En hvað með Evu Joly?

Gott og vel, það er ábyggilega rétt hjá dómsmálaráðuneytinu að Jón Magnússon lögmaður og fyrrum þingmaður geti ekki koma til greina sem saksóknara vegna þess hvernig hann hefur tjáð sig um mál sem vísast lenda á borði þeirra sem skipaðir verða til að fjalla um hrunið. Það verður að gæta þess að menn séu ekki búnir að blotta sig um of áður en þeir fara í hlutleysisfötin.

En hlýtur þetta þá ekki alveg eins að gilda um aðra sem fara með meginhlutverk í rannsóknum og málarekstri gagnvart þeim sem eru taldir hafa fært okkur á aumingjabekk fallinna hagkerfa? Ættu þeir ekki allir að gæta tungu sinnar og segja ekki of mikið fyrr en allar staðreyndir liggja fyrir?

Ég hefði haldið það.

En hvað er þá að segja um Evu Joly, sérstakan ráðgjafa hins sérstaka saksóknara og ákæruvaldsins alls? Er viðeigandi, á meðan mál eru tiltölulega skammt á veg kominn, að hún fullyrði í fjölmiðlum hér heima og erlendis að stórkostlegir glæpir hafi verið framdir og að menn eigi skilið að fara í 150 ára tukthús? Og fullyrða um lagasetningu sem sjálfur dómsmálaráðherrann þekkir ekki til?

Já, en það vita það allir að þessir andskotar eru ótýndir glæpamenn! sagði kunningi minn þegar ég kastaði upp þessum fleti.

Nú, jæja. Þá tekur því varla að vera að kanna og rannsaka til hægri og vinstri og þykjast vera réttarríki. Taka þessa djöfla bara og henda þeim fyrir björg!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Þetta meðlögin sem þú ert að tala um hér var leiðrétt að væri rangt eftir henni haft.

K.H.S., 14.9.2009 kl. 22:12

2 identicon

Gerir það fólk vanhæft að það hafi trú, skoðanir, afstöður til einstakra málefna, og skoðanir almennt. Nei, svo lengi sem þeir/þær hafa þessar skoðanir útaf fyrir sig og sigla undir fána hlutleysis og þagnar, sama fólkið, bara mismunandi flagg.   

Er þessi almenna afstaða, en er hún "rétt". 

Er betra að vita að ákveðinn dómari sé haldinn kvenfyrirlitningu eða sé hallur undir valdhafa og þeirra hagsmuni og að hann sýni það opinberlega, frekar en að gruna hann um það vegna verka hans og dóma?

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki finnst mér að hægt sé að bera saman flokksbundinn stjórnmálamann til margra áratuga sem vel getur verið flæktur í eignatengsl hér á landi og erlendann sérfræðing sem ekki hefur nein vitanleg tengsl við þá sem hér hafa verið við völd undanfarna áratugi.

Hvað þau hafa sagt um efnahagshrunið er ekki aðalatriðið að mínum dómi, þó dómsmálaráðherra beri það fram sem rök í málinu. Heldur hitt að JM hefur auk áðurnefndra atriða, sterk fjölskyldutengsl við fv yfirmann Fjármálaeftirlitsins. Ekki að ég sé að ásaka Fármálaeftirlitið um saknæmt athæfi, en það gæti þó blandast inn í rannsókn einstakra mála vegna eftirlitsskyldu sinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.9.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Það er best fyrir Hr. Jón Magnússon að fara að draga sig í hlé, er ekki nóg komið.

Bernharð Hjaltalín, 15.9.2009 kl. 20:27

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Eva Joly er ekki saksóknari á Íslandi. Það gilda strangar kröfur um hlutleysi saksóknara - mun minni hlutleysiskröfur gilda fyrir ráðgjafa.

Elfur Logadóttir, 18.9.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband