Nóg komiđ af fýluţrasi

Ég hef veriđ ađ furđa mig á málţófi Sjálfstćđismanna í ţinginu undanfarna daga og er orđinn sannfćrđur um ađ atgangur ţeirra er alvarlega misráđinn. Hreint ekki til ađ efla álit Flokksins.

Um tíma var ég farinn ađ halda ađ ég hefđi misst af einhverju – ađ ţeir vćru ađ rćđa einhverjar svo stórkostlegar breytingar á stjórnarskrá og stjórnskipan landsins, ađ um líf eđa dauđa vćri ađ tefla. Svo er ţó ekki, eins og ég sá ţegar ég skođađi skjöl í málinu á vef Alţingis.

Stjórnarfrumvarpiđ sem veldur öllu ţessu harđlífi er í fjórum liđum: ađ náttúruauđlindir séu ţjóđareign; ađ ţjóđaratkvćđagreiđslu ţurfi um stjórnarskrárbreytingar; ađ hćgt sé ađ vísa stórmálum til ţjóđaratkvćđis; og loks ađ kalla skuli saman sérstakt stjórnlagaţing (bráđabirgđaákvćđi).

Ţetta er nú allt og sumt! Hver getur veriđ á móti ţessu? Hvađ er ađ ţessum augljósu og sjálfsögđu umbótum?

Jú, ţađ virđist vera ţetta međ stjórnlagaţingiđ.

Flokkurinn má nefnilega ekki heyra á ţađ minnst, enda hlutverk Alţingis ađ setja ţjóđinni stjórnarskrá.

Ah, vandinn er sá, kćri Flokkur, ađ ţingiđ hefur trekk í trekk heykst á ađ gera ţađ. Ţess vegna er ţađ rétt hjá Jóhönnu forsćtis, ađ ţađ ţarf ađ taka ţennan kaleik frá stjórnmálaflokkunum og fćra hann ţjóđinni. Enda er fullreynt ađ flokkunum er ekki treystandi til ţess.

Sjálfstćđismenn ćttu ađ sjálfsögđu ađ hegđa sér í samrćmi viđ aldur sinn og menntun, hćtta ţessu fýluţrasi og afgreiđa máliđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll Ómar. Allir umsagnarađilar um tillögurnar um stjórnarskrárbreytingarnar voru á móti ţeim - tveir undanskildir.

Hvađ höfum viđ auk ţess ađ gera međ tvö Alţingi?

Stjórnlagaţing kostar rúma tvo milljađar króna á ári. Höfum viđ efni á slíkum munađi? Látum ţessa ţingmenn vinna fyrir laununum sínum og halda áfram ađ vinna ađ stjórnarskránni međ öđrum málum. Ţađ kostar okkur ekkert aukalega.

Hvađ munar okkur auk ţess um ađ hinkra međ breytingar sem lögspekingar telja illa grundađar. Hvađ liggur svo mikiđ á ađ ţađ sé verjandi ađ taka svona hrákasmíđi fram fyrir atvinnumál og efnhagsmál á Alţingi Íslendinga?

Nú eru 18.000 manns á atvinnuleysisskrá og stýrivextir hvorki meira né minna en 15,5%. Vćri ekki nćr ađ rćđa lausnir á ţessum málum?

Annars ţekkjum viđ báđir ungan mann sem er ađ lćra lög og gćti haft einhverja skođun á ţessum lagaspekúlasjónum ţó hann sé nú ekki kominn langt í frćđunum ;-)

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 8.4.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Helga

Mér finnst nú mesta móđgunin af hinu háa Alţingi okkar Íslendinga ađ Ríkisstjórnin sem er minnihlutastjórn međ atvinnuleyfi út á ţađ ađ bjarga heimilum.....  Skuli  finna sér öll möguleg og ómöguleg önnur mál ađ fjalla um........  Getur ekki tekiđ á vanda heimilanna!

Helga , 8.4.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Einu gleymdi ég - ađ vísa á umsagnirnar sem hafa borist. Ţćr eru fróđleg lesning og er ađ finna hér: http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=136&mnr=385

Og svo getur mađur kannski spurt sig hvort ţessi listi yfir 'umsagnarađila' sé endilega sá rétti - eđa hvort kannski vanti ţarna eitthvađ inn í:

1.       Alcan á Íslandi hf

2.       Alcoa á Íslandi ehf

3.       Alcoa Fjarđaál sf

4.       Alţýđusamband Íslands

5.       Bandalag háskólamanna

6.       Bandalag starfsmanna ríkis og bćja

7.       Biskup Íslands

8.       Biskupsstofa

9.       Bćndasamtök Íslands

10.   Félag íslenskra náttúrufrćđinga

11.   Félag umhverfisfrćđinga

12.   Háskóli Íslands Lagadeild

13.   Háskólinn á Akureyri Lagadeild

14.   Háskólinn á Bifröst lögfrćđideild

15.   Háskólinn í Reykjavík Auđlindaréttarstofnun

16.   Háskólinn í Reykjavík Lagadeild

17.   Hitaveita Selfoss/Selfossveitur bs

18.   Landbúnađarháskóli Íslands

19.   Landgrćđsla ríkisins

20.   Landssamband fiskeldisstöđva

21.   Landssamband íslenskra útvegsmanna

22.   Landssamband smábátaeigenda

23.   Landssamtök skógareigenda

24.   Landsvirkjun

25.   Landvernd

26.   Lögfrćđingafélag Íslands

27.   Lögmannafélag Íslands

28.   Náttúrufrćđistofnun Íslands

29.   Náttúruverndarsamtök Íslands

30.   Neytendasamtökin

31.   Norđurál hf

32.   Norđurorka

33.   Orkustofnun

34.   Orkuveita Reykjavíkur

35.   Prestafélag Íslands

36.   Rannsóknarstofnun um samfélags- og efnhagsmál

37.   Reykjavíkur Akademían

38.   Samband íslenskra sveitarfélaga

39.   Samorka, samtök orku- og veitufyrirtćkja

40.   Samtök atvinnulífsins

41.   Samtök eigenda sjávarjarđa

42.   Samtök fiskvinnslustöđva

43.   Samtök iđnađarins

44.   Sjómannasamband Íslands

45.   Skipulagsstofnun

46.   Starfsgreinasamband Íslands

47.   Umhverfisráđuneytiđ

48.   Umhverfisstofnun

49.   Útvegsbćndafélag Vestmannaeyja

50.   Veđurstofa Íslands

51. Viđskiptaráđ Íslands

 

Ómar Valdimarsson, 9.4.2009 kl. 01:02

4 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer ađ líđa ađ ţví ađ framhaldssagan um Grínarann góđa og Geira harđa byrji, Geiri sjálfur ćtlar ađ hilma yfir alla félagana í Sjálfstćđis mafíunni, ţađ er eiginlega kominn tími til ađ steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viđlođandi ţessa mafíu síđustu árin eđa frá 17 Júní 1944 og ţangađ til nú hafa, ţađ eru fleiri međ í skírlífis veislunni, oj hvađ ţetta getur orđiđ ljótt allt saman, Geiri karlinn harđi vill ađ viđ trúum ţví ađ allar ţessar milljónir hafi veriđ án vitundar og ábyrgđar annara í flokknum, ţvílíkur jaxl Geiri harđi er, (enda frćndi minn) :) svo les mađur svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augađ :)  ţađ eru svo mörg glćpaferli í gangi á Ísalandi, ţađ kemur ađ ţví karlinn :)

Ćl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:04

5 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Ómar, viđ erum ekki sammála um ţetta.  Bentu mér á afgerandi og ótvírćđ rök sem styđja ţá kenningu ađ stađa ţjóđarbúsins sé vegna galla stjórnarskrárinnar!  Takist ţér ţađ, skal ég endurskođa afstöđu mína til ţessa stjórnlagaţings.  Ég tel ađ hlutverk stjórnmálamanna ţessa dagana sé ađ einbeita sér ađ lausnum ađsteđjandi vanda fólks og fyrirtćkja landsins.

Helgi Kr. Sigmundsson, 9.4.2009 kl. 02:27

6 Smámynd: Adda Ţorbjörg Sigurjónsdóttir

Ţađ fer um mig ađ sjá Sjálfstćđisflokkinn í málţófi. Mér finnst ţetta fyrir neđan virđingu hans. Viđ höfum árum saman hneikslast á ţví ţegar VG hertekur alţingi og tefur mál sem mikill meirihluti er fyrir.

Ég er sammála ţví ađ ţetta eru afleyt vinnubrögđ ríkisstjórnarinnar og frumvarđiđ er meingallađ en meirihluti er fyrir ţví á ţingi og sjálfstćđismenn hafa komiđ sínum skođunum á framfćri. Mörgum sinnum og oft. Almenningur sem fylgist međ gćti litiđ svo á ađ viđ séum á móti auknu lýđrćđi sem er alrangt.

 Fólk vill bara fá tiltekt, aukiđ lýđrćđi og nýja mynt til ţess ađ losna viđ verđtrygginguna, verđbólguna, gjaldmiđilshöftin og lćkkun skulda.

Hversvegna er alţingi ekki ađ leyta leiđa til ađ veita fólki ţađ sem ţađ ţarf núna?

Adda Ţorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.4.2009 kl. 07:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband