Níu Framsóknarmenn og barnfóstra

Það verður greinilega engu logið upp á þingflokk Framsóknar sem nú neitar að fara að almennum mannasiðum og rýma herbergi sem er stórt fyrir flokkinn svo annar fjölmennari flokkur geti haldið sína fundi.

Væri nú ekki rétt fyrir stjórn Alþingis að viðurkenna að þótt Framsóknarmenn á þingi séu aðeins níu, þá þurfi þeir herbergi fyrir tíu. Einhvers staðar þarf barnfóstran að sitja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Eru það almennir mannasiðir að þínu mati að ganga úr fjósi fyrir kú sem hefur staðið á sínum bási frá landnámsmorgni til þessa dags þótt hún hafi fitnað?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.5.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: corvus corax

Framsóknarhyskið er óalandi og óferjandi hvar sem borið er niður.

corvus corax, 23.5.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ekki gleyma tilsjónarmanninum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.5.2009 kl. 01:28

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þetta mál er sérkennilegt í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á "hina nýju Framsókn". Ef ég væri PR maðurinn þeirra hefði ég lagt áherslu á að fá nýtt herbergi og undirstrika þar með ferskleikann.

Sigurður Haukur Gíslason, 23.5.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það á sko að halda dauðahaldi í allar gamlar venjur og hugsanir á þeim bæ. Þó að formaðurinn sé ungur að árum þá er hann gamall í hugsun. Stundum efast ég um að hann sá á sömu bylgulengd og nútíminn. Ég vildi ekki vera í samstarfi við þennan ágæta hóp manna sem valist hefur til setu á Þingi fyrir Framsókn. Sveigjanleikinn er ekki þeirra siður og þetta þrætumál minnir svolítið á ofdekraðann krakka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.5.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband