Engin þjóðaratkvæðagreiðsla

Sennilega verður ekkert úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um ríkisábyrgð á IceSave reikningnum. Flokksforingjarnir hér heima eru að ná saman um afstöðu í nýjum viðræðum við Breta og Hollendinga – og skilaboðin að utan eru þau að fyrst svo sé, þá verði þeir reiðubúnir að setjast niður og hlusta á það sem Íslendingar hafi fram að færa.

Það eru hinsvegar engar alvöru viðræður í gangi um ný og betri lán frá Norðmönnum eða einhverjum öðrum, enda vill enginn lána Íslendingum peninga.

Þetta skilja flokksforingjarnir, að minnsta kosti flestir. Þeir hafa einnig áttað sig á að ‘nei’ í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun setja þjóðina í miklu verri stöðu en við erum í nú. Allir vilja þeir komast hjá atkvæðagreiðslunni. Fyrir því eru ýmsar ástæður en fyrst og fremst tvær: óttast er að of margir muni greiða atkvæði gegn lögunum í þeirri trúi að þeir séu að hafna því að borga nokkuð, og á hinn bóginn myndi þjóðaratkvæðagreiðslan hugsanlega festa í sessi nýtt og áður óþekkt vald forsetans til að hlutast til um pólitíkina.

Það er þessi samstaða hér innanlands sem Bretar og Hollendingar hafa heimtað. Að henni fenginni verða þeir til í að setjast aftur niður og lappa upp á fyrirliggjandi samning. Af Íslands hálfu verður boðið upp á að borga meiripartinn af skuldinni hérumbil strax; þrotabú Landsbankans hefur þegar skilað um 200 milljörðum í kassann og aðrir 130 milljarðar koma til viðbótar á þessu ári. Restin verði svo borguð hraðar en til stóð. Á móti munu viðsemjendur ytra gera einhverjar tilhliðranir á vaxtakjörum.

Svo standa allir upp, klappa sér á bakið, og segjast hafa sigrað: Stjórnin, stjórnarandstaðan, Bretar, Hollendingar – og bankastjórar gamla Landsbankans sem alla tíð hafa haldið því fram að þrotabúið ætti fyrir skuldum. Og jafnvel forsetinn mun þakka sér farsæla lausn þessa skítamáls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er  þetta staðreynd. Ég vil ekki trúa því að fólkið fái ekki að kjósa. getur Ólafur Ragnar ekki  stövað þetta ?  Íslendingar eru aumingjar af 1. gráðu.

J.þ.A, (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: Billi bilaði

Ef allir kjósa utankjörfundar, strax, geta þeir þá sloppið við að telja?

Billi bilaði, 5.2.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband