Málið útskýrt fyrir Gunnari
20.2.2010 | 23:29
Það er ástæða til að samgleðjast Kópavogsíhaldinu sem hefur nú hafnað Gunnari Birgissyni sem leiðtoga sínum. Hann fékk fæst atkvæði allra þeirra sem komust á blað í prófkjörinu í dag.
Það er gott. Gunnar hefur ekki þekkt sinn vitjunartíma og nýtur ekki trausts bæjarbúa sem efast um dómgreind hans og ráðvendni. Nú er búið að útskýra málið fyrir honum.
Þetta þýðir að Ármann Kr. Ólafsson verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor - og hefur sér við hlið nýjan fulltrúa sem hefur á sér gott orð, Hildi Dungal. Hæpið er að Gunnar taki þriðja sætið sem hann hafnaði í.
Athugasemdir
Menn eins og Gunnar vilja helst ekki skilja svona útskýringar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.