Ómerkilegur hagsmunagæslulýður

Ef ég væri betur að mér um þingsköp Alþingis myndi ég kannski skilja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn gat haldið þinginu í stjórnlagagíslingunni dögum saman - og fá svo málið blásið út af borðinu. Hvers vegna gat ekki stjórn með tryggan meirihluta komið þessu lengra? Er ekki eitthvað athugavert við svona fundasköp?

Hvað gefur minnihluta á þingi - sem nú um stundir hefur í mesta lagi fjórðungs fylgi með þjóðinni - heimild til að gefa manni langt nef og segja manni að éta það sem úti frýs? En ég er ekki vel að mér um þingsköpin og verð því að láta mér nægja að vera ergilegur og hneykslaður yfir þessum málalyktum.

Ég hef verið fylgjandi hugmyndum um stjórnlagaþing og persónukjör af þeirri einföldu ástæðu að ég treysti ekki flokkunum. Atburðir undanfarinna daga hafa síður en svo breytt þessari afstöðu minni.  Það er að vísu margt ágætt fólk á þingi - en innanum er samansúrraður og ómerkilegur hagsmunagæslulýður sem á ekki skilið að fá kosningu til eins né neins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Sæll Ómar og takk fyrir allt það starf sem þú hefur unnið í þágu þjóðanna.

Ég vil samt minna á að stjórnin hafði ekki ,,tryggan" meirihluta, því framsókn gaf eftir og þá var málið í höfn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ótrúleg saga sem nú á sér stað í okkar landi og minnir kannski meira á Afríku, en að framsókn skyldi ,,bakka" á síðustu stundu er með ólíkindum, því VG, Samfylkingin og Frjálslyndir ætluðu að láta reyna á þetta allt fram að kosningadegi.

Ég veit hins vegar að ,,forseti Alþingis" hefði getað beitt valdi sínu og bannað umræður um málið, en það væri varla lýðræðislegt.

Ég vona hins vegar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að vita hvað þjóðinni finnst um þetta mál, nú þegar hún fær að tjá sig.

Lýðræði er og verður hugtak sem er erfitt að framkvæma og koma til skila í verki.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 17.4.2009 kl. 22:03

2 identicon

Menn eru mikið að velta þessu fyrir sér. Hvað er nú á seyði ? Skildi málið vera svart og hvítt eða einhverstaðar þar á milli ? Er þetta virkilega svo einfalt - að Framsókn hafi dregið í land og því hafi farið sem fór. Ég held nú ekki.

Málþófið á alþingi er ein birtingarmynd óreiðunnar hér á landi - og sjónarspilsins.  Og getum við ekki einmitt ályktað að það undirliggjandi skipulag sem er nú á alþingi bjóði upp á málþóf og að umrædd réttlætismál séu kæfð nánast í fæðingu. 

Mér skilst nú að þetta "verklag" sé ekki nýtt af nálinni og aðrir flokkar - ekki bara  FLokkurinn margumræddi, séu einnig sekir um það. 

Og hvað segir það okkur ?

Getur verið að hér sé um þegjandi samkomulag að ræða ? Eitthvað sem hugnast þegar leikendur á sviðinu þurfa að "takast" á - á einu sviðinu (af mörgum) í leikhúsi fáránleikans ? Vantar kanski eitthvað upp á einlægnina og festuna ? Skyldi það vera möguleiki - smá möguleiki ?

Vilja atvinnu-stjórnmálamenn nánast í "áskrift" að stólum sínum gefa með fúsum og frjálsum vilja - valdið frá sér ?  Ég tel það nú ekki vera miðað við þann ofsa sem allt of margir sýna og sumir að auki ólýsanlega stjórnsemi og hroka (sé smellt hér á að hlusta í ca 2 mínútur og 25 sek. til að fatta hvað ég á við). Kveðja

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í allnokkur skipti hafa lög verið afgreidd á Alþingi sem ekki hafa verið hugsuð til hlítar. Oftast nær eru þessi lög samþykkt í flýti til þess að leysa einhver dægurmál sem upp koma.  Nýlega voru þannig samþykkt lög um refsingar barna og unglinga sem orka svo ekki sé meira sagt mjög tímælis.

Breytingar á stjórnarskrá er mun stærra mál. Í nágrannalöndum okkar hefur stjórnarskrá ekki breytt nema á marga áratugafresti. Nú er ég ekki að segja að ekki megi breyta stjórnarskránni, og eftir þeim upplýsingum sem ég hef var síðasta nefnd sem fjallaði um það mál langt komin með tillögur um breytingar, sem hefðu getað legið fyrir n.k. haust. Breytingar á stjórnarskrá í flyti fyrir þessar kosningar án þess að um þær sé sátt eru mjög óskynsamlegar og algjörlega úr takti við það sem hefð er fyrir.

Í þeim átökum sem hafa orðið eftir bankahrun, hefur verið rætt um ofríki meirihlutans á Alþingi. Um að lýðræði skorti, þar sem áhrif minnihlutans er virt að vettugi. Það er einnig rætt um óeðlilegt ráðherravald. Það er alveg hægt að taka undir þetta. Breytt vinnubrögð byggjast þá væntanlega á því að unnið er bæði með meirihluta og minnihluta. Eitt af þeim tækjum sem minnihlutinn hefur er málþóf. Þetta hafa fulltrúar núverandi meirihluta þau Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir nýtt sér óspart í gegnum tíðina. Það er því mjög áhugavert að sjá hvernig þau bregðast við þegar þau eru komin í ráðherrastólanna og aðrir beita þessu sama vopni í minnihluta. Þá hverfur umburðarlyndið.

Lýðræðið getur stundum verið erfitt og þunglamalegt, en það er þó skásta fyrirkomulegið sem við þekkjum.

Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæll Ómar!

Ég vard ad finnna út hvenær vid urdum bloggvinir og skrifa tér tess vegna...Ekki vegna tessad tad henti mér ekki  sei,sei nei,heldur tad ad ég man hreinlega ekki ad vid höfum spurt hvort annad...Skrítid og ekki skrítid. hehe.Ég er nú svo lítid hérna inni ordid.

En velkominn í hóp minna bloggvina.Hlakka bara til ad fylgjast med tér.

Kvedja frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 19.4.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Sæl Guðrún,

Ég kem af fjöllum! Ég hef engan beðið um að verða minn bloggvin, en samþykkt alla sem hafa leitað eftir bloggvináttu minni.  Skil að vísu ekki alveg út á hvað þetta vinakerfi gengur en læt það ekki halda fyrir mér vöku. Og ef við erum orðnir vinir - fyrir tilviljun eða fyrir tilstilli yfirnáttúrulegra afla - þá skulum við bara vera það áfram! Kveðja í hyggestuen...

Ómar Valdimarsson, 19.4.2009 kl. 20:57

6 identicon

Datt óvart hingað inn eins og gerist til að kíkja á umræðuna - sammála sumum og ekki öðrum eins og gengur. En svo hrökk ég við þegar ég las í ummælum Sigurðar hér að ofan að hann taldi nýju lögin um refsingar barna "orka mjög tvímælis". Hvað á hann við? Er virkilega til fólk á okkar tímum sem þykir réttlætanlegt að börn séu beitt líkamlegum og/eða andlegum refsingum? Lögin gömlu voru eins og hvert annað nátttröll sem hafði dagað uppi frá fyrri tíð og það þurfti því miður að koma fram dómsmál sem sýndi að þau voru úr takti við nútíma hugsunarhátt. En nú hefur það verið leiðrétt og það er skýrt að valdníðsla gagnvart börnum er nú ólöglegt athæfi fyrir utan að vera siðlaust. Finnst Sigurði eitthvað annað?

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ég man eftir að hafa verið einu sinni rassskelltur. Það hefur sjálfsagt verið fyrir óþekkt. Ekki held ég að það hafi valdið mér neinum varanlegum vandræðum (eftir að ég var hættur að grenja) og ég elskaði pabba minn jafn mikið alla hans ævidaga.

En auðvitað er það rétt hjá Ragnheiði, að það á ekki að vera leyfilegt að lúskra á börnum. Eða nokkrum yfirleitt.

Ég er hinsvegar kominn að þeirri niðurstöðu að stundum sé ofbeldi eina leiðin - þótt alls ekki megi skilja mig svo að ég vilji beita börn ofbeldi. En hvernig átti til dæmis að stöðva þjóðarmorðin í Kambódíu og Rúanda ef ekki með valdi? Eða Hitler? Og hvaða aðra leið sjá menn í Darfúr? 

Ómar Valdimarsson, 20.4.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband