Obama: best að spyrja að leikslokum

Auðvitað eru það merk tímamót þegar Bandaríkjamenn kjósa sér hálfblakkan mann fyrir forseta og þeim til sóma. Það er ekki hægt annað en að fagna því að Obama hafi sigrað - þótt ekki væri nema vegna þess að Bush og allt hans hyski er guðsblessunarlega á förum og von er til að vinir okkar í vestri fari að haga sér eins og siðmenntað fólk gagnvart öðrum þjóðum.

En það er hinsvegar fátt, enn sem komið er, sem bendir til þess að Barrack Obama muni gera stórkostlegar breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann talar eins og hver annar amerískur pólitíkus um þau mál: Jerúsalem skal vera óskipt höfuðborg Ísraelsríkis, Íranar eru dólgar og svo framvegis.

Það má hinsvegar gera sér ágætar vonir um að hann ráðist ekki óforvarandis inn í lönd af því að stjórnendur þar fara í taugarnar á honum...en þó mun best að spyrja að leikslokum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband