Skornar úr snörunni

Það var gott hjá Ásmundi Stefánssyni að leggja fram miðlunartillögu sína í deilu ljósmæðra og ríkisins - deilan var komin í óleysanlegan hnút. Ljósmæður geta vafalaust sjálfum sér kennt - það getur aldrei verið vænleg leið til árangurs að setja fram ítrustu kröfur og neita að hvika frá þeim. Það býður ekki upp á samningaviðræður - sem hljóta, eðli málsins samkvæmt, að ganga út á að báðir deiluaðilar hnika til sínum kröfum. Það er ekki þar með sagt að kröfur ljósmæðra hafi verið ósanngjarnar, það voru þær vísast ekki. En samningaaðferðin var ósanngjörn og gat ekki leitt til þess árangurs sem þær áttu skilið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er leiðinlegt hvað þú ert jákvæður,veistu ekki að það er kreppa á Íslandi og beinlínis skylda að vera neikvæður

Erlingur hólm Vald (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband