Napalmsprengjur á leikskóla

Ég er ekki lengur viss um hvað það er að vera Íslendingur. Skil ekki alveg hvað það er sem gerir okkur að þjóð – og sé ekki að það sé margt sem sameini okkur. Þessi niðurstaða kemur mér á óvart, ég hef nánast alla mína tíð haldið að við værum sameinuð af tungu, arfleifð, gildum, rigningu og roki...og því öllu saman.

En nú er ég hættur að skilja. Alls konar endemis della veður uppi og fær óendanlegt pláss í fjölmiðlum. Afstaða stórs hluta almennings til stórmála fer eftir fótboltafélögum eða óskilgreindri tryggð við stjórnmálaflokka, meira að segja flokkana og fólkið sem hefur komið okkur ‘up shit creek’ eins og Ameríkanar segja. Staðreyndir skipta engu máli, reynslan enn síður.

Enn eitt af þessum heimskulegu dellumálum er nú í gangi: stofnun spilavítis í höfuðborginni. Og auðvitað eru fótboltatröll þar í fararbroddi og halda embættismönnum og pólitíkusum uppteknum dagana langa við að ræða þennan þvætting. Það er ekkert varið í Gullfoss og Geysi, við verðum að eiga spilavíti eins og siðmenntaðar þjóðir, sagði eitt tröllið í sjónvarpi í gærkvöld.

Það er náttúrlega ekki í lagi með þetta fólk.

Eins og það sé ekki nóg fyrir af tækifærum fyrir fólk til að fara sjálfu sér og fjölskyldum sínum að voða.

Við höfum álíka þörf fyrir spilavíti og napalmsprengjur á leikskóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og fótboltatröllið er greinilega búið að læra þá list að fá fólk til að skipta um skoðun, að tala það til. Stóð mig að því að vera næstum farin að trúa honum í lok viðtalsins í Kastljósinu.

Þarna á að vera nokkurs konar innritun í meðferð ef viðkomandi kemur oft. Er ekki málið að fá eins marga og hægt er, eins oft og hægt til að plokka af peninga.

Auðvitað vantar okkur ekki spilavíti, það er að mínu áliti nokkuð ljóst. Peninglyktin er bara svo seiðandi og það er slétt sama hvernig þeirra er aflað.

Flokkataugarnar eru sterkar og líka óttinn við refsingu flokksins ef eitthvað er sagt eða gert sem ekki er foringjanum þóknanlegt. Þetta er svo augljóst hjá Íhaldi og Framsókn. Bændur varast að styggja Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Hann er með mjólkuriðnaðinn í heild sinni undir vængnum og er stöðugt að ná stærri hluta af sauðfjárslátrun í landinu undir sig fyrir hönd KS. Forystumaður bænda fer mikinn í Mogganum í dag. Segist vera búinn að "rannsaka" stefnu ESB varðandi styrkingu við harðbýl svæði og það sé "bara plat". Nú glottir Þórólfur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2010 kl. 12:00

2 identicon

Terry Pratchet skóp veröld (Discworld) þar sem glæpamenn máttu ekki stela eða myrða nema að vera í stéttarfélagi og stéttarfélagið refsaði þeim sem uppvísir urðu að því að starfa án leyfis. Skemmtileg parodía á tilburði manna til að túlka siðlausa hluti sem góðverk við samfélagið.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband