Enginn er fyndnari en Guðni

Það er talsverð kúnst að flytja skemmtilegar tækifærisræður, svo ekki sé nú talað um að vera svo skemmtilegur að fólk veltist um af hlátri. Það er fáum gefið. Skemmtilegasti maður sem ég heyri flytja tækifærisræður er Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra. Hann getur verið alveg drepfyndinn.

En aldrei hefur hann verið eins fyndinn eins og þegar hann segir í viðtali við DV í gær að forseti lýðveldisins hafi verið eini maðurinn sem hafi þorað að „rísa gegn fjármálavaldinu.“ Ég er búinn að fá magaverk af hlátri yfir þessu, ef ekki bara magasár. You're killing me, eins og þeir segja fyrir westan. Bara ef Rannsóknarnefnd Alþingis hefði haft snefil af kímnigáfu Guðna Ágústssonar þegar  hún sagði sína eigin brandara í Skýrslunni góðu:

„Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í sögu H.C. Andersen. Ljóst má vera að forsetinn gekk mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýra þeim eins og hann hefur sjálfur viðurkennt nokkrum sinnum eftir hrunið.“

 „Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi. Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli... Þrátt fyrir að kenningar forsetans væru harðlega gagnrýndar hélt hann áfram að lofa útrásina.“

DV segir svo frá um helgina: „Þá gagnrýnir nefndin að forsetinn hafi margsinnis þegið boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis. Hann hafi flutt erindi á viðskiptaþingum sem voru skipulögð af bönkum og skrifað fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna. Nefndin segir að það samræmist illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta. Útrásarmenn hafi verið tíðir gestir í boðum á Bessastöðum og jafnvel verið skipulögð sérstök boð fyrir þá og fyrirtæki þeirra.“

Nei, nú er komið nóg, Guðni Ágústsson. Maður verður að fá tíma til að anda á milli brandaranna hjá þér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm...!

-

Einsog þegar Guðni sagði...

"Samt er besta húsdýrið bóndakonan..."

Og kyssti svo verðlaunabeljuna á trýnið þá er vann til verðlauna á sýningunni í Ölfusshöllinni...

Eða...

"Staða konunnar er á bakvið eldavélina..."

Ég veit ekki með hvernig er í eldhúsinu hjá honum greyinu en venjulegast standa eldavélar hjá fólki upp við vegg... Hann hefur kannski viljað múra sína eiginkonu inn þar...?

Já, það er margt "gáfumennið" sem hefur komið frá Brúnastöðum...

-

Það er stór munur á að vera fyndinn og að vera hlægilegur...

Sævar Óli Helgason, 16.4.2012 kl. 15:36

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Fjölmiðlamenn komu svo þessu öllu gegn um ljósvaka þráð og þráðlausa - án gagnrýni - ekki satt Ómar?

Hvern fjandann ertu að rægja forsetann umfram alla aðra?  Það voru nánast allir sem trúðu þessu - og þetta var ekkert miklu verra hérlendis - en almennt erlendis.

Hryðjuverkaárás Breta (með hryðjuverkalögunum) rústaði svo eignum Íslendingar  allt að helmingi neðar en ella - að mínu mati.

Ef hryðjuverkalögunum hefði ekki verið beitt - hefði hugsanlega Kaupþing/Signar & Friedlander lifað af. Hugsanlega.

Þá hefði eignarrýrnun ekki orðið svona hrikaleg - og gengisfellingin minni sem því nemur.

Það er ómerkilegt hjá þér að vera að rægja forsetann okkar. Ómerkilegt og lágkúrulegt.

Kristinn Pétursson, 16.4.2012 kl. 18:38

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Rægja Forsetann... Kristinn...!?!

Má þá ekki segja frá neinu lengur, þó að það sé þá ekki nema eigin skoðunum...?

Jæja...

Þá skal ég segja þér frá hverskonar skítseyði Ólafur Ragnar Grímson í raun og veru er í sínu starfi sem æðsti embættismaður þjóðarinnar... Og ekki ljúga einu eða neinu...

Ég sendi honum erendi vegna embættismanns sem hann skipaði í embætti, sem samkvæmt forsetaritara Ólafur Ragnar afgreiddi sjálfur frá embættinu án viðkomu skrifstofunnar, þessu erindi var ekki svarað af Forseta og það hvarf í stjórnkerfinu án þess að nokkuð væri gert vegna þessa embættismanns... Það er skýrt lögbrot...!

Ólafur Ragnar Grímsson braut s.s á mér lög... Og það er til skjalfest...!

Segðu mér er ég að rægja forseta með því að segja frá þessu lögbroti hans í minn garð...?

Sævar Óli Helgason, 16.4.2012 kl. 19:26

4 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það er ekki rétt hjá þér, Kristinn Pétursson, að ég sé að rægja forsetann. Það væri ljótt að gera. Ég er að benda á skjalfest hlutverk hans í dellunni sem hér gekk á og þar með ábyrgð. Hugleiðingar þínar um hvað ef og allt það eru...þínar hugleiðingar. Allir eiga rétt á hugleiðingum.

Ómar Valdimarsson, 16.4.2012 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband