Kviksetningin í Belgíu

Fyrir mörgum árum komst ég að þeirri niðurstöðu að ef ég yrði svo alvarlega veikur að ég ætti mér enga batavon, þá myndi ég ekki vilja að mér yrði haldið lifandi með einhverskonar vélbúnaði. Ég trúði því að læknavísindin myndu vita hvort mér gæti batnað eða ekki.

Nú er ég ekki alveg eins viss, ekki eftir að hafa lesið frásagnir af belgíska manninum sem var talinn 'grænmeti' í 23 ár en var glaðvakandi allan tímann og vissi af öllu sem gerðist í umhverfi sínu (sjá t.d. hér http://www.guardian.co.uk/science/2009/nov/24/locked-in-syndrome-belgium-research). Hann  var bara algjörlega lamaður og gat engin merki gefið sjálfur. Það var svo belgískur læknir sem mældi heilavirkni hans á dögunum og þá kom í ljós að heilastarfsemin var í fullkomnu lagi.

Sögur af kviksetningum hafa alla tíð vakið með mér hrylling. Þetta er ein slík - sem betur fer með góðan enda. En það eru svakalegar upplýsingar sem koma fram í Guardian-greininni, að sennilega séu 40% þeirra sem eru úrskurðaðir heiladauðir í raun með fulla meðvitund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er með því skelfilegasta sem ég hef lesið núna lengi og veit í raun ekki hvernig svona getur gerst. Hélt að tæknin væri orðiðn það mikil að svona væri skoðað. Hef ekki lesið frétt Guardien en vísan til hennar er í raun ennþá skelfiegri. Hvers virði er líf sem þetta??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.11.2009 kl. 02:29

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þarna kemur líka ástæðan fyrir því að fólki er ráðlagt að tala við aðstendendur sem liggja í dái.  Eitthvað hljóta læknavísindin grunað að dá er ekki bara dá.  Dísús ekki vildi ég láta fólk vera að þusa yfir mér allan daginn ef ég lægi í dái.  Ætla að bæta við í ´fyrirmælaskrána. Vinsamlegast takið mig úr sambandi, nenni ekki að hlusta á ykkur aularnir ykkar.

Annars er ég bara góð Ómar minn og ekkert á því að hrökkva upp af á næstunni vona ég.

Knús á ykkur hjónin.

Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband