Hrunamenn og snatar þeirra

Hillary Rodham Clinton vakti mikla athygli á sínum tíma þegar hún hélt því fram að í gangi væri ‘risastórt samsæri hægrivængsins’ gegn manni sínum sem þá barðist um á hæl og hnakka vegna framhjáhaldsins með Monicu Lewinski.

Það reyndist auðvitað vera rétt hjá Hillary að slíkt samsæri var í gangi og er ekki lokið enn.

Nú er slíkt samsæri í gangi hér og ekki afdrifaminna fyrir land og þjóð. Hrunamenn berjast um á hæl og hnakka til að halda í kjötkatlana sem þeir hafa ausið úr um áratuga skeið. Nú eru þeir orðnir áhyggjufullir vegna væntanlegrar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Snatar Hrunamanna eru þegar farnir að sá fræjum tortryggni og efasemda um heilindi og getu nefndarmanna.

Þetta mun magnast á næstu dögum og vikum. Brátt mun ekki duga að sá fræjum: mykjudellurnar fara að fljúga.

Þá skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að missa ekki sjónar af aðalatriðum málsins og láta ekki litla kalla villa sér sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Málaliðar hrunamanna eru að undirbúa gagnsókn og þeir leynast á ólíklegustu stöðum.

Finnur Bárðarson, 13.2.2010 kl. 16:31

2 identicon

Við Hrunamenn erum ekki sáttir við þennan málflutning.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 17:06

3 identicon

Finnst þér ekki með ólíkindum að svona venjulegt fólk, Jón Jónsson verkamaður sem alla tíð hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn, hann mun setja sig á bás með þessum mönnum og gera allt sem í hans valdi stendur til að vinna afstöðu þessara manna fylgi. Hann mun á vinnustað sínum rífast við vinnufélagana og halda uppi sama kjaftæðinu og Brynjar lögfræðingur og aðrir hottintottar Davíðs og félaga. Það er með hreinum ólíkindum að venjulegir launamenn skuli finna þörf hjá sér að hjálpa þessum hrunamönnum við að endurskrifa söguna og koma í veg fyrir að hér verði breytingar.

Valsól (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 17:54

4 identicon

Sem Hrunamaður (fæddur í Hrunamannahreppi) er ég mjög ósáttur við þá orðanotkun sem kemur fram í pistli Ómars hér að ofan. Ég reikna með að flestir íbúar Hrunamannahrepps hafi lítið haft með hrunið að gera og viji ekki vera bendlaðir við það á þann hátt sem gert er í pistlinum „Hrunamenn og snatar þeirra“. Tek heilshugar undir það sem nafni minn Sigurður Helgi segir. Réttara væri að tala um hrun-menn frekar en Hrunamenn sem er gamalt og gilt orð yfir íbúa Hrunamannahrepps í Árnessýslu.

Sigurður Hjalti Magnússon (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:15

5 identicon

Þetta blogg þarf að birta á hverjum degi næstu vikurnar.

Guðjón Björnsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:37

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Síst vil ég gera sveitungum mínum Árnesingum grikk og enn síður fólki úr Hrunamannahreppi. Þetta er rétt hjá þeim - ég ætti að kalla þetta lið hrunamenn, ekki Hrunamenn. Vona að einlæg afsökunarbeiðni mín sé tekin til greina.

Ómar Valdimarsson, 13.2.2010 kl. 18:44

7 identicon

Burtu með þá sem setið hafa að kjötkötlunum svo ég komist í þá.Og það þarf að passa að helvitis sveitavargurinn komist ekki í þá

Erlingur hólm valdimarsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 19:42

8 identicon

Getur ekki einhver hringt í vælubílinn fyrir Sigurð Hjalta?

Umbi Ray (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 22:17

9 identicon

Rétt er að bíða með miklar fullyrðingar þangað til skýrslan birtist, en vissulega grunar mig að hrunólfar séu nokkuð hugsi yfir henni og leiti allra leiða til þess að skapa tortryggni gegn henni. Mér finnst t. d. mjög sennilegt að skyndileg pennagleði Ingibjargar Sólrúnar og Kristrúnar og tilraunir þeirra til þess að gylla verk stjórnar Haarde, en sverta verk Svavarsnefndar séu fyrsta bragð þeirra í glímu sem þær búast við að geti orðið harla erfið.

Ragnar Böðvarsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 23:54

10 identicon

Talandi um Snata hrunamanna , ætli Ólafur Arnarsson sé enn á launaskrá hjá Jóni Ásgeir ?

Thor (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 12:08

11 identicon

Karl Wernersson heldur áfram að græða á lyfjakeðjum sínum, Lyf og heilsu og Apótekaranum, en við skattgreiðendur fengum að borga skaðann, sem hann olli, þegar hann stal bótasjóði Sjóvár upp á 16 milljarða.

Steini (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 12:19

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo má líka tala um Hrun-fólkið, ég hef skrifað töluvert um Hrun-flokkana og ekki fengið athugasemdir við notkunn á því orði

Þsð skelfur allt í Hrun-heimum núna og á eftir að hristast verulega.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.2.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband