Ekki meir, ekki meir

Það eru allir að blogga nema ég. Það er ekki hægt og því byrja ég núna. Það er svosem ekkert fastákveðið með hvað á að blogga um - nema að ég er staðráðinn í að taka ekki þátt í þessu endalausa og eilífa röfli og þrasi sem stundum einkennir samfélagið. Það er til dæmis ekki kreppa í landinu og veðrið er yfirleitt betra en það var áður.

Sjálfur er ég hamingjusamur og ánægður með lífið. Börnin mín eru öll á landinu og hafa það gott. Hundarnir, sem til skamms tíma voru einu barnabörnin sem ég hélt að almættið myndi gefa mér, eru glaðir og barnabarnið hún Salka stækkar og dafnar. Það eru framkvæmdir í garðinum hjá mér og nú á ég sultu af ýmsum gerðum fram á vor. 

Hér eru hlý hús, gott vatn að drekka og alltaf nóg vatn til að baða sig upp úr.  Matur kostar auðvitað allt of mikið en hráefni er gott.

Hvað er hægt að hafa það betra?

Ég var ákveðinn í að opna ekki fyrir athugasemdir péturs & páls, enda hefur mér sýnst að alls konar nafnleysingar noti svona vettvang til að ausa skít yfir nafngreint fólk - en nú hefur mér verið sagt að allir verði að hafa leyfi til að tjá sig. Gott og vel, sjáum hvernig til tekst. 


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband