0,02% einróma niðurstaða

Hjúkrunarfræðingar eru að fara úr Bandalagi háskólamanna. Þetta var ákveðið á aðalfundi félags hjúkrunarfræðinga þar sem 55 voru mættir. 53 greiddu atkvæði með tillögu um úrsögn úr BHM - hérumbil einróma niðurstaða.

En það eru að minnsta kosti 2500 manns í félaginu (útvarpið hefur reyndar líka sagt 3500). Þýðir það ekki að um 0.02% félagsmanna hafi greitt atkvæði með úrsögn?

Það má vel vera að hinir 2447 séu líka á því að yfirgefa heildarsamtökin. Maður verður að ætla það.

En það er ekki hægt að segja að það sé mikil þátttaka í félags- og kjarabaráttunni hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta er næstum því eins vont og það hefur lengst af verið hjá VR. Er þá langt til jafnað!

Í mínu félagi, Blaðamannafélagi Íslands, var kosinn nýr og vaskur formaður á dögunum með rúmlega 60% greidddra atkvæða sem voru alls 100. Í félaginu eru hins vegar um 500 manns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Bara svona smá athugasemd: 53 deilt með 2500 er 0,02, en sé þeirri tölu breytt í prósentu er hún margfölduð með 100 og verður þá 2%. Engu að síður fremur lágt hlutfall til að ná "einróma" niðurstöðu eins og þú nefndir.

Muddur, 14.5.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Takk fyrir þetta. Mig grunaði sosum að reikningskúnstir mínar gætu verið vafasamar. Það er þá ekki í fyrsta skipti...enda lesblindur á stærðfræði.

Ómar Valdimarsson, 14.5.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæll vertu Ómar.

   Málið er þannig að við kjósum fulltrúa á þingið. Og bak við hvern fulltrúa eru þetta og þetta mörg atkvæði. Þannig að við berum traust til niðurstöðu. Þessi fulltrúaþing okkar eru mjög skemmtileg, einmitt vegna þeirrar ábyrgðar sem hver fulltrúi hefur.  Síðan eins og þú veist eru fantagóðir farsímar í gangi.  Hjúkrunarfræðingar eru með mjög öflugt stéttarfélag, og hafa nokkur stéttarfélög tekið okkur til fyrirmyndar hvað varðar innri samstöðu.  Nóg um það í bili. Sólveig, frá minni hálfu. Takk fyrir að taka eftir okkur..

Sólveig Hannesdóttir, 14.5.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ókey, fulltrúaþing. Þá horfir þetta náttúrlega allt öðru vísi við. Takk fyrir ábendinguna.

Ómar Valdimarsson, 14.5.2009 kl. 14:05

5 identicon

Það er áhyggjuefni hvað blaðamenn eru slæmir í reikningi.  Stundum hreykja þeir sér jafnvel af því.

Örn (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband