Hreinn, er ekki í lagi með þig?

Á dögunum hellti ég mér yfir ritstjóra Vikunnar sem var dæmdur fyrir það sem ég kallaði fúsk. Ekki stendur til að endurskoða þá afstöðu mína - en nú er kominn upp á því máli annar flötur sem nær engri átt.

Það virðist sem sé vera - ef marka má fréttir (til dæmis hér http://www.dv.is/leidari/2010/4/9/domsmord-bladamanni) - að ritstjórinn eigi að sitja persónulega uppi með sektina, en ekki útgefandi blaðsins, sem væri þó hið eðlilega og lengst af hefur tíðkast. Augljóslega er það stór biti að kyngja fyrir blaðamann á þeim láglaunum sem almennt eru í stéttinni að borga árslaunin sín í sekt.

En til hvers eru útgefendur ef þeir ekki standa með sínu fólki? Hvernig verður sú hugsun til í kolli útgefandans - sem í þessu tilviki er Hreinn Loftsson lögmaður í Birtingi - að sekt sem fellur á fjölmiðil í hans eigu komi honum ekki við? Er þetta ekki einhverskonar bankaglæfrahugsun á-la 2007: ég hirði gróðann en læt mig tapið engu varða og því síður fólkið sem vinnur hjá mér og gerir sitt besta?

Þetta er augljóslega feilhugsun hjá útgefandanum og siðrof af vondri sort. Nei, annars, þetta jaðrar við að vera glæpsamlegt!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér finnst glæpsamlegt í þessu er að hægt sé að dæma blaðamanninn fyrir að hafa eftir ummæli þriðja aðila.

Það er alveg með ólíkindum að slíkur dómur skuli falla.

Sannkallað dómsmorð, eins og Reynir Traustason segir í leiðara sínum.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 15:01

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hreinn glæpur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Verið er að vinna að endurskoðun laga umstarfsumhverfi fjölmiðla.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2010 kl. 16:52

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

:):):)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 17:07

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hef ekki mikla samúð með Hreini, en er ekki einhver þversögn í yfirlýsingum um að blaðamenn eigi að vera óháðir eigendum sínum í skrifum en það sé síðan eigenda að borga fyrir axasköft þeirra?

Ég spyr bara.

Ragnhildur Kolka, 15.4.2010 kl. 09:39

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með Ragnhildi. Er ábyrgð blaðamanna engin?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 14:34

7 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það er engin þversögn í þessu. Blaðamaðurinn er ábyrgur gagnvart sínum ritstjóra og sínum lesendum. Ritstjórinn hefur undirgengist að ritstýra blaði í samræmi við almennar velsæmisreglur - og svo hverja aðra þá skilmála sem hann semur um við útgefandann. Á endanum er útgefandinn ábyrgur fyrir því sem stendur í blaðinu. Blaðamaðurinn/ritstjórinn í þessu tilviki hefur fengið ærlega á baukinn. Það er hin faglega ábyrgð. Eftir stendur að hin endanlega fjárhagslega ábyrgð á útgáfunni hvílir á útgefandanum.

Ómar Valdimarsson, 15.4.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband