Ballið ekki byrjað
18.1.2010 | 23:20
Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna Bretar og Hollendingar ættu að setjast aftur að samningaborði um IceSave með íslenskum yfirvöldum.
Þeir hafa enga sérstaka ástæðu til þess. Það eru varla rök í þeirra augum að við eigum skilið betri díl af því að við séum í rauninni voða gúddí.
Ég held að hugmyndir manna um þetta hljóti að byggjast á óskhyggju fremur en raunsæu mati. Og það skiptir að sjálfsögðu ekki nokkru máli þótt einhverjir dálkahöfundar skrifi greinar í erlend blöð - greinar sem sýnast að mestu byggðar á misskilningi. Almenningi í Bretlandi og Hollandi er skítsama um þetta mál - þeir sem áttu hagsmuna að gæta hafa fengið peningana sína.
En sjálfsagt verða lögin samt felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni og við verðum komin aftur fyrir núllpunkt. Þá fyrst byrjar ballið!
Athugasemdir
Staðan er 3-0 fyrir þá sem vilja fella Icesave samninginn/lögin.
Ég man eftir frægum leik í enska boltanum þar sem Tottenham var 3-0 yfir á móti Man. United á heimavelli þeirra fyrrnefndu... leikurinn endaði 3-5 fyrir United
Svo það er ekki allt búið fyrr en feita konan syngur.
Brattur, 18.1.2010 kl. 23:38
300 milljarðar fóru á einu bretti úr ríkissjóði í Seðlabankann.
200 milljarðar fóru á einu bretti úr ríkissjóði til að tryggja innistæður í peningamarkaðssjóðum.
Icesave er "ekki nema" 120 milljarðar. Hvernig væri að borga þetta á einu bretti og halda svo áfram við að koma þjóðfélaginu í gang?
Sigurður Haukur Gíslason, 18.1.2010 kl. 23:44
Ég hef sagt það áður og segi það enn að við borgum ekki skuldir okkar með samúðargreinum, hagfræðiálitum eða sérfæðingavangaveltum. Þetta mál þarf nauðsynleg að klára, en að fá Breta og Hollendinga að samningaborði einu sinni enn, er afar ólíklegt. Það skal þó aldrei segja aldrei.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 00:14
Bara svo það sé á hreinu þá langar mig ekki á þetta ball, en var bara ekki spurð. Tel mig þó vita aðeins um í hverju dansinn er fólginn, og þó??
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 00:17
Ef málið snérist um 120 milljarða, líkt og Sigurður Haukur, væri skynsamlegast að borga bara, hvað sem líður réttarstöðu og koma málinu fá.
En það snýst ekki um 120 milljarða heldur um ríkisábyrgð á láni upp á 750 milljarða í erlendri mynt sem skal greiðast upp með eignum Landsbankans. Það sem eftir stendur af höfuðstól og vextir greiðast af ríkinu og getur endað hvar sem er á bilinu 120-500 milljarðar, vaxtaberandi, þegar greiðslufrestinum lýkur, jafnvel yfir 1000 milljörðum ef allt fer á versta veg.
Ég legg til að Bretum og Hollendingum verði boðin krafan í Landbankann + 120 milljarða milligjöf, staðgreidd. Ef þeir fallast á það skal ég ekki gera athugasemdir en ef þeir myndu neita, myndu þið þá álykta að það sé af því þeir séu svo vitlausir?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 00:44
Þú ert afar glámskyggn á stöðu þjóðar okkar miðað við alþjóðalög.
Setti þetta inn hjá öðrum bloggara um sama málefni þar sem það er í anda þess sem um er rætt og til skýringar á hví við eigum ekki að greiða svo mikið sem penny umfram innistæðutryggingarsjóðinn.
Við lestur yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar, kemur glögglega fram, að bæði samkvæmt undirrituðum samning og hefðbundnu prótókolli, voru ísl stjórnvöld laus allra eftirmála af því nauðungsplaggi, sem ritað ar undir fyrr í ferlinu.einnig kemur kristaltært fram, að skilningur manna var, bæði fyrr og þá, að til að einhverjir samningar öðlist gildi, þurfi atbeina Alþingis til að staðfesta hann. Þessi skoðun og túlkun er svo geir-nelgd í álitum sérfræðinga í milliríkjasamningum, beggja vegna Altandsála.Líkt og Bretar neita að greiða innistæður innlánseigenda í útibúum fallina banka þeirra á Gurnsey, svo ber okkur ekki heldur að greiða penny umfram það sem til var í tryggingasjóði bankana, líkt og Stjórnvöld í London segja við sína kröfuhafa á Gurnsey.Ef svo þú telur Ingibjörgu fara með eintóma firru verður svo að vera en í þessari greinargerð til Viðskiptanefndar nú nýlega, koma þessi atriði fram og virðast hljóma líkt og bæði erlendir og innlendir sérfræðingar hafa sett málið upp.Því er það frekar undirlægjuháttur núverandi stjórnvalda hér og ótrúlegur þrælsótti vegna hugsanlegra synjunar um inngöngu í ESB sem rekur þetta lið til þjónkunar við erlent kúgunarvald.Svo er ekki úr vegi, að skoða hverjir taka málstað þessara afla. Þar fara fyrstir í flokki fjölmiðlungar úr liðsveitum ESB sinna og vinstrinu. Svo koma fast á eftir SA ,,gefum útlendingum bankana svo við eignumst VINI erlendis" gengið, þv+i næst eru það stórkaupmenn, sem hræðast ,,verri viðskiptakjör" sem mýs undir fjalaketti. Svo auðvitað ASÍ með sína forkólfa innmúraða í Samfylkinguna og hlýða þaðan kalli, líkt og ítrekað hefur komið fram, jafnvel þvert á hagsmuni heimilanna í landinu.Þokkalegur hópur að tarna.Miðbæjaíihaldiðvill halda til haga þeim staðreyndum sem þjóðarréttur leggur mönnum til.Bjarni Kjartansson, 19.1.2010 kl. 10:13
Því miður þá er stór hluti þeirra sem tjá sig um Icesave ekki að hafa fyrir því að líta raunsætt á málið. Menn eru komnir í skotgrafir og skotfærin eru þjóðremba, útlendinganíð og gervihagspeki. Velviljaðir skríbentar út um allan heim og allir „Íslandsvinirnir“ duga ekki til þess að hindra fall þjóðarinnar í ruslflokk ef þjóðaratkvæðagreiðslan endar með ósköpum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.1.2010 kl. 11:46
Ég var í sveit uppúr ´52 eins og þá var títt. Tveir af þessum bæjum voru 2.torfbæir og annar þerra hét Ártún og var við Blikadalsá á Kjalarnesi. Bær þessi var lítill torfbær, þar var ekkert rafmagn ekkert vatn nema í ánni og eingin sími. Það er ekki lengra síðan að fólk lét sér líða vel við frumstæðar aðstæður á Íslandi. Á næstu 20. árum hurfu þessir búskaparhættir, því Íslendingar á þeim tíma voru engar rolur og ætluðu sér betri kjör enda átu þeir sig orðið sjálfir er þarna kom sögu.
Það má því segja að Ísland hafi byggst upp úr fornöldinni á ævintýralega stuttum tíma. En í dag höfum við allt sem þarf, en samt er til hópur fólks sem vælir og spáir hörmungum ef við vogum okkur að hrekja á burt þræla veiðara og ræningja. Því að það eru þeir, sem neyða fólk til að vinna fyrir sig kauplaust og ræna af því eigum þeirra með löglausu valdi.
Hugleysingjar eru þeir sem af kjarkleysi standa ekki með þeim sem þora í þessu máli. Þorið og samstaðan er allt sem þarf til að vinna þetta mál með sóma. Ef við guggnum og lúfum fyrir nokkrum hrokafullum skítseiðum þá ber eingin virðingu fyrir okkur. En beri okkur gæfa til að standa saman, þá sigrum við hið erlenda þursaveldi með þeirra eigin lögum og þá hljótum við virðingu að níu.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.1.2010 kl. 21:16
Hverslags þvæla er þetta sem vellur upp úr Hrólfi Þ Hraundal: „ef við vogum okkur að hrekja á burt þræla veiðara og ræningja. Því að það eru þeir, sem neyða fólk til að vinna fyrir sig kauplaust og ræna af því eigum þeirra með löglausu valdi.“
Það liggur við að maður freistist til þess að halda að þetta sé uppskáldaður karakter einhvers grínista. Ef Hrólfur er af holdi og blóði þá sannar hann fullkomlega það sem ég skrifaði í fyrri færslu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.1.2010 kl. 21:48
Fyrirgefðu Ómar að þinn völlur skuli hér tekin til brúks af mér og Hjálmtýr þeim er vil frægðarsól okkar lága: Já Hjálmtýr, þvælu mát þú kalla tilvitnun þína í mál mitt og plagar það mig ekki verulega. Jú það blæðir sé skorið á. En um skotgrafir þá komust menn að því í fyrri heimstyrjöldinni að þar urðu menn sjálfdauðir frekar en til gagns. Hér eru eingir í skotgröfum, heldur uppi á vellinnum og berskjaldaðir með nafni. Raunsæi má deila um, en heigulsháttur er að þora ekki að takast á við vandan. Ofurefli er ekki til.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.1.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.