Hvaða spuni?

Það er verið að skammast út í aðstoðarmann menntamálaráðherra fyrir að hafa skrifað tölvupóst sem lak til Grapevine. Mogginn gerir það til dæmis svona (svo hlutlaust sem það nú er): http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/27/spunaleikrit_afhjupad/ 

En til hvers að vera að skammast? Ef maður les tölvupóstinn og ber hann saman við fréttatilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem var að berast nú síðdegis, þá verður ekki betur séð en að aðstoðarmaðurinn hafi verið fullkomlega með á nótunum um hvernig lendingu væri stefnt að í Magma-málinu.

Ég fæ ekki séð að hann hafi verið að 'spinna' eitt né neitt. Hvort hann ætlaði sér það er svo annað mál...

 Hér er fréttin í Grapevine: http://www.grapevine.is/News/ReadArticle/Government-Spin-FAIL

Og hér er fréttatilkynning efnahagsráðherrans: http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3124


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Rétt skal vera rétt. Mogginn fjarlægði ósmekklegu fyrirsögnina sem ég vísaði í - og ég sé ekki betur en að fréttin hafi líka verið endurskrifuð.

Ómar Valdimarsson, 28.7.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband