Það vantar mosku í Reykjavík

Það kom mér á óvart að heyra frá því sagt í sjónvarpi í gærkvöld að á Íslandi væru um 1200 múslímar, þar á meðal falleg menntaskólastúlka sem nú eflir trú sína með því að fasta í Ramadan-mánuðinum. Ég hélt að múslímar hér væru miklu færri.

Mér þykja þetta góðar fréttir, ég hef búið með múslímum í nokkrum löndum og hef bara gott af því að segja - enda eiga trúarbrögð okkar sömu rót og sama uppruna. Múslímar á Íslandi munu ábyggilega auðga mannlífið hér, eins og þeir hafa gert annars staðar. Ofstækismenn eru til í öllum trúarhópum - það er til að mynda álitlegur hópur kristinna ofstækismanna á Íslandi.

En það hefur lengi verið skömm að því að íslenski múslimasöfnuðurinn hafi ekki fengið að byggja sér bænahús eða mosku; manni hefur sýnst að yfirvöld hafi verið að humma þetta fram af sér árum saman án þess að hafa fyrir því góð rök. 

'Nýja Ísland' hlýtur að gera þá kröfu að íslenskir múslímar, jafnt sem aðrir, fái aðstöðu til að rækta sitt andlega líf með þeim hætti sem þeir kjósa sjálfir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott mál. Úthlutum þeim lóð í Hádegismóum. Það er þá von til þess að bænakvakið yfirgnæfi frjálshuggjubullið í nágrönnunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.9.2009 kl. 18:28

2 identicon

Ég myndi ekki ganga það langt að segja að það vanti mosku hér, en klárlega mega þeir hafa sitt þykjustu pabba hús alveg eins og aðrir sem eru í þykjustu pabbaleik

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það kom mér líka á óvart að svona margir múslimar séu hér. Sjálfsagt að þeir fái mosku.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.9.2009 kl. 22:48

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Myndi styðja, að leifa múslímum að byggja mosku.

Enda ekkert sjálfsagðara, á tímum frelsis til allra eðlilegra athafna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.9.2009 kl. 02:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir ERU MEÐ sína mosku, sennilega í leiguhúsnæði. En Salmann Tamini sagði fyrir fáeinum árum í útvarpsviðtali, að það ætti kannski að biðja um styrk frá menntamálaráðuneytinu til að byggja mosku, múslimar hér hefðu ekki peninga til þess! Versti kostur gæti reyndar verið að fá fé frá vellríkum wahabítum í Saudi-Arabíu, sem ætlast til að fá að senda sína sér-trúboða sem bónus, en það er sannarlega ekki til þess meint að ala fólk upp í frjálslyndri gerð af islam.

Jón Valur Jensson, 10.9.2009 kl. 03:01

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fjöldi múslíma á Íslandi held ég að sé verulega ýktur. Ef hægt að fá þessa tölu, 1200, staðfesta? Það er rétt hjá þér Ómar að Kristni og Íslam eigi sama uppruna. Bæði trúarbrögð stolin og skrumskældur Gyðingdómur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.9.2009 kl. 08:09

7 identicon

Svo sannarlega vantar ekki Mosku í Reykjavík né annars staðar á Íslandi.

Islam er trúarbrögð sem ala á mannfyrirlitningu, kúgun kvenna og öðru miður fallegu. Ég veit um fjöldann allan af íslendingum sem hafa haft kynni af múslimum í Danmörku, Englandi og víðar og engin þeirra lofsamar þau kynni.

Nýja Ísland þarf ekki á trúarbragðafyllerí að halda og síst Islam.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:43

8 identicon

Ég þekki helling af múslimum og hef aldrei orðið var við einhver vandamál í sambandi við þá. Þekki eitthvað færri gyðinga og allt í góðu með þá.

Er meira að segja giftur kaþólskri konu og er nokkurn veginn búinn að sannfæra hana um að Lúter var fínn gæi.

Eggert, við þurfum síst af öllu á hatursáróðri að halda.

Hefurðu kíkt á myndina Pianist eftir Polanski?
Hún er mögnuð. Ætti að vera skylda að horfa á hana. Má aldrei gleyma þessum viðbjóði.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:56

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Einar Hansson. Myndin Pianist fjallar hvorki um múslíma né moskur. Það er ekkert í henni sem hægt er að nota sem samlíkingu við múslíma.

Ef múslímar fá að reisa sér mosku á Íslandi, þætti mér vænt um að kristnir menn og önnur trúarbrögð mættu reisa sér guðshús í löndum múslíma, án þess að vera ofsóttir. Gyðingar mega ekki einu sinni búa í sumum löndum múslíma og kristnir menn eru ofsóttir.

Kannski getur það orðið hlutverk múslíma á Íslandi að sannfæra trúbræður sína og -systur um að önnur trúarbrögð en Íslam eru jafngóð, ef ekki betri en Íslam, meðan að Íslam boðar hatur í garð annarra. Er ekki samlíking kristinna og gyðinga við svín og apa hreint og beint hatur? Ekki veit ég til þess að gyðingar og kristnir lýsi frati á múslímum í sínum trúarritum.

Múslímar á Íslandi get byggt margt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.9.2009 kl. 10:51

10 identicon

OK, Vilhjálmur. Fínt. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Er það þannig sem friður kemst á?

Gott fordæmi?

Erum við í hinum vestræna, lýðræðislega heimi?

Ég er þar...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:34

11 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Villhjálmur, er það réttlætanlegt að miða okkar hugmyndafræði við einhverja aðra? Eigum við ekki að leifa múslimum að byggja mosku vegna þess að múslimar í einhverju öðru landi langt í burtu vildi ekki að þeir byggðu kirkju þar? Veit ekki betur en flestir Íslendingar telja svo að við erum  komin ákaflega langt í mannréttindum, eigum við þá að miða okkur við lönd þar sem mannréttindi eru ekki virt? Þessi röksemdafærsla þín er léleg og þú veist það vel. Ég held á Íslandi hafi ekki verið nein vandamál með múslima, gyðinga eða hver önnur trúarbrögð á Íslandi og ég sé ekkert athugavert við það að við fáum að byggja moskur, svipað og það eruð Synagogur útum allan heim m.a. íMorokkó.

 Í Egyptalandi skoðaði ég margar kristinar kirkju og ræddi við presta. Að sjálfsögðu getur lífið verið erfitt öðru hvoru en vildu enga síður ekki búa neinn staðar annar staðar en þar. Vissulega bentu þeir á að það eru hálfvitar í Egyptalandi, einsog all staðar. Í Nablus í sumar fór ég og skoðaði kirkju. Kirkjuvörðurinn, kristinn arabi(já, í alvöru kristinn maður sem er arabi) sagði okkur sína hlið á baráttu gegn Ísrael sem kristinn maður og hvernig það skiptir Nablus búa mjög litlu máli í baráttunni að sameignlegum óvini.

Svo enn og aftur, ég sé ekki því til fyrirstöðu að moska verði byggð hérna. Finnst það frekar barnalegur hugsunarháttur hjá fólki að halda því fram að þeir geta haldið Íslandi lokað fyrir Kristni.

Yousef Ingi Tamimi, 10.9.2009 kl. 11:57

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm, fornsögur okkar, veita okkur ágæta innsýn í afleiðingar hugsrfarsins "auga fyrir auga - tönn fyrir tönn".

Ég ítreka, að það sé einfaldlega réttlætismál, að heimila þeim að byggja mosku.

En, ég myndi þó ekki heimila honum Salman að byggja hana í Laugardal, eins og hann hafði víst drauma um, og sagðist einnig hafa vilyrði um fjármagn.

En, einhvers staðar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, væri í lagi - mín vegna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.9.2009 kl. 11:57

13 identicon

Og Vilhjálmur, mig langaði til þess að bæta einu við:
Þó svo að myndin Pianist sýni gyðinga sem fórnarlömb, að þá á maður ekki síður að pæla í grimmd mannskepnunar sem kemur þarna mjög vel í ljós.

Þess konar grimmd er ennþá til í heiminum, því miður. Og hún er fóðruð með hatri og hatursáróðri.

Ég kann reyndar enga lausn á því vandamáli, en eitt er víst, að það hjálpar ekki að vera með fordóma og skúffuhugsanahátt. Sama hver á í hlut.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:29

14 identicon

Eggert... hvort hefur íslam eða kristni drepið fleiri... án vafa er það kristni.

Bönn og höft gera okkur engan greiða... það er bara olía á eldinn.

Við getum eingöngu náð fólki út úr trúarbrögðum með fræðslu... og það mikilvægasta er líkast til að hér ríki jöfnuður og réttlæti.... án þess blómstra trúar brögð og annað bull í þeim dúr

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:41

15 identicon

Nei ég ætla að láta það ógert að dreifa einhverjum hatursáróðri en þó leyfist manni að hafa skoðanir þó svo að þær geti verið umdeildar og jafnvel "rangar" í einhverjum skilningi því maður er víst "mannlegur" eins og sagt er.

Ég ætla heldur ekkert að standa í vörn fyrir kristna trú eða lofsama hana umfram önnur trúarbrögð.

Afstaða mín grundvallast á því sem maður sér, les og heyrir um ástand mannréttindamála í þeim löndum þar sem að Islam er ríkistrúarbrögð og oftar en ekki þá grundvallast mannréttindin eða öllu heldur skorturinn á þeim á kennisetningum Islam og þeim útfærslum sem að Æjatollarnir boða.

Þessvegna finnst mér eðlilegast að spyrna við fótum í þeim efnum að hleypa trúarbrögðum eins og Islam inn í íslenskt samfélag. Það kann að vera ranglátt en þó þykir mér það réttlætanlegt hvað sem öðru líður.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:27

16 identicon

Sko ég er algerlega totally á móti trúarbrögðum... en við getum ekki spyrnt við fótum í þessu máli, það eru til mannréttindi hvort sem okkur líkar eða ekki.

Ef við bönnum moskur, þá eigum við líka að banna þjóðkirkju, krossinn, Omega.. allt heila klappið...

En það mun aldrei virka nema í öfuga átt... stríð og vesen.... kannski eitthvað on par við eiturlyfjastríðið... menn berja hausnum við steininn áratugum saman, og hverju hefur það skilað... ekkert nema það að við fáum fleiri og öflugri glæpaklíkur sem stýra markaði og neyslu og sóum háum fjármunum í að ausa vatni með gatasigti

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 15:14

17 identicon

Hvernig er ástand mannrétindamála í Mið- og Suður-Ameríku?

Ekki alls staðar til fyrirmyndar, þó þeir séu strang-kaþólskir. Gæti nefnt mörg dæmi...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 16:20

18 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mér finnst að í ljósti þeirrar reynslu sem Norðmenn og Svíar hafa af íslam þurfi að setja sérstakar reglur  frá dómsmálaráðuneyti um  félagsstarf ( nb ekki trúarstarf)  safnaða sem hafa einhver tengs við öfgasamtök. Hægt væri að láta þetta ná yfir múslíma, kristna og aðra svo jafnræðis sé gætt.  Gæta þyrfti  þess sérstaklega að bjóta ekki á lögum um trúfrelsi.

 Reglurnar þurfa að kveða á um þetta:

 Ekki bænahús fyrir erlent fjármagn. 

 Gera kröfu til að leiðtogi safnaðarins ( imam) sé íslenskur ríkisborgari.

Ekki leyfa sérstaka skóla í tengslum við söfnuði sem eru nýstofnaðir. Amk ekki fyrstu 50 árin.

Guðmundur Pálsson, 10.9.2009 kl. 23:27

19 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki  misskilja mig Yousef og Einar. Ég er líklega fyrsti Íslendingurinn sem stakk upp á því í rituðu máli, í blesseuðu Morgunblaðinu, að maður reisti mosku á Íslandi. Reyndar nefndi ég Mosfellssveit í því sambandi, og einnig stakk ég upp á samkunduhúsi á Selfossi, ef ég man rétt.

Einar, komment þitt um augu og tennur koma þessu máli ekki við. Bygging mosku á Íslandi er ekki hluti af neinu friðarferli. Yousef, ég held ekki að neinn sé að halda Íslam frá Íslandi. Það er að sögn 1200 múslímar í  300.000 manna þjóð. Sá fjöldi bendir ekki til mikilla hamla. 

Í dag er ég á því að slík bygging, moska, eigi ekki að byggja fyrir annað en fjármagn trúfélaga og sams konar styrki og kirkjan fær frá ríkinu, miðað við fjölda félagsmanna. Þess vegna spurði ég um fjölda múslíma á Íslandi.

Mér þykir leitt, Youseff, að kristinn arabi (sem ég þekki marga), hafi átt í baráttu við Ísraelsríki og líti á Ísrael sem óvin. Flestir þeirra Ísraela sem ég þekki, líta ekki á Palestínumenn eða múslíma sem óvini eða fjendur. Þeir líta á Hamas og önnur öfgasamtök sem fjendur.  Þeir sem styðja Hamas lít ég líka persónulega á sem fjandmenn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 05:57

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Guðmundur Pálsson, mér finnst tillaga þín mjög eðlileg í ljósi frekar slæmrar reynslu sem nágrannaþjóðir okkar hafa af sumum múslímum. Vandamálið er eins og oft, vegna ofstopa og hegðunarvandamála lítils hluta múslíma í þessum löndum og öfgasamtaka úti í heimi sem vilja banna alheiminum þetta og hitt í nafni trúar sinnar.

Stofnun skóla í tengslum við trúarsöfnuð er ekki hægt að banna. Það væri mismunun. Kaþólikkar hafa t.d. skóla. En það gæti orðið kennslan í skólunum sem gæti verið ástæða til að slíkur skóli gengi ekki upp. Í nokkrum skólum múslíma hér í Danmörku hefur farið fram skipulagður hatursboðskapur. Börnum er skipulega sagt að hata ákveðnar þjóðir. Þú eru heilaþvegin með öðru en trúarbrögðum. ÞAÐ GENGUR EKKI - jafnvel þótt SF og VG séu við völd og hafi sömu siðferðislegu brenglunina og öfgamúslímar.

Skólastjóri í slíkum skóla yrði að vera Íslendingur (múslími eða kristinn og jafnvel gyðingur) og í skólanum yrði að kenna trúarbrögð annarra í heiminum og banna hatursboðskap gegn gyðingum og ríki þeirra, Ísrael.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 06:11

21 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

DoktorE, sem brátt þarf að kasta burku þeirri sem hann hefur borið í bloggheimum, er skrítinn stærð. Hatur hans á trúarbrögðum er oftast mjög ofstækiskennd (með léttum undirtón) og hann minnir mig á öfgamúlla og eldpresta í trú sinni og boðskap, sem gengur út á að eyða öllum trúarbrögðum. Slíkur hugsunarháttur minnir á öfgatrú, þar sem eyðing óvinarins, þess sem er öðruvísi þenkjandi, er ávallt í fyrirrúmi. DoktorE er nefnilega afar trúaður maður, þó hann afneiti öllu slíku.  

DoktorE, það verður spennandi að sjá hvað mann þú geymir. Ég hef alltaf séð þig sem lítinn karl uppi í höfðinu á vélmenni sem kallar sig DoktorE. Þú hefur væntanlega ekki þor til að segja okkur hver þú ert, áður en morgunblaðsbloggið eyðir vélmenninu DoktorE. Vonandi eyða þeir ekki sjálfsvirðingu heilans á bak við fyrirbærið.

Þú verður því líklega alltaf eins dularfullur og skrítinn og yfirlýsingar þínar, og enginn trúir þér þegar þú er orðinn 80 ára og grobbar þig af því á barnum, að þú hafir verið DoktorE. Enginn mun muna eftir DoktorE ... eftir 44 ár. Þér verður ekki reist stytta á Langholtsvegi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 06:26

22 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Yousef Tamimi, Það er rétt að samkunduhús gyðinga eru til í nokkrum löndum múslíma. En þau eru flest tóm eða rústir einar. Í Gaza hafa rústir samkunduhúsa frá fornöld verið eyðilagðar. Gyðingarnir eru flúnir eða hafa verið hraktir á brott af Íslam. Sums staðar geta þeir ekki flúið, þó svo að flestir vildu það, og í Íran hafa þeir verið fangelsaðir ásakaðir fyrir glæpi í þágu Ísrael.

Múslímar og kristnir í Egyptalandi hafa einnig verið dæmdir í langar fangelsisvistir fyrir meintar njósnir fyrir Ísrael.

Gyðingar hafa búið á Sýrlandi, lengur er en flest þau þjóðarbrot og kynþættir sem Palestínumenn samanstanda af. Tóm samkunduhúsin og rústir, vegur sá  sem Assad lét leggja yfir stærsta grafreit gyðinga í heiminum í Damaskus, er ekki góður vitnisburður um ást múslíma á gyðingum. Enda elskaði Mohamed spámaður ekki gyðinga.

Löngu áður en kristnir menn í Evrópu fóru að merkja gyðinga og skipa þeim að ganga í ákveðnum fötum og búa í ákveðnum hverfum, voru múslímar búnir að gera það sama. Merking gyðinga byrjaði í Damaskus, ef ég man rétt.

Ef þú ert múslími, þekkir þú muninn á ahl al-d'awha og ahl al-dimmah. Múslímar gera greinarmun á fólki. Mér sýnist að þú gerir það með stuðningi þínum við samtök sem herja á ríki gyðinga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 06:40

23 identicon

Hvað meinar þú villi.. þegar mbl eyðir mér, veist þú eitthvað sem ég veit ekki :)

Og plís ekki koma með það afbökuðu lummu með að ótrúaðir maður sé trúaður... það er jafn vitlaust og að segja að læknir sem læknar þig sé veikur ;)

Svo hata ég ekki neitt, mér finnast ýmisir hlutir alger vitleysa og þar trónir trúin á toppnum.... ég vara við henni á nákvæmlega sama máta og ég vara við nígeríupóstum.. nema trúarbrögðin eru mun verri og stórhættuleg okkur öllum að auki

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 07:45

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

15 Smámynd: DoctorE

Nafnlaus... lestu nú endilega biblíu... hún er ekki mikið skárri... þessar bækur eru hreint hræðilegar.... ef nafnlaus hefur lesið biblíu og ekki séð ógeðið, well þá hefur hann einfaldlega blindast af loforðinu falska um extra líf :)

Hvað heiti ég...kemur í ljós, ég talaði við Árna Matt í dag og hann sagði mér að henda DoctorE og vera ég sjálfur, ég er alvarlega að taka það til skoðunar.

DoctorE, 10.9.2009 kl. 23:24

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 08:35

25 identicon

Ok :)

En þú tókst vonandi eftir því að ég sagði að múslímar ættu að fá að hafa mosku rétt eins og aðrir fá að hafa sitt þykjustupabbahús.

Bendir það til mikils haturs og eða ósanngirni Villi minn

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:40

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mosku - jú jú um að gera og eg vil helst turn og kllað til bæna.  Það er svo listrænt.

Nú, hér ræða menn af kappi um vonsku mannkynsins eins og gengur.

Þá dettur manni í hug frétt sem birtist á DV seint í gærkvöldi.  Athyglisverð frétt (sem eg var reyndar búinn að benda á nokkrum sinnum, minnir mig) um Israel og villimannsleg stríð þeirra gegn nábúum sínum.  Þeir eru nefnilega í nokkurskonar krossferð.  Rabbínar eru orðnir stór faktor í herapparati þeirra (og kemur fram í greininni sem eg hef einnig bent á að ekki er óhugsandi að borgarastyrjöld geti skollið á í ísrael):

"Krossferðir í stað stríða

Það vakti athygli í innrás Ísraela á Gaza í kringum síðustu áramót hve stórt hlutverk rabbínar léku í röðum ísraelskra hermanna. Leiða má líkur að því að her landsins sé að breytast og í her sem áður var af veraldlegum toga fjölgar þeim sem trúa að stríð Ísraels séu „stríð guðs“.

http://www.dv.is/frettir/2009/9/10/krossferdir-i-stad-strida/

Sjáið svo ummæli núv. ráðherra í stjórn Israes viðvíkjandi landræningjabyggðirnar:

"Jews have an "unassailable right" to "settle in the land of the Bible."

http://www.haaretz.com/hasen/spages/1113566.html

Nei eg skal segja ykkur það að hluti israela og hluti móralsins - þetta er alveg mökkbilað.  Mökkbilað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2009 kl. 10:56

27 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, nei, ég hafði þig að rangri sök DoktorE. Moska er bráðnauðsynleg nú á hinum verstu tímum í sögu landsins. Fyrst hippaskapur gaf ekkert annað en gráðug gamalmenni, eru bænir er það eina sem dugar við hruninu. Ertu ekki sammála? Moskur eru notaðar til bæna ... you know? Allahu-Achbar wallla billwa!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 11:29

28 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:36

29 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta bjargaði helginni hjá mér doktor minn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 11:47

30 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Jæja, það er aldeilis að menn þurfa að tjá sig. En væri ekki einfaldara fyrir Vilhjálm Örn og DoctorE að hringja hvor í annan og fara yfir þetta milliliðalaust? Og svo ætti doktorinn endilega að svipta af sér hulunni - einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að Mogginn er búinn að loka á hann.

Ómar Valdimarsson, 11.9.2009 kl. 12:16

31 identicon

Það var lokað á mig vegna þess að ég sagði að viss sjáandi væri tæpur á geði og eða glæpamaður, það var nú allt og sumt

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:25

32 identicon

Strákar mínir.

Mikil er vizka  ykkar allra sem viljið leyfa þeim að byggja Mosku !,

Nei, ég vil ekki að þeir fái Mosku hér.

Ég hef verið að lesa mér til með ágengni þeirra Td. í Bretlandi þar sem MOSKUR eru fleiri en Kirkjur.

Í Noregi og sérstaklega í Danmörku eru þeir til vandræða.

Í Danmörku er LEYNILÖGREGLAN MEÐ SÓLARHRINGSVAKT

 TIL AÐ FYLGJAST MEÐ ÞEIM,

OG  ER ÞAÐ EITTHVAÐ NORMALT ?

Það eru BARA ÞEIRRA LÖG sem að þeir fara eftir en ekki Dönsk eða Norsk eða Bresk........ þegar þeir eru orðnir nógu margir.

 Þeir eru um 300.000.í Danmörku ef ég man rétt.

Opnið þið fyrir heilabúið á ykkur.

Enga Mosku hér á síðustu og verstu tímum !

Jú,..... þann dag sem að KRISTIN KIRKJA fær að rísa í Saudi Arabíu,

 þar er það nefnilega fangelsisdómur að EIGA BIBLÍU !

Eruð þið nokkru nær, af hverju ég vil EKKI MOSKU.

 Þið segið frelsi .

Það er ekkert frelsi í þeirra löndum fyrir aðra trú en þeirra,

 eruð þið svo vitlausir að gangast undir það !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 07:23

33 identicon

Já er það ekki bara Þórarinn. Helst að varpa líka nokkrum atómsprengjum á Afghanistan og Írak og jafnvel fleiri lönd, ekki satt.

Ég verð að segja eins og er, að sumt úr Sharía lögunum er alls ekki svo vitlaust.

Til dæmis að það er bannað að lána peninga með vöxtum. Það er nákvæmlega það sem er að gera heiminn vitlausan, það að geta þénað stórfé með því einu að eiga stórfé. Gera alla aðra eins fátæka og háða lánsfé eins og mögulegt er.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 07:59

34 identicon

Þórarin er kristinn, þetta tal hans sýnir okkur í hnotskurn hvað er að gerast í heiminum okkar.

Mannréttindi eiga bara að vera fyrir þá sem eru í réttu trúnni, hjá Dodda er það kristni....

Þetta er heilaþvottur trúarbragða... US & THEM

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 08:46

35 identicon

Satt segirðu DoctorE, við erum greinilega í einhverju heilögu stríði. Mér var það ekki ljóst fyrr en núna.

"Stell dir vor es ist Krieg und keiner geht hin".

Einar Hansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 08:53

36 identicon

Frétt frá BBC, heittrúaðir gyðingar eru að yfirtaka herinn í ísrael.. allt er leyfilegt, því meiri hryllingur því betra og allt leyft samkvæmt biblíu

http://doctore0.wordpress.com/2009/09/11/bbc-newsnight-the-rise-of-israels-military-rabbis/

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:40

37 identicon

Sæll Doctor E.

Og enn villist þú af leið. Ég hef alltaf sagt ef að þú hefur lesið mig og ferð með rétt eftir mér. Að það er nóg pláss fyrir alla (VENJULEGA MUSLIMA" SEM AÐ LIFA Í SÁTT og samlyndi við aðra.

En það eru ÖLL þessi hryðjuverka samtök um allan heim sem öllu vilja sundra og skirrast ekki við að strádrepa eigið fólk til þess að ná markmiðum sínum um alheimsyfirráð !.

Ég er búinn að fá upp í kok af þessu Afghana og Íraksfrétta flutningi í RUV og fleiri fjölmiðlum með það að svona og svona margir létu lífið í dag vegna þess að einn eða tveir fóru  að hitta Allah. Ég get nefnt tiu lönd til viðbótar þar sem að ástandið er slæmt en er EKKI ALLTAF í fréttum.

Kveðja.

Skjúsmmmmmmeeeeeee !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:14

38 identicon

Sæll aftur.

Mannréttidi  eiga að vera jöfn fyrir ALLA !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:16

39 identicon

Þú veist væntanlega að Allah er Yahweh, sami guð er í kristni og íslam, það eina sem aðkilur ykkur er það að múslímar samþykkja Jesú ekki sem guð, þeir segja að sússi og mummi séu báðir spámenn guðs.

Einhverjir kuflar kaþólsku kirkjunnar(Sem skáldaði NT)ákváðu fyrir þig og alla aðra kristna að Sússi væri líka guð, að enginn gæti komist til guðs(Allah,Yahweh) nema í gegnum þeirra eigin skálssögu(nýja testamentið) sem þeir skálduðu ofan á gamla testamentið(Sem er líka skáldsaga).

Hvernig ætlar þú að þekkja venjulegan múslíma..eða venjulegan krissa... sést þetta utan á fólki?

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:35

40 identicon

Þórarinn, eins og ég sagði áður: er kristni einhver garantí fyrir mannréttindi? Hvernig standa málin í Miðameríku og víða í Suður-Ameríku (jafnvel í Bandaríkjunum)?

Eða á Filipseyjum?

Það eru til hryðjuverkamenn á fleiri stöðum: IRA, ETA, RAF heitin og fleiri.
Hvernig var með Spán (Franco) fram í lok áttunda áratugarins? Ekki mikið lýðræði og mannréttindi þar.

Ég held að besta ráðið sé að mennta þetta fólk. Draga allt herlið í burtu og mennta svona 5000 svartskeggjaða Afgana í lýðræði/mannréttindum og dreyfa þeim á skólana í Afganistan.

Þetta er ekkert annað en bissness. Eiturlyfjamafíurnar í Afganistan vilja áfram framleiða sinn valmúga og notfæra sér trúarbrögðin.

Svipuð massadáleiðsla fer fram í ýmsum sértrúarsöfnuðum í USA og víðar.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:00

41 identicon

Ágætt að nefna það að biblían segir að fólk eigi að hlýða yfirvaldinu alveg skilyrðislaust, því það sé sett af guði.
Reynið nú að giska á hvert yfirvaldið er sem á að hlýða svona án allrar hugsunar :)

Það sem aðskilur íslam og kristni eru nokkur hundruð ár af þróun, múslímar eru faktískt í svipuðum sporum og kristnir voru fyrir ekki svo löngum tíma.

Bara með að horfa á Bush og aðferðafræði hans í stríðsrekstrinum er ágætt til þess að sjá hvernig kristni er líka notað til að traðka á öllum...

Svo höfum við minni karaktera eins og menn í krossinum, ríkiskirkju blah... þetta spilar allt inn á að afmarka ykkur og setja á bása...
Ef menn vilja vera sauðir þá er þetta líkast til ágætt, en hver vill vera sauður sem hleypur á eftir uppskálduðum forystusauð og umboðsmönnum hans,.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 15:28

42 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar - reyndar er líka í Biblíunni, bann við svokölluðu okri en þá er átt við vexti. Þannig máttu kristnir menn, ekki koma neitt nálægt bankastarfsemi, sem var ástæða þess, að gyðingafjölskyldur urður svo umsvifamikil í bankastarfsemi í Evrópu.

Það bann hrundi ekki fyrr en þegar allt fór í hund og kött, á 16. öld.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.9.2009 kl. 17:40

43 identicon

Já nafni, ég man. En er einhver sem fer eða vill fara eftir því í allri græðginni?

Ég er farinn að aðhyllast skoðanir og kenningar hagfræðiprófessors nokkurs sem heitir Bernd Senf.

Kannski hann ætti að koma til Íslands og halda fyrirlestur?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:41

44 identicon

Það er að segja að ef vextir væru bannaðir alls staðar í heiminum, þá væri sennilega paradís á jörðu. En afsakið, ég er kominn langt út fyrir upphafstemað.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:52

45 identicon

Við lifum í heimi sem að það er ekki fræðilegur möguleiki á ...eins og er að koma á stöðugleika , vegna falsspámanna til dæmis og allra þeirra sem að afbaka orð Drottins og gera þau að sínum sem hinn eina sannleik.

það er mikill munur á andlegum og veraldarlegum verðmætum !

Ég ætla að halda mig við Biblíuna og lifa eins vel og ég get farið eftir henni. 

 Strákar mínir : mér verður daglega á , en ég leitast við að laga mig .

En munið það að skrattinn vill ná okkur öllum, ÉG ER EKKI Á ÞVÍ AÐ HANN FÁI MIG.

ANNARS ER FYRIRBÆRIРHEIMUR ALLTOF FLÓKIÐ FYRIRBÆRI Í ANNARS AGNARSTÓRUM ALHEIMI,

Meira segja óendanlegum alheimi og hvað vitið þið um það frekar en ég ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 03:05

46 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Amen, Þórarinn - en skv. strengjakenningum, er fjöldi vídda á milli 8 - 36, sem fer eftir strengjakenningu.

Persónulega, er ég sannfærður um, að "spatial dimensions" séu fleiri en 3, þ.e. víddir er skilgreina rými.

Þannig, gætu draugar mjög auðveldlega verið, 3 víddar skuggar 4 víddar veru, sem dæmi. Þá, sægi sjónarvottur ekki sjálfa veruna, heldur óljóst skugga form - en veran sjálf, væri einhvers staðar nærri, en vegna þess að skynfæri okkar og heili, eru gerð fyrir 3. víddar skynjun, ósýnileg.

Fyrir 4. víddar veru, væru veggir engin hindrun, því hún gæti stigið kringum þá í gegnum 4. víddina.

Þetta gæti skýrt, ekki einungis að draugar sjást einungis stundum og óregluleg, heldur einnig margar aðrar sýnir, sem sumt fólk skynjar en annað ekki, þ.e. að sumir gæti búið yfir takmarkaðri 4 víddar skynjun.

Síðan, get ég nefnt, fleiri þætti sem hugsanlegar vísbendingar, þ.e. "dark matter" sem ku vera 90 af massa alheimsins, en vera ósýnilegt, talið hreyfa sig óháð hinu sýnilega efni - nú, ef við gerum ráð fyrir að "darm matter" eigi sér tilvist í viddum fyrir ofan okkar 3, þá skýrist allt ofantalið, þ.s. við erum flest okkar ófær um skynjun inn í fleiri víddir en 3, og að auki einnig að efnið hreyfist án þess að sjáanlegt efni sé til trafala, þ.s. það ferðist framhjá efnisameindum hins sýnilega efnis, í gegnum viðbótar víddir.

Ég get einnig nefnt, að hugsanlega er skýring þess, að rafeindir eru "unpredictable" sú að þær hreyfast um fleiri en 3. víddir, þannig að ef við gætum fundið aðferð til að skilgreina fjölvíddar hreyfingar þeirra, þá hugsanlega hyrfi þessi svokallaða "quantum" óvissa.

---------------------------------

Við erum svo full af okkur sjálfum, að við trúum því, að skynjun okkar, sé áreiðanleg og einnig, að ef við sjáum ekki eitthvað, þá sé það ekki til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 21:19

47 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég veit ekki - Einar.

Einhvern veginn, voru vextir þegar orðnir gamalt fyrirbæri, á dögum Jesú krists.

Vandinn er sá, að þeir sem eiga peninga, vilja eitthvað fyrir sinn snúð, gegn því að lána eigin peninga.

Þ.e. alveg skv. reglunni um gagnkvæmni "reciprosity" að menn láni skv. gjaldi.

Ef þ.e. búinn til einhver önnur aðferð, til að fá rentu af peningum, er það eitthvað verra eða betra?

Vextir leysa tiltekið vandamál, þ.e. tryggja að þeir sem eiga peninga, vilji lána. En, svo sannarlega fylgja þeim margir gallar, einnig.

Vextir valda því náttúrulega, að peningamagn í umferð, vill stöðugt aukast, þ.e. verðbólga.

Peningamagn, vill stöðugt verða meira en undirliggjandi verðmæti, sem skapar hættu á óstöðugleika, sbr. síðustu kreppu.

Sjálfsagt eiga vextir stærstan þátt í "boom og bust" hegðun hagkerfa.

En, sennilega væri heimurinn einnig mjög mikið fátækari, án bankastofnana, en sem dæmi um hluti sem voru fjármagnaðir með lánsfé, má nefna könnunar ferðir þeirra sem fundu siglinga leiðir til Indlands, og víðar.

Þ.e. eiginlega óhugsandi, að ímynda sér nútíma-hagkerfi, án bankastofnana.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 21:31

48 identicon

Ja, Einar, þú segir nokkuð.

Eiginlega trúi ég engu nema því sem ég hef séð með eigin augum. Hef ekki þörf fyrir annað. Æðsti draumur minn er að hitta draug.

En málið er: þeir sem eiga of mikið af peningum eiga bara að eyða þeim. Það er ekki auðvelt að eiga of mikið af peningum, því það er erfitt að koma í veg fyrir að þeir rýrni.
Eins og þessi Bernd Senf segir, bara að refsa þeim sem eiga of mikla peninga og vilja ekki lána þá með því að láta þá borga skatt af þeim (neikvæða vexti).
Þetta er greinilegt: enginn verður ríkur af lánuðu fé, heldur er honum haldið í þrælkun vegna vaxtanna.

Það geta allir séð hvar þetta endar: ef forfaðir minn hefði lagt inn 1 Evru árið 1 eftir Krist með aðeins 3,5% vöxtum, þá væru þetta í dag verðmæti sem samsvöruðu 36 jarðmössum af gulli. En þar sem þetta kerfi reiknar með kreppu og "start from scratch" á nokkurra áratuga fresti (stríð eða algjör kreppa), þá er náttúrulega ekki hægt að reikna með því að þessir vextir auki virkilega verðgildi fjármuna til lengdar.
Semsagt eiginlega er reiknað með stríði, sem er náttúrulega gott fyrir veltuna í vopnabransanum.

Kommúnisminn drapst fyrir 20 árum og ég mundi segja að hinn óhefti kapítalismi hafi dáið í fyrra.

Það er ekkert orðið eftir af neinum brillíant kenningum til þess að lifa eftir fyrir þá sem vilja hugsa eftir skúffum.

En eitt er víst, að eitt aðalmein þjóðfélagsins í dag eru vextir og vaxtavextir.
En það er eins og með hörðustu múslima sem vilja ekki tapa sínum réttindum á því að kúga kvenmenn að bankarnir vilja ekki missa sinn rétt á því að kúga almúgann. Eða eru bankar góðgerðarstofnanir?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 08:17

49 identicon

Bara eitt dæmi úr raunveruleikanum í dag:
Segjum að þú takir lán fyrir húsnæði upp á 200.000 Evrur í dag á 4,8% vöxtum og getir borgað 1000 Evrur á mánuði af því.
Það mun taka þig 33 1/3 ár að klára að borga af láninu og þú borgar 200.000 Evrur í heildina í vexti, sem sagt úr 200.000 Evrum verða 400.000 Evrur.

Ef þú borgaðir enga vexti, bara til baka það sem þú fékkst, tæki það þig 16 2/3 ár.
Eftir þetta gætirðu farið að safna í góðan lífeyri, eyða peningum í neysluvöru sem styrkir iðnaðinn, eyða peningum í ýmsa lókal þjónustu og góð ferðalög. Sem sagt venjulegar manneskjur mundu sjá til þess að peningunum yrði dreift áfram inn í hagkerfið en mundi ekki safnast saman hjá einhverjum "voldugum" bankastofnunum sem síðan lána peningana til einhverra "auðmanna" sem setja þá síðan í einhver skúffufyrirtæki og fara á hausinn og láta á endanum skattgreiðendur borga brúsann af sukkinu.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 08:40

50 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm - Einar - en, maður þarf að hafa í huga, að þ.e. eftirspurn eftir peningum.

Með öðrum orðum, að bankinn þarf ekki að lána þér til að þrífast. Vanalega, hefur hann aðra möguleika, til að koma sínu fé í verð, í formi lána.

Vextir, eru skv. grunn hagfræði ekkert annað en verð fyrir peninga.

---------------------

Þú gæti einnig, búið til fræðilegt dæmi, þ.s. brauð kostaði helmingi lægra, en það vanalega gerir, og fabúlerað með það að ef fólk gæti keypt brauð á þessu lága verði, þá vænkaðist hagur þess.

Svipaða hluti reyndu kommúnista ríkin, þ.e. að bjóða vörur á verði er ákveðið var af ríkisvaldinu.

Við, munum eftir tómu verslununum fyrir Austan-tald. Ekki eru enn það mörg ár liðin, að fólk ætti að hafa gleymt því.

--------------------------------------

Málið er, að ef þú reynir að búa til verð, með einhverskonar stjórnvalds aðgerð, þá sýnir reynslan að framboðið hverfur,,,sbr. tómu verslanirnar fyrir austan tjald.

Peninga starfsemi, í eðli sínu, myndi ekki hegða sér með öðrum hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2009 kl. 19:17

51 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Eins og þessi Bernd Senf segir, bara að refsa þeim sem eiga of mikla peninga og vilja ekki lána þá með því að láta þá borga skatt af þeim (neikvæða vexti).

Þetta er greinilegt: enginn verður ríkur af lánuðu fé, heldur er honum haldið í þrælkun vegna vaxtanna."

--------------------

Skattar fyrir fyrirtæki, eru einfaldlega kostnaður, sem þau velta út í verðlagið, nema að samkeppni sé svo skæð, að hún takmarki möguleika þeirra til að gera það.

Peningar, hegða sér að flestu leiti eins og hver önnur vara, þ.e. oframboð veldur verfallli, þ.e. verðbólgu. Það öfuga gerist, ef eftirspurn eykst allt í einu, þ.e. verðið hækkar, og þá slær einnig á verðbólgu.

Ef þú skattleggur fjármagn, þá hegða aðilar sér með þeim hætti, eftir því sem þeir geta, að velta þeim kostnaði yfir í verðlag fyrir fé, þ.e. vexti.

Þú með öðrum orðum hækkar vaxtastig.

Ef fjármagn, sem liggur á bankareikningi, er skattlagt. Þá er einnig annar möguleiki, að fjárfesta í t.d. gulli, eða fasteign, eða varningi.

Skattar, eru engin töfralausn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2009 kl. 19:25

52 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það mætti einnig velta fyrir sér Arabaríkjunum.

Eins og þú veist, bannar Kóraninn vexti, og vextir eru raunverulega bannaðir í Arabaríkjunum.

Má velta fyrir sér, hvott að þ.sé ef til vill skýring, þess sem virðist vera króniísk efnahagsleg stöðnun, margra þeirra ríkja.

Sem dæmi, að ef þú átt heima í Egyptalandi, hefur einstaklingur mjög takmarkaðann aðgang að fjármagni, þ.e. lánum, einmitt vegna þess - sennilegast - að vextir eru bannaðir.

Bankastarfsemi í því landi, er öll í skötulíki samanborið við þ.s. tíðkast á Vesturlöndum.

Atvinnuleysi þar er einnig mælt í tugum prósenta, m.a. vegna þess, að þrift atvinnulífs er mjög lítil samanborið við mörg önnur lönd. Í reynd er ríkið, lang - langsamlegast stærsti vinnuveitandinn.

Ef á vesturlöndum, stundum er ofgnótt af fjármagni, þá er í Egyptalandi, skortur.

-------------------------

Ef við berum okkur saman við sögu Vesturlanda, þá var bann við vöxtum við líði í Evrópu, allt til þess að svokölluð siðaskipti eiga sér stað.

Ef til vill er það ekki tilviljun, að sú útbreiðsla bankastarfsemi sem átti sér stað í kjölfarið, fór saman við mikla útbreiðslu valds Vesturveldanna sjálfra út um heim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2009 kl. 19:41

53 identicon

Nafni, ég væri í rauninni síðastur manna til þess að vilja koma á kommúnisma. Til þess þarf meira til en fjármálastjórnun.

En þeir sem framleiða peninga og dæla þeim inn í kerfið (Seðlabankarnir) eru í rauninni farnir að lækka vextina svo mikið að það hefur meira að segja verið talað um neikvæða stýrivexti í USA, þannig að þetta væri ekki svo fjarri lagi ef ekki væru bankarnir sem milliliðir um lánveitingar.

Það mætti alveg eins í staðinn fyrir vexti tala um fast lántökugjald. Væri mun heilbrigðara fyrir kerfið. T.d. í staðinn fyrir 4.8% ársvexti fyrir 200.000 Evrurnar hér að ofan borga nokkra tugi þúsunda í lántökugjald.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:37

54 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það er ábyggilega rétt sem Laxness sagði um árið að Íslendinga setti hljóða hvenær sem komið væri að kjarna málsins en væru þeim mun duglegri við orðhengilshátt og kjaftagang um ekkert. Væri nú ekki upplagt fyrir ykkur, Einar B og Einar H, að hringja ykkur saman og halda áfram þar - eða að snúa ykkur að efninu, sem sé þeirri skoðun að það vanti (fallega) mosku í Reykjavík?

Ómar Valdimarsson, 15.9.2009 kl. 21:40

55 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Allt í lagi, Ómar.

Er reyndar sammála þér um moskuna.

Er almennt hlynntur fjölbreytni.

Er almennt séð, ánægður með streymi útlendinga hingað til lands, lít einfaldlega á þá, siði þeirra og venjur, sem skemmtilegt kridd fyrir samfélagið.

Þú finnur ekki mikið meira frjálslyndi en þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.9.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband