Þurfti ekki innherja til

Ekki var ég innherji þegar ég seldi þau fáu hlutabréf sem ég hafði önglað saman á löngum tíma. Mér fannst bara augljóst að hlutabréfamarkaðurinn hér væri meira en lítið vafasamur og að hann gæti ekki átt sér farsæla framtíð. Stórkostleg hækkun á verðgildi fyrirtækja sem flutu í bólu gat ekki verið eðlileg. Þess vegna seldi ég og losaði mig út úr þessari svikamyllu allri.

Þetta var fyrir meira en ári síðan. Á hverjum degi eftir það sannfærðist ég betur og betur um að þetta hefði verið rétt ákvörðun. Í september á þessu ári var það aðeins meðvitundarlaust fólk, eða fólk í sjúklegri meðvirkni, sem ekki sá hvert stefndi (þótt engan, og síst af öllu mig, hafi grunað að hrunið yrði svona svakalegt).

Ég veit ekkert um Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra annað en að Bragi bróðir hans var með mér í bekk í barnaskóla og er alltaf skemmtilegur. En Baldur þurfti ekki að vera innherji til að sjá að það var óðs manns æði að eiga áfram hlutabréf í íslenskum útrásarbönkum. 

Hitt er svo annað, að það væri alveg eftir öðru að gera hann að aðal sökudólginum í svikamyllunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband