Ekki mark á þeim takandi

Þetta subbulega 'styrkjamál' Sjálfstæðisflokksins sýnist þá vera upplýst - þ.e. hver bað um peningana, fyrir hvern, að undirlagi hvers og hver tók svo við þeim. Eftir sem áður eru uppi grunsemdir um að það hafi verið einhver tengsl á milli þessara fjármagnsflutninga og þátttöku Flokksins í REI-samsærinu. Ég set traust mitt á rannsóknarnefnd þingsins í því sambandi.

En orðspor Geirs Haarde og Kjartans Gunnarssonar er ekki mikils virði eftir þetta. Þegar greiðslurnar voru komnar í hús héldu þeir áfram að tala eins og þeir væru heilagir menn en ekki spillikettir nýbúnir að svína á anda lagasetningar sem þeir hreykja sér af að hafa haft forgöngu um. Hví skyldi maður taka mark á þeim í framtíðinni?

Hins vegar sýnist manni að Bjarni Benediktsson hafi komið þokkalega út úr þessu - a.m.k. ef marka má frammistöðu hans í sjónvarpsviðtölum í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og segir í fyrirsögninni, þá er ekkert mark á þeim takandi. Ekki heldur Guðlaugi og þeim í Kók og Landsbanka.

Þeir eru búnir að setja upp sögu sem lítur aðeins betur út, en hver átti frumkvæðið? Kemur það ekki frá FL-Group?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já þeir hafa séð um sína niðurlægingu sjálfir. Traustið á þeim er orðið ansi rýrt í roðinu. Þetta hefur verið eldskírn fyrir Bjarna Benediktsson og ekki víst að athöfninni sé lokið. Þetta verður rannsakað,

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.4.2009 kl. 22:35

3 identicon

Kemur á daginn að Geir H. Haarde er ekki bara versti forsætisráðherra þjóðarinnar, fyrr og síðar, heldur einnig einn spilltasti stjórnmálamaðurinn sem þjóðin hefur alið af sér. Árni Johnsen er eins og altarisdrengur við hliðina á Geir...

Og ég sem hélt að "maybe I should have" hefði verið eitt aumasta augnablikið á stjórnmálaferli Geirs!

Ómar R. Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

get nú ekki sagt að það hafi verið saumað neitt sérstaklega að Bjarna í þessum viðtölum ...

ég vil fá að vita hver skrifaði undir alla pappíra tengdu þessu máli .. hver heimilaði millifærsluna úr Landsbankanum og FL hver nákvæmlega tók á móti henni og með leyfi hvers óyggjandi skjalfest fyrir framan mig á forsíðu Morgunblaðsins...

Og ég vil að Samfylkingin og framsókn og VG geri það nákvæmlega sama takk fyrir !!! 

Hinrik Þór Svavarsson, 12.4.2009 kl. 08:51

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Stórar fjárhæðir eru greiddar í sjóð valdamesta flokks landsins þremur dögum áður en það varð ólöglegt.

Þessi vinnubröð segja sína sögu um tengsl milli manna sem eru í viðskiptum og vilja ná árangri og mann sem eru í stjórnmálum og skortir siðferði.

Hvers vegna fengu Vinstri grænir ekki 30 millur?

Vegna þess að þeir báðu ekki um það? Vegna þess að þeir voru ekki við kjötkatlana?

Svarið er já við báðum spurningum.

Svo getur það vel verið að þessar upphæðir séu ekki einsdæmi hjá flokknum. Þess vegna voru Geir og Kjartan ekki að kippa sér neitt sérstaklega upp þegar þessar bárust??

Bjarni Ben er í hreinsunardeildinni - en hann getur aldrei hvítþvegið flokkinn. Enn er byggt á sama strúktur. Enn eru valdamenn flokksins og valdamenn viðskiptalífsins í nánum tengslum og enn stefnir flokkurinn á einkavæðingu á sem flestum sviðum.

Það eru því augljósir hagsmunir bissnissmanna að hafa sterkan flokk sem vinnur fyrir þá.

Bjarni Ben kemur úr þessu umhverfi - sterk hagsmunabönd við stórfyrirtæki og uppeldi innan flokksins sem á þessa fortíð sem öllum var og er ljós.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.4.2009 kl. 09:22

6 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ég er sammála Ómari,maður setur traust sitt á rannsóknanefa þingssin,og vonar eftir því að allt komi fram,það er ekki gott ef satt er að saklausir menn séu benlaðir við þennan óþvera og mútumál,ef þeir eru svo saklausir,ég lít ekki á þetta sem lögbrot enda er það ekki lögbrot,heldur siðlaust með öllu,ég er sammála Ómari að formaðurinn kom ágætlega út úr þessu erfiða máli,Ómar ég sendi þér páska kveðju og njóttu þess.

Jóhannes Guðnason, 12.4.2009 kl. 15:49

7 Smámynd: Ómar Valdimarsson

...en svo fer maður að efast, sbr. Bjarna B í þessari Moggafrétt: 

http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/12/fraleitt_ad_draga_nafn_kjartans_inn_i_atburdarasina/

Var Bjarni þá líka bara að bulla í gær?

Ómar Valdimarsson, 12.4.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband