Áfram við kjötkatlana

Niðurstaðan úr krísunni í bæjarpólitíkinni í Kópavogi getur ekki verið annað en vonbrigði. Bæjarstjórinn er að fara frá vegna spillingarmála sem hafa viðgengist í skjóli Framsóknarflokksins.

Og niðurstaðan er fengin til að tryggja 'einkahagsmuni einstakra manna,' eins og Hjalti Björnsson Framsóknarmaður orðaði það í viðtölum við RÚV í dag. Hann hlýtur að eiga við Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúa síns flokks. 

Bæjarstjórnin er búin að vera. Trausti rúin, ónýt. Hangir saman á persónulegum hagsmunum þeirra sem eru í pólitík til að komast að kjötkötlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Er ekki rétt að telja Samfylkinguna með þarna? Gunnar dregur sig í hlé sem bæjarfulltrúi vegna lífeyrissjóðsmálsins, en það gera ekki hinir pólitísku  stjórnarmennirnir í sjóðnum, þ.e. nefndur Ómar og svo Flosi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þessir reyna að spila sig fría en það þýðir ekkert, samkvæmt lögum um ábyrgð stjórnarmanna.

Ágúst Ásgeirsson, 24.6.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Það ætti með réttu að gefa öllum í stjórn sjóðsins frí þar til að búið er að fara í genum þessi mál, annað er bara ekki eðlilegt eða hvað finnst ykkur ??

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 24.6.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Rétt hjá ykkur báðum. Það dugar ekki að segjast ekki hafa vitað eða skilið - hvorki nú né áður!

Ómar Valdimarsson, 24.6.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband