Til fyrirmyndar

Ég hef nánast alla mína tíð verið í upplýsingabransanum, þ.e. fengist við að afla upplýsinga, framreiða þær og dreifa þeim. Ég þykist því hafa ágæta reynslu af góðri upplýsingamiðlun og vondri. Lengst af hefur upplýsingamiðlun stjórnvalda á Íslandi verið slök, stundum beinlínis vond.

En nú er ástæða til að fagna - og því lýsi ég best með því að birta orðrétta tilkynningu sem barst frá ríkisvaldinu í gær. Þessi viðleitni er í stuttu máli sagt til fyrirmyndar: 

18.02.2009 -Tilkynning frá forsætisráðuneytinu

Ríkisstjórnin eykur upplýsingagjöf til almennings

Í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs hefur verið mótuð skýrari stefna í upplýsingamiðlun, bæði hvað varðar framsetningu og innihald. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins hefur á síðustu dögum unnið markvisst að því að finna leiðir til að bæta upplýsingastreymi stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á gagnsæi og lifandi upplýsingagjöf.

Þetta verður gert með tilkynningum, með fundum, svörun fyrirspurna og miðlun efnis á vefjum stjórnarráðsins. Dagskrá ríkisstjórnarfunda verður gerð aðgengilegri og nú verða blaðamannafundir það sömuleiðis.Uppfærð verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar með ítarefni er aðgengileg í heild sinni á netinu frá og með deginum í dag.

Verkefnaskráin verður uppfærð eins oft og þörf er og hún gefur öllum kost á að fylgjast með því hvað ríkisstjórnin er að fást við og hvernig verkum hennar miðar.

Um leið verða upptökur af vikulegum blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar aðgengilegar í gegnum vefinn. Fundirnir eru haldnir í Þjómenningarhúsinu og þar sitja forsvarsmenn stjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra fyrir svörum.

Allar tilkynningar og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar eða ráðherra og ráðuneyta má finna á vefjum stjórnarráðsins og viðkomandi ráðuneyta, en upplýsingaveita stjórnvalda er á www.island.is. Þar eru fréttir og ítarefni tengt fjármálavandanum, leiðbeiningar til fólks í vanda og mikilvægir tenglar.

Uppfærð verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar: www.island.is/efnahagsvandinn/adgerdir-stjornvalda/yfirlit-adgerda

Upptökur af fréttamannafundum: http://stjornarrad.is/fyrir_fjolmidla/frettamannafundir

Upplýsingaveita stjórnvalda á ensku: www.iceland.org

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég er sammála því að þetta sé skref í rétta átt. En svona upplýsingagjöf nær ekki að fullu tilgangi sínum nema til staðar séu fjölmiðlar sem vilji og geti rýnt í ákvarðanatökuna og vinnsluferli hennar með gagnrýnum hætti. Okkar vandamál í dag snúa að miklu leiti að því að hér hvorki eru né hafa verið óháðir fjölmiðlar sem starf með heill almennings að leiðarljósi heldur hafa þeir látið teyma sig, og þá af eigendum sínum, til að fjalla gagnrýnislítið eða gagnrýnislaust um stjórnvaldið og hafi komið fram gagnrýni þá helgast hún af sérhagsmunum en ekki velferð almennings eða sannleiksást.

En kannski er þetta bara byrjunin, guð gefi að gott á viti

Hjalti Tómasson, 20.2.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott framtak og rétt leið til að auka flæði upplýsinga

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Batnandi mönnum er best að lifa.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.2.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband