Er ekki allt í lagi?

Jón Baldvin Hannibalsson hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sem þjóðina vanti umfram annað sé að hann komi til forustu og leiði okkur út úr ógöngunum.

Er ekki í lagi með manninn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Ómar, hefur einhvern tíma verið í lagi með þennan mann?

Yngvi Högnason, 15.2.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Spurning hvaða andi leiddi hann að þessari niðurstöðu

Hjalti Tómasson, 15.2.2009 kl. 13:14

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vonadi er allt í lagi með hann, en það er ekki þar með sagt að við séum sammála honum. Ég hef oft getað tekið undir margt sem hann hefur sagt, en ekki þessar forystutillögu hans.

Þetta er eins konar svanasöngur sem grípur um sig í brjóstinu. Hans komst út og það er munurinn á honum og fjömörgum öðrum sjálfskipuðum "bjargvættum"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.2.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Óli Garðars

Svona lýsir 'grái fiðringurinn' sér í stjórnmálunum. Maðurinn er orðinn elliær, sama hvað spúsa hans segir.

Óli Garðars, 15.2.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hefur málflutningur Jóns Baldvins og skilgreiningar á ástandinu í vetur verið í einhverri ætt við elliglöp?  Hefur nokkur annar en hann lýst því betur, skilmerkilegar og skörulegar en hann ?

Ég hef þekkt Jón Baldvin í hálfa öld og hann hefur aldrei verið ferskari, yngri og skarpari í hugsun en nú. Það geislar af honum krafturinn. Ég fæ ekki séð að það sé meiri kraftur og snerpa í nokkrum af hinum svonefndu "ungu og fersku mönnum.

Ómar Ragnarsson, 15.2.2009 kl. 18:00

6 identicon

´Ekki í lagi´og ´elliær´?  Hvaða rök eru það?   Getur maður ekki verið ósammála fólki án þess að kalla það öllu illu?  

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:01

7 identicon

Ómar

Sjálfur er ég ekki viss með Jón Baldvin, en þetta sem þú segir er ekkert annað en fordómar. Ég held að hann vilji enda sína ævi á einhverju góðu svo ég get ekki séð að hann sé eitthvað verri en aðrir. Hvernig mögulega getur Jón t.d. verið verri en núverandi alþingismaður?

Leiðinlegt að sjá svona. Þetta sem Ómar lýsir kemur heim og saman við það sem ég hélt en samt sem áður ekki alveg viss. En hann á alveg jafn mikið skilið að vera formaður samfylkingarinnar og ingibjörg. Skil ekki þessi læti. Er fólk virkilega pirrað yfir lýðræðinu?

Jóhann (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:07

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skítinn sem menn kasta eiga þeir venjulegast sjálfir. Yfirlætisfullir hrokagikkir sem veitast að Jóni Baldvin lýsa best sjálfum sér. - 100% sammála Ómari Ragnarssyni.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.2.2009 kl. 00:26

9 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er greinilega ekki í lagi að hafa skoðun á JBH,það er aðra en sumir hér hafa. En það er hrokafullt yfirlæti hjá afdönkuðum stjórnmálamanni að halda fram að hann sé jafnvel öðrum hæfari að leiða hér þjóð. Hvað gerir hann betri nú en fyrr veit ég ekki. En maður eins og JBH getur létt slegið ryki í augu fólks og látið það halda að eitthvað nýtt og betra sé á ferðinni. En JBH er reyndar ekkert verri en það sem við höfum núna. En gott er fyrir JBH að hafa einhvern til að taka upp hanskann fyrir sig, hvort sem það er þröngsýnn "ljósmyndari",maðurinn á hálendiskoppnum eða einhver sem gólaði gáfulega á torgi:Vanhæf (hálf) ríkisstjórn.

Yngvi Högnason, 16.2.2009 kl. 08:41

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Skildi Jón ekki Alþýðuflokkinn eftir í rjúkandi rúst og flúði svo til útlanda?   Furðulegt hvað þeir eiga erfitt með að hætta þessir menn þ.e. Davíð, Jón... þeir skilja ekki að þjóðin getur vel án þeirra verið,  maður bara bíður eftir að Steingrímur Hermanns dúkki upp aftur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.2.2009 kl. 10:22

11 identicon

Þið megið hafa skoðun Óli, ÓmarV., Yngvi.  En dómar um geðheilsu manna opinberlega?  Það er ekki sama og segja að maðurinn sé vanhæfur í verkefni.  Hvort hann er það veit ég ekkert um.

EE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:26

12 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Jón var auðvitað bara að rugga bátnum innan Samfylkingarinnar og ekki vanþörf á.  Um leið og Ingibjörg Sólrún fór utan í nokkrar vikur þá varð allt vitlaust í Samfylkingunni.  Þetta gerist vanalega í hópum þar sem sterkur leiðtogi dóminerar umhverfi sitt.  Um leið og hann fer fyrir horn þá springur allt í loft upp.

Það er full ástæða til að skipta Ingibjörgu út enda ber hún mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem við erum í nú um stundir og eðlilegt að hún fari sömu leið og Geir þótt ábyrgð hans sé meiri.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.2.2009 kl. 11:40

13 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það er auðvitað engin leið að lesa það út úr upphafsfærslu minni að ég einhverja sérstaka skoðun á andlegri heilsu JBH. Það hef ég ekki. Í mínum huga er fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins hluti af því kerfi sem er úr sér gengið, ef það var þá einhverntíma nothæft. Nú, sem aldrei fyrr, er ástæða og efni til að gefa upp á nýtt og mér sýnist að bestu möguleikarnir felist í að völdin verði tekin af pólitíkusunum, gömlum og nýjum - að minnsta kosti um stundarsakir. Því bendi ég enn og aftur á þetta hér: http://www.nyttlydveldi.is/

Ómar Valdimarsson, 16.2.2009 kl. 14:40

14 identicon

Er fólk búið að gleyma því að það var Jón Baldvin sem kom Sjálfstæðisflokknum til valda 1991 með Viðeyjar fundinum fræga.(Eftir að hann í samstarfi með Alþýðubandalaginu vann kosningarnar).

Það mætti kanski kenna Jóni Baldvini óbeint um hrunið?

Valdís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband