Umboðsmaður í limbó landi

Umboðsmaður skuldara þarf að vera þokkalegur skuldari sjálfur. Um það má ekki vera vafi. Embættismaður í þessu starfi þarf fyrst og síðast að vera trúverðugur.

Sá sem skipaður var í djobbið er það ekki. Jafnvel þótt hann geti gefið langar og flóknar útskýringar á því að hann skuldi í rauninni ekki fimm hundruð milljónirnar sem hann skildi eftir í eignarhaldsfélagi sínu. Og ekki einu sinni þótt hann geti útskýrt að í rauninni skuldi enginn þessar fimm hundruð milljónir, að þær séu einskonar limbópeningar í limbólandi.

Og félagsmálaráðherrann ætti að muna að spyrja þann, sem nú hlýtur óhjákvæmilega að taka við af þessari misheppnuðu skipun, hvort hann/hún séu með einhverjar vafasamar skuldatrossur á eftir sér. Það ætti í raun að vera fyrsta spurningin í hæfnisviðtalinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Varð mér kveikja að stuttum pistli: Yfirlýsing umboðsmanns vegna fjölmiðlaumræðu

Einar Karl, 29.7.2010 kl. 18:13

2 identicon

Hann sem Samfylkingarmaður uppfyllti eina skilyrðið sem gert er, að venju, í íslenskri pólitík að vera í réttum flokki og er hann þá sökudólgurinn að fara eftir þeirri venju.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mál Runólfs er hliðstætt mörgum málum íbúa í Húnaþingi vestra.
Hann keypti hlutabréf í peningastofnun - Húnvetningarnir stofnbréf í peningastofnun.
Hann bjó til einkahlutafélag um kaupin - margur Húnvetningurinn tók lán í eigin nafni.
Báðir aðilar létu glepjast af loforðum um tryggann arð - hver vill ekki svoleiðis.
Báðir aðilar sátu uppi með skuldir - Runólfur í einkahutafélagi og nokkrir Húnvetningar líka (held ég).
Margur Húnvetningurinn situr upp eignalaus - Runólfur þekkir loforðaflóðið - það gera Húnvetningar líka.

Hver er þar hinn seki - sá sem lofar eða sá sem teysti loforði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.7.2010 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband