Gott hjá Geira

Það verður að reikna Þorgeiri Eyjólfssyni það til góða að segja upp starfi sínu hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Það sýnir að hann þekkir sinn vitjunartíma og ætlar ekki í mikið þras. Það er betra fyrir alla - ekki hefði verið góður endir á annars ágætlega farsælum ferli að fara í stríð við eigendur sjóðsins.

Ég gerði það að tillögu minni á nýlegum aðalfundi Blaðamannafélagsins (lífeyrissjóður BÍ var sameinaður LV fyrir nokkrum árum þegar nýjar reglur um lágmarksstærð sjóða tóku gildi) að félagið beitti sér fyrir því að forstjórinn á kádiljáknum yrði látinn fjúka. Þá kom í ljós að BÍ hefur engin tök í sínum lífeyrissjóði.

Nú hefur Þorgeir tekið af okkur ómakið. Það er gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp ertu einfaldur Ómar minn - maðurinn VARÐ að segja af sér - annars hefði verið séð til þess af eigendum lífeyrissjóðsins, þ.e., okkur sem í hann borga, að bola honum burt með þeirri skömm sem hann á skilið. Hann ákvað að taka pokann sinn frekar en að láta það gerast. Tel ekki a það sé að þekkja sinn vitjunartíma - það er háttur heigulsins að flýja þegar í óefni er komið.

Good riddance segi ég nú bara en því miður allt allt of seint fyrir okkur - skaðinn er skeður og mun meiri en við höfum fengið að vita af enn sem komið er.

Margrét (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó það kosti slatta að greiða fyrir starfslok, þá er það mun ódýrara en að hafa hann áfram

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.5.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband