Annar farinn, hinn eftir

Ţađ er ástćđa til ađ óska Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur til hamingju međ úrslitin í stjórnarkjörinu og óska nýja formanninum velfarnađar. Ţađ er gott ađ félagsmenn fylktu liđi um ađ hreinsa til í ţessu félagi sem hefur of lengi lotiđ rangri stjórn. Gunnar Páll hefđi átt ađ ţekkja sinn vitjunartíma og fara međ góđu í stađ ţess ađ láta kasta sér í burtu.

Ég er ađ vísu ekki í VR - en ég er í Lífeyrissjóđi VR. Og nú er nćst ađ hreinsa til ţar. Ţađ er auđvitađ gjörsamlega út úr kortinu ađ forstjóri sjóđsins sé međ 30 milljónir á ári í laun og aki um á Cadillac í eigu sjóđfélaga. Hvađ vćri ađ ţví ađ hafa 500 ţúsund á mánuđi og aka um á Volkswagen Polo?

Fyrst forstjóri Lífeyrissjóđs VR skilur ţađ ekki sjálfur, er rétt ađ sjóđfélagar taki af honum ómakiđ og losi sig viđ hann eins fljótt og verđa má.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ráđning Kristins er einkar ánćgjulegt og mikilvćgt ađ spilin voru stokkuđ upp á nýtt.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Sigurđur Rúnar Magnússon

Ég óska VR fólki til hamingju.  Nú er hitt stóra félagiđ eftir.  Efling stéttarfélag.

Sigurđur Rúnar Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:19

3 identicon

Ég tek undir ţetta og óska nýjum formanni, stjórn og VR-félögum innilega til hamingju. Ţađ er víđa veriđ ađ moka skít út úr rotnum stofnunum núna sem betur fer. Af öllum stofnunum á Íslandi sýnist mér Fjármálaeftirlitiđ hafa veriđ einna rotnast undir stjórn Jónasar Friđriks og ţađ ţarf virkilega ađ rannsaka stjórnunarstíl hans, hvort ađ hann hafi veriđ handbendi bankaeigenda ?  

Stefán (IP-tala skráđ) 12.3.2009 kl. 10:19

4 Smámynd: corvus corax

Ţađ er ekkert skrítiđ ađ Fjármálaeftirlitiđ hafi veriđ rotiđ undir stjórn Jónasar Friđriks ţví sjaldan fellur epliđ langt frá eikinni (eins og Newton fékk svo eftirminnilega ađ reyna hérna um áriđ). Er ekki ţessi gapuxi Jónas sonur Jóns Magnússonar sem tróđ sér inn í Frjálslynda flokkinn og hleypti ţar öllu í bál og brand, var valdur ađ sífelldum ófriđi innan flokksins og hćtti síđan í flokknum af ţví ađ ţađ var svo lítill friđur ţar. Lítill friđur í flokknum af ţví ađ Jón Magnússon var sjálfur valdur ađ öllum ófriđi í ţeim flokki. "Sért er nú hvert fífliđ" eins og kellíngin sagđi.

corvus corax, 12.3.2009 kl. 10:50

5 Smámynd: Marta smarta

Rétt hjá ţér Ómar og láta svo hendur standa fram úr ermum. 

Hvar eigum viđ ađ byrja ?  Spyr ein sem vill breytingar en kann ekki á kerfiđ. 

Marta smarta, 13.3.2009 kl. 00:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband