Það er vandlifað

Ekki er góður kostur að versla við Arion eða Íslandsbanka þar sem topparnir hafa enga siðferðisvitund.

Ekki verður freistandi að halda áfram að versla við MP banka eftir að menn með vafasama fortíð ná þar yfirhöndinni. Hver fer maður þá með sín viðskipti? Í Byr? Ha ha ha!

Ekki er gott að ferðast úr landi með Iceland Express – augljóst hvers vegna ekki.

Ekki er gott að taka mikið mark á DV eða Pressunni sem fjalla glæpamenn og óþokka eins og þeir séu þjóðhetjur.

Ekki er gott að treysta um of á Moggann sem birtir lygafréttir og lætur eins og ekkert hafi í skorist.

Á maður þá að binda trúss sitt við 365 miðla í staðinn? Æ, varla.

Hæpið er að treysta um of á Alþingi – það dugar að fylgjast með umræðum um fundarstjórn forseta eða eitthvað slíkt í 10 mínútur til að fá uppí kok.

Á ég að kaupa mér timbur í Húsasmiðjunni sem er í eigu ríkisins og beitir hundakúnstum í samkeppninni – eða á ég að kaupa skrúfur í Byko fyrir fimm þúsund krónur pakkann?

Á ég að kaupa bensín hjá Orkunni eða Skeljungi? Æ, sama fyrirtækið. Vond fortíð. Veit ekki einu sinni hver á þetta núna – enda skiptir það varla máli.

Á ég að taka mark á hámenntuðum sérfræðingum sem segja í sjónvarpinu að gufan dugi ekki nema í 50 ár og láta þar með eins og það muni aldrei rigna á Íslandi framar?

Er einhverjum eða einhverju að treysta yfirleitt?

Það er skítalykt af þessu öllu saman. Því er nú ver og miður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Flott pæling. Takk.

Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Góður.

Rauða Ljónið, 7.3.2011 kl. 22:48

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hvað varðar bankana...tjah... mér skilst að einhversstaðar leynist 3 sparisjóðir sem ekki tóku þátt í útrásargeðveikinni...en hvar...??

Þráinn Jökull Elísson, 7.3.2011 kl. 23:02

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góður! Ómar Valdimarsson!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2011 kl. 23:18

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:)

Óskar Þorkelsson, 8.3.2011 kl. 11:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og gamli góði Sparisjóðurinn minn orðinn að forarpytti sem búið er að sameina öðrum Landsbankanum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.3.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband