Hvers vegna ætti að kjósa svona fólk?
24.2.2010 | 11:37
Það er einhver óværa í eðli stjórnmálaflokka. Hún hefur komið upp á yfirborðið í Kópavogi undanfarna daga. Fyrst með því að stjórnarandstaðan í bænum smalaði fólki í Sjálfstæðisflokkinn til að fella Gunnar Birgisson (sem á sinn hátt var lofsvert framtak) og svo nú með því að Gunnar og hans lið smalar fólki í Framsókn til að hafa áhrif á úrslit væntanlegs prófkjörs.
Gunnar var að vonum súr yfir fallinu og sakar andstæðinga sína um ofbeldi og óheilindi. Það má sosum vel vera rétt en þessar ásakanir koma engu að síður úr hörðustu átt.
En hvað sem er rétt og hvað sem er logið, þá sýna þessir atburðir allir hvers konar lið það er sem sækist eftir forustu í Kópavogi. Hvers vegna ætti að kjósa svona fólk?
Íbúar í Kópavogi eiga betra skilið.
Athugasemdir
Fólk skiptir víst um flokka eins og frakka þarna syðra. Gríðarlegur pyttur og það vantar einhvern til að hræra upp. Ég hef séð að Gísli Tryggvason talsmaður neytenda er að gefa kost á sér í 1. sætið hjá Framsókn.
Ef ég byggi í Kópavogi mundi ég ganga í Framsóknarflokkin (þó ég hafi heitið því að gera það aldrei) bara til að krossa við Gísla. Hann hefur gert margt gott sem talsmaður neytenda og gæti komið böndum á einhverja kálfa í Kópavogi og ekki veitir af
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2010 kl. 18:24
Greint hefur verið frá því í fréttum að dætur Gunnars I. Birgissonar hafi gengið í Framsóknarflokkinn ásamt eiginmönnum sínum.
Gunnar hefur sagt það að hann væri að velta stöðunni fyrir sér og það væru nokkrir leikir til í stöðunni. Hann hafur jafnframt sagt að hann hyggist taka sæti sitt í bæjarstjórninni.
Gunnar á kost á þrem leikjum þar í upphafi.
Taka sæti sitt og gera engar breytingar.
Segja sig frá meirihlutanum
Gerast óháður og styðja ekki núverandi meirihluta.
Ganga í Framsóknarflokkinn og vera fulltrúi þess flokks í bæjarstjórn.
Í endataflinu gætu þeir fóstbræður Gunnar og Halldór Jónsson verið miklir þátttakendur í prófkjöri Framsóknarflokksins, með yngra fólk í framvarðasveit.
Lokahnykkurinn gæti svo verið að kalla til Kristinn H. Gunnarsson, hálfbróður sinn, en hann er nú um stundir Framsóknarmaður og í mikilli orrustu yfirtaka Framsóknarflokkinn í kjördæminu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.2.2010 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.