.com/endurupptakan.html

Fyrir utan illa fengnar játningar voru engar sannanir. Alls engar.

Sjá heimasíðuna http://www.mal214.com , (upplýsingarvefur áhugamanna um G&G málið):

“No bodies were found. There is no proof that these 2 persons are dead. No murder weapon was found. No forensic evidence, fingerprints, blood, hair, skin, was found at either of the murder scenes even though the victims are to have been brutally beaten to death in both cases. No prior link was ever established between any of the 6 people sentenced and the vanished persons. The way the bodies were transported and buried, according to the supreme court ruling in 1980 is impossible. On the 27th of January 1974 the “murderers” would have had to drive a 17 year old Volkswagen beetle with 4 persons and a dead body on board, across 60 cm deep snow and into a wilderness of lava. On the 21st of Nov.1974 they would have had to dig a grave and bury a body in frozen ground without other equipment than a shovel. All suspects have withdrawn their confessions. All witnesses who supported the prosecution have withdrawn their statements.” –http://www.mal214.com/enska/enska2.html

Sævar hafði mögulega fjarvistarsannanir í báðum þessum mannshvarfsmálum en Jón Steinar reifar einmitt möguleikann á fjarvistasönnun hans í Guðmundarmálinu sem hafi aldrei verið athuguð eða rannsökuð í grein sinni reifaðri hér fyrir ofan. Dómurinn segir allt sem segja þarf hér um þetta atriði fyrir neðan í Geirfinnsmálinu, en þar sem lögreglan gerði rannsókn á hvort Sævar hefði verið gerlegt að komast til Keflavíkur, mælir hún tímann með því að bruna til Keflavíkur á yfir hámarkshrða, virða ekki stöðvunarskyldu né umferðarreglur á Volvo bifreið sem var mun hraðskeiðari en Volkswagen bifreið sem dómurinn notast við að hafi verð notuð til að fara til Keflavíkur. Enn fremur var ekki gert ráð fyrir stoppað hafi verið þannig að móðir sævars t.d. hafi komist út úr bílnum. Í dómnum segir:

“Talsmaðurinn bendir á að móðir dómfellda hafi borið að hann hafi ekið henni heim eftir kvikmyndasýningu á Kjarvalsstöðum kl. 22.10 að kvöldi 19. nóvember 1974. Systir hans hafi borið að móðir þeirra hafi komið heim um kl. 22 þetta kvöld. Þá hafi Vilhjálmur Knudsen borið í vitnaskýrslu að hann hafi hitt dómfellda og móður hans á Kjarvalsstöðum þetta kvöld, á tíunda tímanum að ráðið verði, og hafi dómfelldi ekki verið að flýta sér. Upplýst hafi verið fyrir dómi með vitnaskýrslu lögreglumanns að ekið hafi verið á ólöglegum hraða þegar mælingar hafi verið gerðar til að sýna fram á að dómfellda hefði verið unnt að komast frá Reykjavík til Keflavíkur í tæka tíð til að hringja þar í Geirfinn Einarsson á tilteknum tíma kvöldsins. Þá hafi einnig verið upplýst að við mælinguna hafi lögreglan notað bifreið af gerðinni Volvo, en ekki Volkswagen, svo sem lögreglan taldi ákærðu hafa notað. Talsmaðurinn telur jafnframt aðfinnsluvert að lögreglan hafi verið látin vinna að þessari mælingu, en ekki dómkvaddir matsmenn, sbr. 105. gr. laga nr. 74/1974, auk þess að verjendum hafi ekki verið gefinn kostur á að vera viðstaddir, sbr. og 83. gr. sömu laga. Á grundvelli þessara mælinga hafi Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að dvöl dómfellda á Kjarvalsstöðum 19. nóvember 1974 kæmi ekki í veg fyrir að hann geti hafa verið í Keflavík að kvöldi þess dags. Með því að telja að ekki hafi verið útilokað að dómfelldi hafi komist til Keflavíkur í tæka tíð til að hitta Geirfinn hafi Hæstiréttur lagt sönnunarbyrðina á hann í stað þess að meta óvissu honum í hag.” - IV.4.

Það sem Jón Steinar nefnir um fjarvistarsönnun Sævars í Guðmundarmálinu, þar sem fíkniefnalögreglan grunaði sævar um innflutning og sölu á kannabisefnum fylgdist hún náið með ferðum hans, er hægt að benda á:

“Í skýrslu fíkniefnalögreglunnar gerir leigubílstjóri grein fyrir því að hann hafi ekið Sævari síðdegis á föstudegi austur í Gljúfárholt og í sömu gögnum kemur fram að Sævar Ciesielski hafi ekki komið aftur til Reykjavíkur fyrr en seinni part sunnudags. … Rannsóknaraðilar tjáðu Gísla Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni að umræddur leigubílstjóri “hafi verið tekinn til yfirheyrslu og verið geymdur um tíma í vörslu lögreglunnar, en láðst hafi að taka neina skýrslu um það efni eða skrá niður framburð hans”! Sakadómarar kröfðust ekki skýringa. Hvorki var fyrrnefndur leigubílstjóri spurður fyrir dómi eða íbúar að Gljúfárholti yfirheyrðir” - http://www.gamli.sigurfreyr.com/geirfinnsmalid.html

Engar sannanir um eitt eða neitt. Aðeins illa fengnar “játningar” sem voru allar dregnar til baka.

Allar játningar fengnar með pyntingum eru í besta falli óáreiðanlegar. Eftir ákveðinn tíma brotna allir mennskir menn niður og gefast upp. Sumir fara jafnvel að trúa heilaþvottinum sem er þekkt kerfisbundin aðferð, til að rugla fórnarlömb og láta þau efast um eigið minni. Og í raun um hvað sem er.

Í tilfelli sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bæta vítaverðar lyfjagjafir gráu ofan á svart eins og bréf landlæknisembættisins til Ragnars Aðalsteinssonar skýrir:

“Á árunum 1970 – 1980 tíðkaðist að ávísa svefn- og róandi lyfjum í tiltölulega stórum skömmtum. Læknar þekktu ekki fylgikvilla lyfjanna er síðar komu fram, og varla hægt að álasa G.Þ. Í ljósi síðari þekkingar eru 30 mg af Diazepam ásamt 3 töflum af Librax, Mogadon o.fl. að öllu jöfnu of stór skammtur. Þetta lyfjamagn veldur gjarnan óæskilegu hugarástandi sem einkennist af litlum viðnámsþrótti, uppgjöf, sljóleika, kæruleysi og jafnvel skertu minni. Helmingatími þessara lyfja er langur og magnið skilast ekki út á einum sólarhring. Þar af leiðandi hafa þessi lyf hlaðist upp en áhrif framangreindra lyfja aukast við viðhaldsskammta sem gefnir eru í langan tíma eins og fram kemur í gögnum.”

Það er staðreynd að játning er ekki sönnun á sekt. Ennfremur er enn vafasamara að segja að játning sem er fengin með harðræði sanni sekt viðkomandi. Í nútíma samfélagi er það reyndar orðið að almennri þekkingu að játningar fengnar með harðræði sanni ekki sekt viðkomandi. Þrátt fyrir að menn eins og Valtýr Sigurðsson séu því ekki sammála:

“By the late 18th century, most scholars and lawyers thought of the forced confession not only as a relic of past times and morally wrong but also ineffective as the victim of torture can confess to anything just to ease his suffering.” -wikipedia

Mörg dæmi hafa sýnt fram á að játningar geta (og hafa) reynst rangar. Bendi á þessa grein sem var birt í fyrra, Confessing to Crime, but Innocent:http://www.nytimes.com/2010/09/14/us/14confess.html?_r=1

í henni kemur fram: “But more than 40 others have given confessions since 1976 that DNA evidence later showed were false, according to records compiled by Brandon L. Garrett, a professor at the University of Virginia School of Law. …. people like Mr. Lowery, who says he was just pressed beyond endurance by persistent interrogators.”

“The notion that such detailed confessions might be deemed voluntary because the defendants were not beaten or coerced suggests that courts should not simply look at whether confessions are voluntary, Mr. Neufeld said. “They should look at whether they are reliable.””

Í ljósi þess harðræðis sem sakborningar í G&G málunum voru beittir, er erfitt að halda því fram að játningarnar einar og sér hafi sannað sekt í þessum málum. Erfitt segi ég en meina fáránlegt.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það enn betur er t.a.m hægt að lesa, The Psychology of False Confessions, eftir Richard P. Conti: http://truth.boisestate.edu/jcaawp/9901/9901.pdf

Hafþór Sævarsson, 8.10.2011 kl. 17:22

13 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hafþór.

Þessi færsla þín er stórgóð. Rökföst og beinskeytt. Mig hlakkar til að lesa athugasemdir Ómars og skoðanabræðra (og systra) hans við grein þinni.

Jónatan Karlsson, 8.10.2011 kl. 19:33

14 Smámynd: Aradia

".....sem nú tala um ofbeldismenn og hrotta sem ljóngáfaða öðlinga og kórdrengi. "

Nú veit ég ekki með hina, en varðandi Sævar þá er ekkert sem rennur stoðum undir að hann hafi verið hrotti og ofbeldismaður. Engin gögn þar um. Engin. Oft er talað um mennina sem eitthvað gengi, þó það sé ekkert sem styður það o.s.frv. en hvar eru heimilidirnar? Er ekki verið að éta upp allt fjölmiðlabullið sem fékk að vaða uppi á sínum tíma? Þarna sjáum við áhrifin. Áhrif og mátt fjölmiðla og hvernig hægt er að drepa mannorð fólks sem hefur ekki tækifæri við að sanna sig eða neitt eftir slíka útreið. Og áhrifin eru enn til staðar í dag!Annað... eiga menn skilið að sæta pyntingum og vera dæmdir fyrir versta mögulegan glæp sem hægt er ranglega fyrir það að vera ekki "kórdrengur"? Kórdrengir eða ekki, það kemur málinu bara nákvæmlega ekkert við í þessu máli, og ef það þarf að fara að henda inn þessum fullyrðingum máli sínu til stuðnings, þá er málið á ansi veikum grunni byggt!

 Kveðja, Júlía Marinósdóttir

Aradia, 10.10.2011 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband