Ogmundur "vanhæfur"

Ögmundur Jónasson lét líklega um það í sjónvarpsfréttum í kvöld að hann myndi skila ákvörðun sinni varðandi söluna á Grímsstöðum á Fjöllum í lok næstu viku.

Það verður að segjast eins og er að Ögmundur hefur ekki virst sérstaklega áhugasamur um þessa miklu erlendu fjárfestingu, hreytti m.a. ónotum í Huang Nubo í síðustu viku og sagði að þótt menn gætu „olnbogað sig áfram" í krafti peninga austur í Kína, þá væri það ekki hægt hér.

Ó, nei. Við erum nú meiri menn en svo, Íslendingar.

Svo hitti ég lögfræðilegan ráðgjafa minn sem gefur mér ráð í tíma og ótíma (hvort sem ég vil eða ekki).

- Er hægt að láta svona við fólk sem hefur áhuga á að fjárfesta hér? spurði ég. - Þetta hljómar ekki eins og Nubo sé sérstaklega velkominn – eins og við kærum okkur ekkert um fjárfestingar.

Lögfræðiráðgjafinn hugsaði sig um og sagði svo: Ég sé ekki betur en að samkvæmt stjórnsýslulögum sé Ögmundur þar með búinn að gera sig vanhæfan til að fjalla um málið.

Hvað þarf annars að vera að hugsa um fjárfestingar í landi þar sem allt er hreinsað út úr tuskubúðum á nokkrum klukkutímum og 300 milljónum er spanderað í jólakonserta-bling?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jæja,finnst eins og okkur hafi verið hent inn á ehv. leiksvið.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2011 kl. 02:58

2 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Já er ekki best að selja Kínverjum landið því það er kínverska Ríkið sem kaupir en ekki

Huang Nubo. Því smkvæmt Stjórnaskrá Kínverska Alþýðulýveldisins má eingin eiga annað en fötin sem persónsan klæðist borð, stól og skál til að borð úr. Þetta er samkvæmt tilskipun Menningar Byltingarinar.

Leifur Þorsteinsson, 16.11.2011 kl. 11:22

3 Smámynd: Már Elíson

Rétt hjá þér, Leifur...

Það vita þeir sem vilja að maðurinn er "útsendari" eftir landi og landgæðum sem eru þverrandi hjá þeim olltof mörgu kínverjum í heiminum. Þeir halda að við séum fífl (sem við íslendingar erum nú að mörgu leiti) - því það er algerlega út í hött að "maðurinn" þurfi svona landflæmi (með vatnsréttindum..hmmm) undir þá kínversku starfsemi sem hann boðar. Hótel og golfvöllur..?..þarna..? - Hver sér ekki í gegnum það..?

En mér finnst að alls ekki megi standa í veginum fyrir því að maðurinn fái leigt t.d. til 25 ára í senn endurnýjanlegt eftir aðstæðum, fyrir þetta hótel (?) og golfvöll (?) - og skilyrði í bak og fyrir til að tryggja að lævísi kínverskra nái ekki markmiði sínu.

Eins finnst mér, að einskaklingar frá löndum /eða lönd sem vilja ekki selja útlendingum jarðir og landgæði, fái heldur ekki að kaupa lönd og jarðir með augljósum landgæðum. Eða, semsagt...læðast inn bakdyramegin á lygaforsendum og með íslenska landráðamenn og talsmenn, með í spilum eins og í þessu tilviki.

Már Elíson, 16.11.2011 kl. 12:09

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það hljóta allir vitibornir menn að sjá að að þarna kemur aldrei golfvöllur. Kannski í mesta lagi púttvöllur ef það kæmi Hótel, sem ég efast stórlega um, Það hlítur að vera hægt að láta hann hafa lóð undir það, en landið myndi ég aldrei selja honum fengi ég einhverju ráðið. Þó að okkur þjóðinna vanti skotsilfur, þá finnst mér að við verðum að reina að halda í landið okkar!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2011 kl. 16:54

5 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Það gleður mig að sjá alla þessa sem skrifa í athugasemdadálkinn. Rök þeirra eru nægjanleg til að menn sjái í gegnum málefnið.

Enginn (eða fáir) vilja leggja nafn sitt við þá ákvörðun að selja landið til Kína.

Ekki megum við kaupa land í Kína.

Af hverju skildum við vilja selja Ísland, þó að við séum í mikilli þörf fyrir fjármagn.

Ekki selur maður heiður sinn og land fyrir baunadisk.

Enginn maður er svo langt leiddur - eða hvað?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 16.11.2011 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband