Réttlćti götunnar í Mangochi

Fanginn i Mangochi.jpgMANGOCHI, MALAVÍ: Í ţessum bć viđ suđurenda Malaví-vatns, ţar sem alla jafna ber fátt til tíđinda, varđ uppi fótur og fit undir hádegiđ ţegar stór hópur fólks međ ćpandi krakka í fararbroddi kom skálmandi eftir ađalgötunni. Í miđjum hópnum var ungur mađur sem hafđi veriđ bundinn á höndum međ tágum. Sumir í hópnum slógu til hans eđa spörkuđu.

- Sennilega ţjófur, sagđi mađur sem ég var ađ spjalla viđ. – Ţađ er veriđ ađ fara međ hann á lögreglustöđina.

Lögreglustöđin var í nćsta húsi og ţar sátu tveir lögreglumenn á tröppunum í makindum, reyktu sígarettur og biđu eftir ţví ađ ţeim vćri fćrđur fanginn.

Á međan hersingin nálgađist fengust frekari fréttir af meintu afbroti. Fanginn var sagđur hafa lent í slagsmálum viđ nágranna sinn og lagt til hans međ skćrum. Granninn var kominn á sjúkrahúsiđ.

Ţetta er algengur ađgangur ţegar brotamenn eiga í hlut, var mér sagt. Borgararnir taka manninn og fćra hann í hendur yfirvalda. Brotamađurinn sem hafđi veriđ bundinn međ tágum var ekki upplitsdjarfur enda lentur í vondum málum. Ef granninn skyldi deyja af völdum skćraárásarinnar verđur hann umsvifalaust dćmdur til dauđa.

- Dauđarefsingum er ekki framfylgt í Malaví lengur, sagđi ferđafélagi minn, - en margir dauđadćmdir menn deyja engu ađ síđur í fangelsum. Međferđin er vond og ţeir fá litla ađstođ, jafnvel ţótt ţeir verđi alvarlega veikir.

Svo nam hersingin stađar fyrir framan lögreglustöđina. Ţar tók einn úr borgaralöggunni til máls, útskýrđi hvert erindiđ vćri – og hinn handtekni gekk rakleiđis inn. Annar lögreglumannanna spurđi hópinn nokkurra spurninga og plokkađi út eina ţrjá sem voru einnig kallađir inn, sjálfsagt til ađ gefa skýrslur.

Og ţar međ var ţví lokiđ. Lítill hópur beiđ fyrir utan í tíu mínútur eđa svo – en eftir ţađ fóru allir heim.

Sjálfum var mér nokkuđ brugđiđ viđ ţetta – en hef ţó séđ ákafari hópa grípa meinta brotamenn í Afríku. Yfirleitt eru ţeir barđir í klessu áđur en lögreglan er kölluđ til. Í einu blađanna hér í dag var mynd af einum slíkum sem hafđi veriđ gripinn fyrir ađ reyna ađ stela bíl og lá í blóđi sínu í rykinu. Ekki fylgdi sögunni hvort hann lifđi göturéttlćtiđ af.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Úff. Hefnigirnin er djúpt innrćtt í mannskepnuna. Held ađ ţegar viđ vorum sem reiđust eftir hruniđ hefđum viđ alveg getađ látiđ hafa okkur út í svona ađferđir.

Dagný, 17.11.2010 kl. 10:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband