Í tukthús með þá!

Oft hefur mér blöskrað það sem heyrst hefur um framgöngu dólganna sem óðu hér uppi á svokölluðum góðæristíma - en aldrei sem í gærkvöld þegar Kastljósið birti hrafl úr yfirheyrslum yfir meintum eigendum og stjórnendum Sjóvár, Milestone og hvað það nú allt hét (DV var að vísu búið að birta þetta áður).

Það er ekki undarlegt að allt farið til fjandans hjá þessu liði. Þetta hafa verið óðir menn og í besta falli bjánar. Tveir sýnast augljóslega glæponar, einn barinn rakki og sá fjórði lufsa í sparifötum. Og enginn þeirra með greind í meðallagi.

Í tukthús með þá alla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Eyþór Jóhannsson

Sammála,þetta er með ólíkindum.Eins að þeir sem tryggja hjá Sjóvá skuli ekki allir hafa flúið.

Páll Eyþór Jóhannsson, 23.2.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Já í næsta herbergi við Baugs liðið og lögmönnum þeirra og endurskoðenda. 

Á næsta gangi ætti að koma fyrir þeim fræðimönnum, sem vörðu þetta framferði með lófaklappi og mærðarræðum.

Svo mætti koma fyrir sér gangi fyrir aðskiljanlega bankamenn, sem ekki yrðu lausir látnir á meðan þeir enn draga lífsandann.

Sekt þessara manna er svo mikil, að hafa nánast lagt í rúst framtíð mjög margra ungmenna að þau ná vart vopnum sínum það sem eftir er lífs þeirra heldur verða haldnir sem þrælar uppskrúfaðra skulda sem bólgnað hafa vegna beinna aðgerða þessara manna er þeir ,,réðust á krónuna"  og tóku stöðu gegn henni og frelsi þeirra sem þeir sjálfir ginntu til lántöku.

Umburðalyndi á ekki við í þessu tilfelli

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 23.2.2010 kl. 17:58

3 identicon

Mér varð óglatt frændi sæll.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:36

4 identicon

Tíu mínútum eftir að þessum Sjóvárþætti lauk þá hringir sölumaður frá Sjóvá og spyr hvort ég vilji ekki koma í viðskipti við Sjóvá....

Já, þetta er merkilegt þjóðfélag.

Friðrik (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 00:26

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

Miðbæjaríhaldið : Þeir hafa ekki auðveldað ungu fólki lífsbaráttuna .

Hörður Halldórsson, 24.2.2010 kl. 09:04

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ómar. Þú ert væntanlega að tala um bræðurna og forstjórann sem skrifaði á pappírana, en er flokksformaðurinn sá fjórði eða missti ég af einum gaurnum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband