70% skekkjumörk

Þrátt fyrir allar vondu fréttirnar og allan barlóminn og sönginn um að ríkisstjórnin sé ekkert að gera og að þingið eigi að skammast sín og vinna kauplaust, þá er ýmislegt gott að frétta í þessu landi. Það vorar vel, neysluæðinu virðist að mestu lokið, svínaflensan er ekki að leggja byggðir í eyði og miklu færri fyrirtæki eru farin á hausinn en spáð var í ársbyrjun.

CreditInfo er fyrirtæki hér í bænum sem sagði frá því í fyrradag að fyrstu fjóra mánuði ársins hefðu 346 fyrirtæki orðið gjaldþrota, eða að meðaltali 86 fyrirtæki á mánuði.

Þetta eru í sjálfu sér góðar fréttir, því það er ekki lengra síðan en í febrúar að þetta sama fyrirtæki spáði því að meðaltalið yrði 291 fyrirtæki á mánuði og að samtals myndu 3.492 fyrirtæki fara á hausinn á þessu ári.

Skekkjumörkin eru ekki nema um 70%. Eru það ekki bara nokkurn veginn normalt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já satt er það en skv. mínum heimildum er

291 tæplega 337% meira en 86.

Langt utan 70% skekkjumarka.

voff (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:19

2 identicon

Mér finnst frábært að bent sé á jákvæða hluti. Takk fyrir það. Sum fyrirtæki þurfa að fara í gjaldþrot, þau eru illa rekin, passa ekki inn í breytt neyslumunstur og ýmislegt annað. Önnur eiga eftir að spretta upp, sem eru betur í stakk búin til að mæta nýjum aðstæðum og hugsunarhætti. Þau fyrirtæki eiga eftir að skapa ný störf. Höldum bara augunum opnum fyrir möguleikunum í stað þess að nýta orkuna í barlóm og neikvæðni. Ástandið er hundleiðinlegt en það batnar ekki ef við gerum ekki eitthvað í því.

Maríanna Friðjónsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:47

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Dísuss ég elska svona bjartsýninsmenn eins og þig gamli vinur! 

Ekkert helv........ væl hér!

  Stórt knús i bæinn allan hringinn.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband