Það breytir engu...

Það breytir engu þótt Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi meira fylgi en Bjarni Ben í skoðanakönnun um vænlegasta foringja Sjálfstæðisflokksins. Það verður Landsfundur flokksins sem ákveður hver verður formaður.

Þar eru karlar í miklum meirihluta, ekki síst miðaldra karlar héðan og þaðan úr kerfinu, og þeir munu ekki verða ginnkeyptir fyrir því að stelpa utan úr bæ, jafnvel þótt hún bjóði af sér góðan þokka og sýnist öflug, taki formannsembættið af Bjarna Benediktssyni.

Ég er ekki nógu vel að mér í kremlarfræðunum til að skilja alveg hvert þessi hannaða atburðarrás stefnir en það blasir þó við að birtingu tveggja mánaða gamallar skoðanakönnunar er ætlað að hafa einhver áhrif. Það er til að mynda ljóst, að þessi niðurstaða er Bjarna varla gott veganesti á þessum örlagatímum í sögu Flokksins.

Kannski var það markmiðið með birtingu könnunarinnar.

En allt er þetta náttúrlega gert til að efla lýðræðið og gegnsæið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband