Ég er of fattlaus

Ég er stundum seinn að fatta. Nú sé ég til dæmis að mikið af því fólki sem hefur verið að taka þátt í umræðum í sjónvarpi og útvarpi í vetur og fjallað um kreppuna og vonsku heimsins er á leið í prófkjör fyrir fjórflokkinn.

Og ég sem hélt að þetta væru óháðir sérfræðingar sem hefðu fengið nóg af sukkinu! Ónei, nú kemur á daginn að margir voru einfaldlega að ota síns flokks tota.

Ég á mér þá eina afsökun að eftir áratug í útlöndum þekkti ég ekki lengur vel til í samfélaginu og var hættur að fatta að auðvitað héldu stuttbuxnadeildirnar áfram að unga út fólki í sinni gömlu mynd. Mér sýnist enda að flestir 'nýju' frambjóðendurnir í væntanlegum prófkjörum séu aldir upp á flokksskrifstofum hér og þar.

Kannski er það borin von að kerfishrunið leiði til raunverulegra uppstokkunar í þjóðfélaginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir....og mér líður vel að vera þannig....

TARA, 22.2.2009 kl. 01:36

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Og já....... Tryggvi Þór Herbertsson í heljarinnar viðtali í Kastljósi í vikunni sem leið t.d................ laim.

Egill Helgason sem er með Silfur Egils hefur hlýft okkur við þessum pólitíkusum í Silfrinu í allan vetur og ........ þvílíkur munur.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei Ómar, ég ber þá von í brjósti að okkur tekist að skapa nýjan grunn undir samfélagið okkar. Þetta með stjórnlagaþingið er að mjakast áfram og það kemur til með að aðskilja Framkvæmdavald, Löggjafarvald og Dómsvald. Þá er ég að meina þegar búið verður að endurskoða stjórnarskrá og kosningareglur. Aðskilnaðir valdahlutanna mun afnema það ægivald sem einstakir ráðherrar hafa í dag. Það er ekki við öðru að búast en að breytinga sjái ekki stað eftir þessar kosningar. Raunar vona ég að sem allra fæst ný framboð komi fram núna, því það orsakar fyrst og fremst aukið fylgi Íhaldsins, sem stendur fastast gegn breytingum á grunnreglunum. Þeir kalla tillögur um stjórnlagaþing byltingu og stjórnartíð Jóhönnu "millibilsástand" sem sé óþægilegt. Þeir eru kannski svona vissir um að svífa aftur í valdastólana síns eftir kosningar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2009 kl. 02:13

4 identicon

Sæll Ómar.  Takk fyrir síðast. Ég sé að þú hefur haft stutt stopp í þessum táradal og kannske eins gott ef þú hefur fundið eitthvað við þitt hæfi.  Þetta er allt rétt hjá þér, auðvita vilja allir þessir menn/konur komast á laun hjá okkur í gegn um framboð, ekkert hefur breyst eða áttir þú von á því sona sjóaður eins og þú ert.  Bestu kv.  Árni.

Árni G Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 11:49

5 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

'Eg veit ekki alveg hvað er í gangi núna ,halda alþingismenn og það fólk sem er að bjóða sig fram til alþingiskosningar að fólk sé hætt að vera reitt eða að það vilji ekki breytingar lengur á stjórnkerfi landsins nei ekki aldeilis ,en mun koma fram flokkur eða hreyfing sem hefur það eingöngu á stefnuskrá sinni að breyta kosningalögum og breyta stjórnarskrá .það er stutt til kosninga ,vona svo sannarlega að það gerist . Já maður kemst úr kontakt við þjóðfélagið þegar lengi er dvalið erlendis .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.2.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband