Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Auglýsingaherferð og lygasögur

Ég hef á tilfinningunni að það sé verið að narra okkur. Fyrir nokkrum mánuðum fóru að berast af því fréttir að talið væri að íslensk kona hefði verið drepin í USA fyrir nokkrum áratugum. Þetta var í blöðum og sjónvarpi og allt heldur óhugnanlegt. Svo komu fyrir tveimur vikum eða svo fréttir af því að sennilega hefði þessi kona ekki verið drepin heldur flutt sig á milli ríkja, gifst aftur og lifað hamingjusöm til æviloka.

Nú dúkkar allt í einu upp umfjöllun í Kastljósi með viðtali við stjúpdóttur konunnar sem hefur skrifað bók um allt saman og þekkir söguna frá upphafi til enda. Hún vissi alla tíð að ekkert morð hafði verið framið. Og svo sá maður ekki betur í Kastljósi en að bókin væri til í íslenskri útgáfu.

Hér hefur einhver slyngur útgefandi fengið fjölmiðla í lið með sér við að búa til mikið – og væntanlega ókeypis – söluátak.

Hvers vegna fær maður ekki söguna alla? Hver bjó til þessa atburðarás og hvers vegna létu útvarp, sjónvarp, Stöð 2, DV, Mogginn og einhverjir fleiri fara svona með sig? Og fara svona með okkur sem enn gerum okkur vonir um að fjölmiðlar séu ekki auglýsingastofur?

Ekki að undra að útgefandinn vísi hróðugur í alla fjölmiðlaumfjöllunina í auglýsingum sínum!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband