Hreðjatak

Ég held að það sé alveg rétt hjá Ögmundi Jónassyni að við höfum ekki fulla stjórn á okkar efnahagsmálum - og að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi talsvert með þau að gera.

En það er fullkomlega eðlilegt. Á meðan maður er að drukkna í skuldum, þá hefur maður ekki stjórn á sínum efnahagsmálum; lánadrottnarnir hafa á manni hreðjatak. Það gildir þá einu hvort maður er húsfaðir í Kópavogi, sem skuldar 30 milljónir, eða ríkissjóður sem skuldar þrjú þúsund milljónir.

Fullkomið efnahagslegt sjálfstæði felst í því að ráða sjálfur hvernig maður fer með fjármuni sína. Til þess þarf maður að eiga meira en maður skuldar - og helst gott betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

innilega sammála þér Ómar.

Jóhannes Guðnason, 10.5.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Ekki skánar það ef maður er að viðurkenna að maður beri ábyrgð á skuldum sem maður ber ekki ábyrgð á.

Hvernig er það er það ekki aðstoðarmaður forsætisráðherra sem er einn af þeim sem kann að fá "bailout" eða tók ORG ekki á ríkið skuldir af einhverri auglýsinga- eða almannatengslastofu sem hann átti eða rak í kringum 1990?

Einar Þór Strand, 10.5.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Skúli Einarsson

Ég átti eitt sinn góðan vin

góðan vin átti ég

sá hinn sami var Bleikur fíll

á stærð við Geirfugla sker.

Ég er hjartanlega sammála þér um fullkomið efnahagslegt sjálfstæði,

gamli vinur, gangi þér allt í haginn, við sjáumst síðar.

Skúli Einarsson, 11.5.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband