Auðmýkt og áfallastjórnun

Auðmýkt er holl og góð fyrir alla. Hún felst meðal annars í því að viðurkenna veikleika sína og sjá sér hag í að leita sér hjálpar þegar manns eigin ráð eru á þrotum. Við það eflist maður á ný.

Mér kom þetta í hug í gærkvöld þegar norski almannatengillinn var í viðtali í Kastljósinu. Hann lýsti þar á einfaldan og skýran hátt vinnu sinni fyrir Geir Haarde. Forsætisráðherrann skynjaði að hann réði ekki sjálfur við fjölmiðla- og almannatengslin þegar allt var farið fjandans til í efnahagslífinu og að hann þyrfti hjálp fagmanns.

Norðmaðurinn kann greinilega sitt fag - hann lýsti þarna helstu, algengustu og bestu aðferðum sem notaðar eru við áfallastjórnun í almannatengslum. Í áfallastjórnunni er aðalatriðið er að segja sem mest, sem fyrst og á sem einfaldastan hátt.

Það fer að vísu ekki fram hjá nokkrum manni að árangurinn af starfinu er aðeins takmarkaður, talsverður hópur fólks telur sig enn engar upplýsingar fá - og trúir þess utan ekki orði af því sem sagt er. Kennslubækurnar í áfallastjórnuninni gera ráð fyrir þessu og kenna þetta: reynið aftur. Og aftur. Flest fólk er ekki fífl.  

En það ber að virða viljann fyrir verkið. Þótt að minnsta kosti helmingur ráðherra ríkisstjórnarinnar hafi á einum eða öðrum tíma unnið við blaðamennsku, þá hefur þeim ekki tekist að vera í nógu góðu sambandi og með því auka þeir á reiði fólks og örvæntingu. Það má ekki gerast. Ríkisstjórnin á að fá sér annan fagmann á borð við Norðmanninn. Slíkir menn eru til á landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband