Ekki hlustað

Alistair Darling fyrrum fjármálaráðherra Breta lýsti því skilmerkilega í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur í Sjónvarpinu í gærkvöld að ekkert hefði verið að marka Íslendinga í aðdraganda hruns bankanna. Þeir hefðu ekkert skilið og enn síður hlustað.

Hann hlýtur að hafa sannfærst endanlega um það í viðtalinu að það væri þjóðareinkenni á Íslendingum að hlusta ekki á viðmælendur sína – því engu var líkara en að Sigrún hlustaði alls ekki á það sem hann sagði. Hún endurtók spurningar sínar með mismunandi orðalagi og uppskar að vonum sömu svörin. Aftur á móti sleppti hún fjölmörgum gullnum tækifærum til að fylgja eftir spurningum eða bregðast við því sem Darling var að segja.

Það var í rauninni alveg furðulegt að fylgjast með svona fúskaralegum vinnubrögðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Drottinn minn, Þetta var hræðilegt á að hlusta.

Þarna kom þó glögglega fram hvernig Íslensk stjórnvöld höguðu sér eins og þroskahamlað fólk og án allrar ábyrgðarkenndar, með síðan þeim þeim hörmungar afleiðingum sem á eftir fylgdu.

Og ég er sammála þér varðandi Sigrúnu. það var sláandi að verða vitni að ótrúlegri blaðamennsku og því skilningsleysi sem birtist hjá spyrjandanum .

Er virkilega svona komið fyrir Íslenskri fjölmiðlun í dag ?......HJÁLP.....

hilmar jónsson, 11.3.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þettað var mjög upplýsandi viðtal hjá Sigrúnu,það virðist vera að  ákeðin persóna hjá Fjármálaeftirlitinu Islenska sleppi ansi vel út  úr þessu Icesave máli

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 11.3.2011 kl. 11:28

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er alveg vitað að ísl. fjármálaeftirlitið var eins og auglýsingafirma fyrir ísl. bankanna.  Ekkert nýtt þar.

Það sem er nýtt er hve ísl. ráðamenn birtast í ótrúlega nöturlegu ljósi.  Því málið sneri auðvitað að ísl. ráðamönnum þegar upp er staðið, auk helstu stofnanna ríkisins svo sem Seðlabanka.

Darling taldi augljóslega undir það síðasta að íslendingar ætluðu bara að stela öllu sem þeir gætu og ekki heiðra sínar skuldbindingar - sem reyndar virðist alls ekki svo fráleit niðurstaða ef horft er síðan á framhaldið.  Og einhver hluti ísl. hreinlega á því að það eigi að gera.

En að vísu virðist ofannefndur hluti fara minnkandi.  Að vísu.  Það er eigi allt alslæmt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband