Hvað dvelur orminn langa?

Menn þreytast ekki á því þessa dagana að segja að allt skuli vera uppá borðinu. Allt, sama hvaða nafni það nefnist.

En skyldu allir meina þetta? Hvað varð til dæmis um niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera meðal aðildarfélaga sinna í byrjun þessa mánaðar þar sem m.a. var spurt um afstöðu til Evrópusambandsins og fleiri hluta? Einhver aðildarfélaganna voru súr út af könnuninni og töldu spurningar rangar eða ósanngjarnar. Útgerðin var fúl af því að hún er á móti ESB og einhverjir fóru að tala um klofning í röðum atvinnurekenda.

En svo heyrist ekkert meira. Hví hafa þessar niðurstöður ekki verið birtar? Hvaða niðurstöður eru það sem Samtök atvinnulífsins eru ósátt - eða hrædd - við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband