Ef þeir skilja þetta ekki...

Á þessum tímum er mikilvægara en flest annað að hafa aðgang að upplýsingum - og þar með að það fólk sem hefur vinnu af því að afla upplýsinga og framreiða þær á auðskiljanlegan máta sé starfi sínu vaxið.

Það eru nýjustu fréttir af 365 sem eru kveikjan að þessari hugleiðingu. Þar hefur verið gefin út sú dagskipun að nú eigi að losna við þá fréttamenn sem lengstan starfsaldur hafa og eru því sjálfsagt á hæstu laununum og með mest áunnin réttindi. Heimir Már Pétursson, einn örfárra kjölfestumanna fréttastofu Stöðvar 2, hefur fengið pokann sinn og útlit er fyrir að fleiri af þeim kaliber eigi eftir að fylgja í kjölfarið.

Þetta er náttúrlega vitlausasta aðferð sem hugsast getur. Þegar svo er komið í samfélaginu sem nú er, skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að fréttamiðlar hafi í sinni þjónustu fólk sem veit að mannkynssagan hófst löngu fyrir árið 2001.  Nú ríður á að hafa þar fólk sem skilur samhengi hlutanna og getur útskýrt fyrir almenningi heima í stofu hvers vegna þetta gerist eða hitt og hvaða þýðingu það hefur í hinu stóra samhengi hlutanna. Ef forráðamenn fyrirtækisins skilja þetta ekki, þá ættu þeir að fá sér aðra vinnu. 

Það er enn ekki of seint fyrir Stöð 2 að sjá að sér. 

Og svo auðvitað þetta: Burt með spillingarliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband