Póst & síma aftur!

Ég var að horfa á skondna þætti í bresku sjónvarpi - um fúla unga menn og úrilla eldri menn (sem flestir voru á mínum aldri). Ég var stundum sammála báðum.

Þar kom að þeir fóru að tala um hvað póst- og símaþjónustan í Bretlandi væri orðin léleg. Þá varð ég úrillur eldri maður, því ég átti svo auðvelt með að heimfæra þetta upp á Ísland. Ég hef verslað við bæði Símann og Vodafone og hef alltaf á tilfinningunni - sérstaklega þegar ég fæ reikningana (sem engin leið er að skilja) - að það sé verið að ræna mig og narrast að mér. Og pósthúsin? Drottinn minn dýri, það er engin leið að finna þau lengur!

Nú vona ég að bæði Síminn og Vodafone fari á húrrandi hausinn. Þá er von til að ríkið endurreisi Póst & síma - sem að vísu veitti ekki allra bestu þjónustu í heimi en var þó skárri en þessi diskófélög sem nú eru að svína á manni daga og nætur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hugmynd væri að taka póstafgreiðsluna í Varmahlíð í Skagafirði til fyrirmyndar.  Þar er póstafgreiðslan við hliðina á olíubrúsum, pylsupottinum og sælgætinu ... - en þar er alltaf hægt að finna póstafgreiðsluna!!!! 

Á bensínstöðvarnar með póstafgreiðslurnar - þá vitum við hvar þær eru!!!

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 13.4.2009 kl. 05:48

3 identicon

Bendi hér á snjalla leið Póstsins til atvinnusköpunar í kreppunni!

http://www.raudhausar.com/gunnar/?p=180

Hreint lyginni líkast!

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 10:29

4 identicon

Já, saga Gunnars Geirssonar á líka við Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð. Póstbíllinn sem kemur úr Reykjavík á nótunni hefur ekki tíma til að stoppa á Breiðdalsvík, það tæki skv. mælingu 8 mínútur, heldur keyrir beint áfram, framhjá póstafgreiðslunni á Stöðvarfirði, sem er við aðalgötuna þar sem bíllinn keyrir um, einnig framhjá Fáskrúðsfirði og til Reyðarfjarðar. Þar er póstur fyrir Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð og Fáskrúðsfjörð skilinn eftir, og að morgni er keyrt af stað til baka, með póstinn á þessa þrjá staði. Milli Reyðarfjarðar og Breiðdalsvíkur eru 63 km.  Svo undarlega vill hins vegar til að póstbíllinn hefur tíma til að stoppa á a.m.k. Stöðvarfirði og Breiðdalsvík á kvöldin, til að taka póstinn til Reykjavíkur. 

Íslandspóstur er ríkisfyrirtæki, en mikið yrði ég glaður að fá Póst & síma aftur.

Hákon (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 10:45

5 identicon

Ómar minn, það er þetta fína pósthús í Síðumúlanum. Og annað úti á Eiðisgranda ... og svo eitt á Akureyri. Manni detta nú bara hin fleygu orð Bo í hug: "Do you like service?"

Siggi Sverrris (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:20

6 identicon

Sæll Ómar,

Hefurðu heyrt rausið í fjölmiðlum undanfarið um að landsbyggðin skuli fá háhraðnetstengingu EINS of höfuðborgarsvæðið?  En það er ENGIN háhraðatenging á höfuðborgarsvæðinu, aðeins ADSL rusl með hraðann 1-2 Mb/sekúndu!,  Öllum háhraðtengingum, í gegnum LJ'OSLEIÐARA, sem lagðar voru af því ástsæla fyrirtæki Línunet, um circa, áratugsskeið, frá 1995 t.d. í götum nálægt Múlastöðinni, Grensásveg, einnig í Vesturbænum, o.s.frv hefur verið LOKAÐ fyrir fullt og allt (ekkert upp úr þessum tengingum að hafa, betra að mjólka fíflin, þ.e. notendurna, gegnum ADSL ruglið, umframgagnamagn, o.s.frv. 

 Kv,

BJ

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:09

7 Smámynd: Dexter Morgan

Menn hefðu átt að hlusta á Steingrím J og aðra VG á sínum tíma, þá væruð þið ekki að skrifa um þetta núna. Hann vildi bara alls EKKI selja neinum ríkisfyrirtækið Póst og Síma og allra síst að láta grunnnetið fylgja með. Þetta var álíka vitlaust og að selja einhverjum vegina á íslandi, sem gætu svo rukkað hvern og einn sem keyrir um vegina, eitthvað gjald, sem þeir ákveða sjálfir.

Dexter Morgan, 15.4.2009 kl. 00:26

8 Smámynd: Ómar Valdimarsson

BJ: ég hef tekið eftir þessu. Ég hef keypt mér svo og svo hraða tengingu frá bæði Símanum og Vodafone og borga fyrir það fullt verð. En svo fer maður að mæla sjálfur og þá kemur í ljós þetta sem þú ert að lýsa. Þá fær maður þau svör frá símafyrirtækjunum að það séu svona eða hinsegin línur í hverfinu eða inn í húsið eða...bla bla bla, ble ble ble. Þegar ég spurði einn sölumanninn hvers vegna ekki væri tekið tillit til þessara aðstæðna við verðlagninguna, þá skildi hann ekki spurninguna.

Ómar Valdimarsson, 15.4.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband