Ég er ekki að ljúga þessu!

Einhver undarlegasta saga síðustu vikna er af hlutabréfakaupum Birnu Einarsdóttur bankastjóra í Glitni. Ef ég hef skilið þetta rétt - svo gáttaður sem ég er - þá ákvað Birna að kaupa hlutabréf í Glitni fyrir 190 milljónir króna. Kaupin gengu að vísu aldrei í gegn vegna einhverrar handvammar og því er Birna að vonum ánægð í dag.

En það furðulega er að hún átti aldrei að borga krónu fyrir þessi bréf! Það átti að taka kaupverðið af arðinum sem bréfin áttu að skila! Og nú verð ég að segja eins og Dave Barry: I'm not making this up.

Fróðir menn sem fylgdust með uppa- og verðbréfasukkinu hér á síðustu árum (þegar ég var sjálfur blessunarlega fjarri góðu gamni) segja að þetta hafi ekki verið einsdæmi: svona hafi kaupin gerst á banka- og verðbréfaeyrinni. 

Einkavinavæðing? Ég þekki engan sem fékk svona tilboð frá bönkum eða öðrum 'stórfyrirtækjum' á þessum tíma, og var þó ýmislegt í boði. Það er ekki skrítið, miðað við þetta dæmi, að þetta lið hafi verið glaðbeitt þegar svona var farið að. Birna hefur ábyggilega ekki verið ein um að fá svona díl - en hún er kannski ein af fáum sem var svo lánsöm að pappírsvinnan týndist einhvers staðar í veislugleðinni. 

En hvað? Hver borgaði þá? Það skyldi þó ekki hafa verið að þeir sem þurftu raunverulega að borga hlutabréfin sín, sem áttu að vera trygging til efri áranna eða námskostnaðar barna, hafi átt að borga bréfin fyrir Birnu? Þegar kom að þeim klikkaði ekkert í pappírsferlunum í bankanum, þeir voru rukkaðir skilmerkilega. 

Ert'ekk''djóka!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, og þar fór goðsögnin um heiðarlegu og óspilltu konurnar líka veg allrar veraldar!!!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband