Lopi og slátur

Þetta sá ég á Moggavefnum í kvöld:

"Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2, að Vinstrihreyfingin-grænt framboð leggðist gegn olíuleit á Drekasvæðinu svonefnda enda sé olíuvinnsla í andstöðu við stefnu flokksins."

Þá veit maður það.  Nú er það bara lopi og sláturgerð á 'nýja Íslandi'...eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég skil ekki í að Kolbrún vilji ekki nýta möguleg tækifæri til að bæta hag landsins.

Hilmar Gunnlaugsson, 22.4.2009 kl. 23:08

2 identicon

Er ekki olíuleit soldið "lopi og slátur"? Endurnýjanlegir orkugjafar og allt það. Að auki snýst allt um að bjarga fyrirtækjunum og heimilinum núna. Ekki eftir 10-20 ár.

Að auki fjarlægur draumur, árangur eftir 10 ár, í fyrsta lagi. Eitthvað sem fólk á ekki að vera hengja einhverja vonir á núna. Þú borðar ekki fötu af olíu úr drekasvæðinu á morgun. Slátrið kæmi að góðum notum. Lopinn líka ef rafmagnið verður svo tekið af.

Það er nefnilega búið að lofa öllu rafmagni landsins í tvö óbyggð álver. Kæmi mér ekki á óvart að loforðið sé verð undir kostnaðarverði og mismunurinn kemur úr buddunni okkar.

baldvin (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Vinstri Grænir hafa slegið fullyrðingu Kolbrúnar umhverfis út af borðinu með tilkynningu í kvöld. Mogginn birtir þetta úr tilkynningunni:

„Þingmenn Vinstri grænna studdu málið á Alþingi 2001 og sátu hjá ásamt Samfylkingunni við breytingar á lögunum 2007 og aftur fyrir jól 2008, vegna breytinga á skipulagslögum og mengunarvarnarreglugerð. Vinstri græn hafa að sjálfsögðu sett alla fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunarvarnir við mögulega olíuleit og olíuvinnslu eins og í öllum öðrum málum, en þingmenn flokksins hafa stutt hugmyndir um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á norðanverðum Austfjörðum."

Það gat ekki annað verið! Og auðvitað eru settir fyrirvarar um umhverfisáhrif og mengunarvarnir. Nema hvað?!

Ómar Valdimarsson, 23.4.2009 kl. 00:23

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ Kolla hefur aldrei haft neitt erindi þarna uppi í þingheimi.  Skil eiginlega ekkert í því hvað hún hefur hangið inni lengi. 

Ef ég gæti kosið þá færi mitt athkvæði til O-sins og veistu íhaldið sjálft hér á heimilinu kæmi jafnvel til að skipta um skoðun eftir öll þessi ár.  Sko batnandi mönnum er best að lifa.

HLÝJAR SUMARKVEÐJUR INN Í ÞITT HÚS ÓMAR MINN BERAST HÉÐAN MEÐ SUNNANVINDINUM FRÁ OKKUR HÉR AÐ STJÖRNUSTEINI.     

Ía Jóhannsdóttir, 23.4.2009 kl. 06:31

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hún er svekkt og á leiðinni út. Smá hefnd í lokin getur verið hressandi

Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 15:53

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðlindir eru forðabúr mannkynsins. Auðlindir eru ekki óþrjótandi og engin hyggin húsmóðir lætur það nægja að ræna eigð búr. Ekkert er smáum samfélögum eins og Íslandi háskalegra en úrræði stórra efnahagslausna. Núna þurfum við Íslendingar að líða fyrir það að lopinn og lundabaggarnir voru taldar lausnir fortíðarinnar og ekki til annars nýtilegt en sem skopþættir á árshátíðum.

Sá broslegi kjánaskapur sem við tömdum okkur í upphafi aldarinnar er orðin að þjáningu heillar kynslóðar og rúmlega það. Nú sýnist mér að nýtt gildismat sé ekki í sjónmáli hjá fólki. Nú ætlar þjóðin tvíefld í nýjan leiðangur inn á álfur stórra lausna og nú má sko engan tíma missa.  

Kolbrún Halldórsdóttir er vissulega íhaldssamari en mörgum hugnast þegar kemur að verndun landsins og hreinni náttúru. En hún er nauðsynlegt mótvægi gegn hömlulausri græðgi og þeirri pólitík sem stærstur hluti alþjóðasamfélagsins er búinn að fá nóg af. Það er sú inngróna vanmetakennd okkar sem birtist í rembingi og stórum áætlunum sem ætlar að verða okkur dýrkypt. Við skiljum þetta ekki sjálf og reynum að hanga á henni eins og hundur á roði.

Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 17:26

7 identicon

Þetta var misskilningur:  http://baggalutur.is/index.php?id=4546

Soffía (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband