Leyniskjölin eru hér

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sett lögbann á Ríkisútvarpið og bannað því að birta upplýsingar af Wikileak um lánsfyrirgreiðslu Kaupþings til þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem settu okkur á hausinn. En sýslumaður hefur ekki sett lögbann á mig og því set ég hér inn glærupakkann sem Wikileak kom á framfæri. Almenningur á rétt á að skoða þetta.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ómar, ég gerði þetta líka á mínu bloggi fyrr í kvöld.

Allir á blogginu, sem ekki vilja sætta sig við yfirganginn hjá Kaupþingi ættu að gera það sama.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.8.2009 kl. 20:39

2 identicon

ég held að þorri lesenda mbl.is sé búinn að vista gögnin, allavega gerði ég það strax. hitt er annað mál að svona lagað sýnir bara hversu miklir aumingjar íslendingar eru að vera ekki búnir að brjóta allt og bramla og gera alvöru uppreisn gegn þessu glæpahyski!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 20:48

3 identicon

Hvar endar þessi vitleysa? Ætlar almenningur að láta valta yfir sig þvælunni úr þessu p.... til frambúðar. Lögbannið undirstikar veikleikana í samfélaginu. Er þetta rjóminn á skuldakökuna sem ekki er mögulegt að borga af 300.000 manna

þjóðfélagi?

Friðrk (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband