Landráðakenning Lilju

Lilja Mósesdóttir heldur áfram að koma manni á óvart.

Nú síðast ber hún það upp á samstarfsmenn sína í pólitík að þeir séu leppar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, hafi selt honum landið og að embættismenn sjóðsins séu hin raunverulegu stjórnvöld hér.

Í ofanálag segir þessi stjórnarþingmaður að engin ástæða sé til að taka mark á yfirlýstri stefnu stjórnvalda.

Ég hef áður velt fyrir mér hvort hún sé ekki í röngu liði: hver þarf óvini ef vinirnir eru svona?

Er annars ekki örugglega brot á stjórnarskrá að selja landið undir erlend yfirráð?

Hvers vegna stígur þá ekki Lilja Mósesdóttir skrefið til fulls og kærir Steingrím og Jóhönnu fyrir landráð?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hún ekki bara að segja upphátt það sem ekki má segja? Og allir vita.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Skrítið hvað margir finna hjá sér þörf til að troða niður skóinn af þeim fáu stjórnmálamönnum sem virðast starfi sínu vaxnir.

 Eru ekki tilbúnir að beygja sig fyrir ranglæti síns eigin flokksformanns.

Kristján H Theódórsson, 6.7.2010 kl. 13:15

3 identicon

Steingrímur kallaði í morgunþætti Bylgjunnar, formann AGS, LANDSSTJÓRANN !

Lilja, Birgitta og Ögmundur er einu þingmennirnir sem tala um hlutina án óskiljanlegra orða fyrir almenning. Þannig viljum við hafa það.

Hvenær þorir Alþingi að segja okkur frá ólöglegu lánunum sem hvíla á landbúnaði og sjávarútveginum? Þora þau að koma og segna að erlendir kröfuhafar eigi þetta ?

þá er bara orkan eftir, eða hvað?????

áfram Lilja !

gott hjá þér Lilja,

ég treysti þér Lilja.

Hildur (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 13:44

4 identicon

"Vinur er sá er til vamms segir"

Það er skrýtið að vera að krefjast þess af pólitíkusum að þeir "haldi kjafti" ef þeir eru ekki sammála flokksbræðrum og systrum í einu og öllu. Það er eins ólýðræðislegt og hægt er. Það var einmitt þessi hugsanagangur sem kom okkur í þá stöðu sem við erum. Allir áttu að dansa með og enginn mátti gagnrýna fjármálakerfið og bankana, þeir sem það gerðu voru rifnir á hol og sagt að þeir skildu ekki hvað þetta væri alll snjallt.

Þetta eru kjánaleg skrif hjá þér Ómar.

Björn J. Hannesson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:10

5 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Flott af Lilju að segja það sem hún veit en er hulið almenningi. Þór Saari tekur í sama streng á blogginu sínu hér í dag. Vonandi að þau haldi sér fyrir frá spillingarliðinu sem er þarna á Alþingi. Sannleikurinn er sagna bestur!

Edda Karlsdóttir, 6.7.2010 kl. 14:36

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Mér finnst aðdáunarvert að þingmaður eins og Lilja M. þorir að gagnrýna ríkisstjórnina og Alþingi í heild!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.7.2010 kl. 15:11

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég hugsa að Lilja tali f.h. grasrótar VG sem SJS og margir aðrir stjórnarliðar virðast hafa misst tengslin við. Ég dáist að hugrekki hennar að tala hug sinn beint út. Að segja að stjórnvöld séu leppar AGS: Er það ekki nokkuð augljóst Ómar?

Guðmundur St Ragnarsson, 6.7.2010 kl. 15:45

8 identicon

Það virðist augljóst, en má ekki tala um það, amk. ekki hjá sumum:)

Lilja þorir það sem margir þora ekki, að segja hlutina eins og þeir eru.

Skúli (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 16:06

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ómar,

Lilja var nýbúin að yfirheyra Franek á fundinum og kannski sagði hann Lilju að hann sé sá sem stjórnar, hver veit?

Lilja veldur íhaldsmönnum gamalla klíkugilda vandræðum skiljanlega en við hin erum henni mjög þakklát.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.7.2010 kl. 16:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að segja það Ómar, ég vildi 100 liljur frekar en þig einan.  Hún er meiri íslendingur í litlu tá en þú allur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2010 kl. 16:56

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Lilja er ekki með í stjórnarliðinu, leikur bara sinn einleik. Finnst það ekki stórmannlegt eða til eftirbreytni.

Ætli hún haldi að hún sé enn á Lækjartorgi og þurfi að toppa næsta ræðumann sem var á undan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 17:21

12 Smámynd: ESB

Voða ertu neikvæð Hólmfríður.

ESB, 6.7.2010 kl. 17:49

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Lilja veit að stefna flokksins er ekki stefnan sem lagt var upp með, ég þakka Lilju fyrir að halda sínu striki en snúast ekki í hring eins og Steingrímur sem hefur kúvent í öllu hann ætti að hundskast heim til sín og láta ekki nokkurn mann sjá sig.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.7.2010 kl. 17:52

14 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það þarf ekki stjórnarandstöðu með Lilju innanborðs í ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan getur bara slapað af og fengið sér te.  Lilja vinnur fyrir þá. Hún er fenomen.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.7.2010 kl. 19:10

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Lilja var kosin af almenning og talar fyrir honum sem slík. Sama gera Þór, Birgitta og Margrét í Hreyfingunni - stundum Ögmundur, en hann er þó ennþá vafinn sinni flokkspólitík. Sannleikurinn er ekki fallegur og fæstir þora að tala um hann á Alþingi.

Sá sem ekki þorir að heyra sannleikann ætti ekki að hallmæla honum heldur þegja þunnu hljóði.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 21:11

16 Smámynd: Sævar Már Gústavsson

Það þarf að losna við AGS sem fyrst, Lilja bendir réttilega á það. Þurfum líka að losna við lélega "vinstri" stjórn sem fyrst og fá ný öfl til að stjórna landinu!

Sævar Már Gústavsson, 6.7.2010 kl. 21:27

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Lilja er dýrlingur, föllum fram og tilbiðjum hana. Amen.

Finnur Bárðarson, 6.7.2010 kl. 22:27

18 identicon

Hvað er þetta annað en landráð?

Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, Gylfa Magnússysi efnahags og

viðskiptaráðherra og Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þetta er stuttur úrdráttur úr skjalinu en það

er hægt að nálgast á www.island.is

Letter of Intent

Reykjavik, April 7, 2010

Mr. Dominique Strauss-Kahn

Managing Director

International Monetary Fund

Washington D.C., 20431

U.S.A.

Dear Mr. Strauss-Kahn:

Bls. 1

4. “We believe that the policies set forth in this and previous letters are adequate to achieve

the objectives of our program. We stand ready to take any further measures that may become

appropriate for this purpose. We will consult with the Fund on the adoption of any such measures

and in advance of revisions to the policies contained in this letter, in accordance with the Fund’s

policies on such consultation. “

4. “Við trúum að áætlun okkar sem sett er fram í þessu bréfi (viljayfirlýsingu) og fyrri bréfum

(viljayfirlýsingum) séu nægjanlegar til þess að ná fram takmarki okkar í (AGS) ferlinu. Við erum

reiðubúin til þess að gera allt sem þarf til þess að koma áætlunum okkar áfram. Við komum til

með að ráðfæra okkur við sjóðinn (AGS) áður en til slíks kemur og áður en einhverjar breytingar

eiga sér stað á áætlunum sem nefndar eru í þessu bréfi(viljayfirlýsingu) í fullri samvinnu við

stefnu sjóðsins(AGS) og verklagsreglur.

Bls. 6

15.”……By end-June 2010 the non bank financial institutions and HFF will present business

plans to the FME….. We remain committed to no absorption of losses and no public assets

will be used to rehabilitate the non bank financial institutions.

15.“……Fyrir lok júní 2010 skila fjármálastofnanir(ekki bankar) og Íbúðarlánasjóður viðskipta

áætlunum til Fjármálaeftirlitsins….. Við erum staðráðin í því að ekkert verður gefið eftir og

engum eigum ríkisins verður fórnað til þess að hjálpa fjármálastofnunum (ekki bönkum).

Bls. 8

18. “The government will also take steps to facilitate restructuring without absorbing any private

sector losses….. We emphasize that with this refined framework in place, there will be no further

extensions of the moratorium on foreclosures, and we will allow it to expire on schedule at end-

October 2010. “

18.”Ríkisstjórnin ætlar einnig að bjóða uppá ýmis (skulda)úrræði, þó án þess að taka á sig tap

einkageirans…..Við leggjum áherslu á að með þessari velgerðu rammaáætlun, þá verða engar

frekari eftirgjafir þegar banni við nauðungarsölum verður aflétt og banninu verður ekki framlengt

þegar það rennur út í lok okróber 2010”

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband