Stöð 2 gekk fram af brúninni

Ég var svo lánsamur að búa í útlöndum á meðan veislan var haldin hér á Hóli. En ég fylgist með í gegnum fjölmiðla og svo fréttir frá ættingjum, vinum og kunningjum. Ég skildi aldrei hvað stóð á bak við þessa skyndilegu auðsæld á Íslandi enda var ekki að sjá að framleiðslan hefði aukist sem öllu þessu nam.

En það var augljóst af fjölmiðlum að þetta var allt rosalega fínt og gott og að þeir sem ekki voru ríkir voru pakk sem ekki tók að eyða orðum eða prentsvertu í. Það var því rétt sem kom fram á borgarafundinum á Nasa í gærkvöld að fjölmiðlarnir brugðust (og sumir eru enn að því; kannski meira um það síðar) og voru óheyrilega sjálfhverfir og meðvirkir.

Stöð 2 sagði frá þessu sjónarmiði í fréttum í kvöld. En svo gekk fréttastofa Stöðvar 2 beint fram af brúninni: næsta frétt var í gamla upphafða dýrlingastílnum. Sindri Sindrason fjallaði þar um Actavis sem er lent í vondum málum vestur í New Jersey fyrir að hafa framleitt lyf sem einhver óværa fannst í. Það virtist engu máli skipta í þessari umfjöllun að bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefði sett Actavis í New Jersey út af sakramentinu, öll áherslan var lögð á að Actavis væri beitt órétti og fengi ekki að framleiða sín lyf á sínum mikilvægasta markaði. Sem sagt: enginn lærdómur dreginn af fortíðinni.

Og að auki ætti Sindri Sindrason vitaskuld aldrei að fá að koma nálægt fréttum af Actavis vegna fjölskyldutengsla við það fyrirtæki, og skiptir þá engu hvort þau tengsl eru gömul eða ný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband