Manni getur nú sárnað

Manni getur nú sárnað út af minna. Vísir.is segir frá því að þýskur maður eigi yfir höfði sér ákæru fyrir manndrápstilraun fyrir að hafa skorið undan "eldgömlum" ástmanni ungrar dóttur sinnar.

Sá "eldgamli" er 57 ára.

Hann er því þremur árum yngri en ég. Samt tel ég mig ekki eldgamlan, eða ævafornan, sem er sjálfsagt næsta stig fyrir ofan hjá unglingunum á Vísi.

En það sárnar fleirum en mér, sé ég í fréttum. Það er því rétt að taka undir það með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að það væri ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að hann og félagar hans, sem voru kærðir í New York og verða nú væntanlega kærðir hér heima fyrir meint bankarán, fái bætur fyrir það mikla tjón og öll þau óþægindi sem málaferli skilanefndar Glitnis hafa bakað þeim. 

Skárra væri það nú ef þeir fengju ekki bætur! 

Þeir eiga auðvitað að fá bætur um leið og þeir eru búnir að borga okkur hinum bætur fyrir óþægindin sem við höfum orðið fyrir af völdum meðferðarinnar á Glitni, Flugleiðum, Baugi, Stoðum og hvað þetta nú allt heitir (eða hét). Alveg um leið!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sanngjörn lausn í boði, sýnist mér :-)

Flosi Kristjánsson, 15.12.2010 kl. 22:00

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eldgamall þýðir í minni sveit ca 90 ára (og mér fannst bara ekki taka þessu) Svo er þetta "bráðungur" piltur 9 árum yngri en ég. Ætli fréttamaðurinn hafi verið um fermingu. Bætur fyrir JÁJ - ekki spurning - eða hvað - nei annars - best að sleppa því.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2010 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband