Vitur maður talar

Það er erfitt að álasa stjórnvöldum fyrir að hitta Dalai Lama ekki á meðan hann er hér – en þó væri óskandi að foringjar lands og þjóðar (og raunar þjóðin öll) hafi hlustað á tíbetska trúarleiðtogann í glimrandi fínum sjónvarpsþætti Þóru Arnórsdóttur og Gauks Úlfarssonar í kvöld og beri gæfu til að tileinka sér eitthvað af þeirri göfgi sem einföld lífsspeki leiðtogans felur í sér.

Það er ekki á hverjum degi sem maður færi tækifæri til að hlusta á raunverulegan djúpvitring en það fengu sjónvarpsáhorfendur í kvöld (og reyndar einnig fyrir nokkrum dögum í öðrum ágætum þætti á RÚV).

Magnaðast við visku Dalai Lama er tær einfaldleikinn: Mannleg samskipti sem byggjast á kærleika og umhyggju eru betri leið.

Það má svo sem vel vera að einhverjum þyki hans heilagleiki og málflutningur hans grunnur í ljósi þeirra ógnvænlegu flækja sem mörg ‘heimsmál’ eru í – en kannski væru flækjurnar færri ef fleiri mönnum tækist að gera þær jafn einfaldar og Dalai Lama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér.

Já, heimurinn væri annar og betri ef menn hefðu sömu sýn og D. Lama.  Ég  get ekki ímyndað mér að hann hafi þörf fyrir fleiri jarðvistir, jafn andlega  þroskaður og hann er.  Hugsanlega kýs hann þó að koma aftur ef harðlínukommarnir í Kína hætta að gera "vandamál" úr lýðræðinu.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Góður pistill um sérlega vandaðan og vel unninn þátt.

Gunnar Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Bumba

Flott hjá þér, þakka þér kærlega fyrir. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.5.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Amm, Ómi...

Steingrímur Helgason, 1.6.2009 kl. 00:26

5 identicon

Er það ekki undirlægjuháttur að tala ekki við D Lama.

Annars fannst mér óþolandi í TV.Sagði ekki neitt

slúður

erlingur hólm Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 10:50

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Dalai Lama er mikill hugsuður og fer ætíð leið friðarins í hverju máli. Honum hefur orðið mjög ágengt í að sýna íbúum heimsins hvað kærleikurinn er sterkur og getur komið miklu til leiðar. Kínverjar eru með skammir og skætin, en þeirra árangur er ekki mikill, því fólk um heim allann, tekur málstað Tíbet vegna friðarboðskaps leiðtogans.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.6.2009 kl. 16:21

7 identicon

Það ber vott um mikinn gungu- og undirlægjuhátt að hvorki forsætisráðherra né forseti Íslands vilij hitta Dalai Lama.

En það er svo sem ekki nema von því kommarnir vilja ekki gera neitt til að ögra skoðanabræðrum sínum úr austri.

bjkemur (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:44

8 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ég ætla að vera ósammála því að það sé 'gungu- og undirlægjuháttur' íslenskra stjórnvalda að sækjast ekki eftir fundi með hans heilagleika.

Ísland hefur viðurkennt kínverska alþýðulýðveldið eins og það er samansett og þar er Tíbet eitt héraða. Sjálfur Dalai Lama hefur ekki á móti því út af fyrir sig að vera hluti af Kína, heldur hvernig sjálfsstjórn Tíbets er útfærð og túlkuð af ráðamönnum í Beijing. 

Mér finnst þetta miklu frekar vera pólitískt raunsæi - en jafnframt þykir mér það gott hjá Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra að fara í eigin persónu á fund trúarleiðtogans. 

Ómar Valdimarsson, 1.6.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband