Þvættingur í Guðna

Ég hef sosum nefnt þetta áður og það hafa margir aðrir gert: pólitísk umræða hér er of oft byggð á þvættingi og útúrsnúningum.

Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins var í Kastljósinu í kvöld og sagðist þar vera á móti Evrópusambandinu vegna þess að hann vildi ekki Breta aftur inn í landhelgina. 

Það er nánast útilokað að Guðni viti ekki betur. Evrópusambandið hefur ekkert að gera með landhelgina og mun ekki hafa þótt við gerumst aðilar. Það liggur fyrir.

En svona bulli og þvættingi verður samt haldið áfram. Ef ekki Guðni, þá einhver annar bullukollurinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Trúir þú að það standist lög ESB að íslendingar megi eiga og veiða fiskikvóta ESB en þeir geti hvorki eignast eða veitt íslenskan fiskikvóta.    Ég hef enga trú á að svo verði, öllum ESB-ríkjunum verður heimilað að fjárfesta í íslenskum útgerðum eða stofna nýjar og svo verður fiskinum landað á Spáni eða Bretlandi eða hvar sem er!    Þetta er það sem Guðni átti við en kemur í sjálfu sér ekkert landhelginni við - bara tekið svona til orða til að rifja upp gamla tíma.   Það er vel þekkt að Samherji rekur útgerð í Þýskalandi og veiðir (stóran) hlut af þeirra kvóta - því skildi annað gilda um breskar eða spanskar útgerðir?

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 30.7.2010 kl. 22:50

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi mýta um að fiskimiðin okkar verði orðin full af erlendum útgerðum innan skamms er lífsseig og ekki nema von þegar menn eins og Guðni Ágústsson (sem margir trúa að segi ávalt satt) kemur í fram í fjölmiðli og lætur út úr sér svona rugl.

Ragnar Eiríksson

Það er líka með ólíkindum að fólk trúi því að hver sem er geti fjárfest í útgerð við Ísland, þó við göngum í ESB. Nú sem stendur er verið að endurskoða fiskveiðistefnuna og meðhöndlun veiðiheimilda.

Lagarammi um eignarhald á auðlindum okkar er í undirbúningi og skýr vilji núverandi stjórnvalda að binda ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum í Stjórnarskrá.

Endurskoðun á Stjórnarskránni er líka í undirbúningi og með þá reynslu á bakinu sem Íslensk þjóð er með nú, verður búið svo um málin í samningum við ESB að okkar auðlindamál verði tryggð, þar á meðal fiskimiðin.

Að halda öðru fram er rakalaus þvættingur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.7.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ómar og Hólmfríður,

Í fyrsta lagi þá vega Evrópureglur og tilskipanir þyngra en reglur einstakra þjóða.  Í öðru lagi sagði stækkunarstjóri ESB nú síðast fyrir nokkrum dögum að það væri í raun ekki um mikið að semja þar sem það væri ekki boðið upp á undantekningar og frávik.  Daniel Hannan, sem reyndar er yfirlýstur andstæðingur ESB en hefur nú samt töluverða þekkingu á málinu, sagði að ef undanþága yrði sett inn í samninginn þá yrði hún annað hvort tímabundin, einhvers konar svigrúm til aðlögunar eða að hún myndi enda með því að portúgalskur sjómaður kærði hana fyrir Evrópudómstólnum sem myndi úrskurða að undanþágan væri óheimil skv. Evrópureglum og nema hana úr gildi.

Ég er ekkert algjörlega á móti ESB heldur geri mér grein fyrir því að innganga í ESB hefur bæði jákvæðar hliðar og neikvæðar sem við þurfum einfaldlega að meta.

Núna hefur Alþingi Íslendinga sett þetta umsóknarferli af stað samkvæmt lögum og hundruð og þúsundir manna um alla Evrópu; Evrópustofnanir, þjóðþing o.fl. sett dýrmætan tíma sinn í að fjalla um málið.  Því þætti mér það ómaklegt af okkur að draga ferlið til baka.  Við erum líka að vinna að því að auka traust okkur á alþjóðavettvangi og það að hafa alla Evrópu að fíflum í einhverju "bjölluati" og snúa við í miðri á er ekki til að auka traust á okkur.  Fyrst við erum lögð af stað þá skulum við heilshugar klára ferlið og taka síðan afstöðu.  Það kæmi mér hins vegar verulega á óvart ef hún yrði jákvæð þegar kemur að fiskveiðum við strendur landsins.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 31.7.2010 kl. 00:01

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður

Það er ekki alveg rétt að ekki sé í neinum tilvikum samið um undanþágur frá reglu ESB. All  nokkur dæmi eru um varanlega undanþágur fyrir einstök ríki og hafa aðilar frá ESB kynnt slíkt hér í fjölmiðlum og einnig hefur Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst tekið saman stutta skýrslu um málið.

Auðvitað er byrjað með kröfur aðildarríkis og reglur sambandsins og svo er samið. Ég er ekki tilbúin til að kaupa neikvæðan áróður frá Bretlandi innfluttan af Heimdalli, en kýs frekar að horfa á þær staðreyndir sem kynntar hafa verið.

Mun ég setja hér inn stutta kafla úr skýslu Eiríks á eftir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.7.2010 kl. 02:01

5 Smámynd: K.H.S.

BULLUMSULL OG SULLUMBULL

Hver bullar manna mest.

Jú Ómar nokkur Valdimarsson fyrrverandi Möðruvellingur og fæddur Framsóknarmaður.

K.H.S., 31.7.2010 kl. 04:55

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Meira ruglið í þér, Kári. Hef aldrei verið Möðruvellingur og því síður fæddur Framsóknarmaður.

Ómar Valdimarsson, 31.7.2010 kl. 16:27

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,öllum ESB-ríkjunum verður heimilað að fjárfesta í íslenskum útgerðum"

Mega það núna.  Sorrý.

Meir að segja Kínverjar mega eiga útgerð hérna.

Auðvitað er þetta þvaður í Guðna og dæmigert um daglegt vanhæfi íslendinga, eins og sagt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2010 kl. 16:55

8 Smámynd: Ólafur Als

Hví skyldu fiskveiðiþjóðir ESB ekki ásælast fiskveiðar við Íslandsstrendur ef gengið yrði inn í ESB? Sjávarútvegsráðherra Spánverja talaði tæpitungulaust þegar hann sagði að spænskir sjómenn myndu veiða við Íslandsstrendur einhverjum árum eftir inngöngu. Þetta er og hefur verið tilhneygingin og nánast broslegt að sjá röksemdir ESB-sinna í viðleitni þeirra til þess að mótmæla sögunni og halda uppi þeim veiku varnöglum sem finnast í reglugerðarverki ESB, sem til þessa hefur ekki aftrað því að ganga af fiskveiðum Breta við eigin strendur dauðum.

Er eitthvað í þeirri raunasögu sem ESB-sinnar ekki skilja? Er eitthvað í sögunni sem fær menn til þess að halda að krumlur hinna stóru fiskveiðiþjóða munu ekki ásælast fiskveiðar við Íslandsála? Þeir munu finna smugurnar, enda hafa þær af því reynslu. Reynsla og vonarsýn ESB-sinna byggist, að því er virðist, á afneitun. Það mun verða þeim að falli á endanum.

Ólafur Als, 13.8.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband